Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver var Þorgils gjallandi?

Jón Yngvi Jóhannsson

Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmenntir og þýðingar heimsbókmennta á norræn mál. Þessi hreyfing minnir okkur enn á það að Reykjavík var ekki eini staðurinn á Íslandi þar sem bókmenntir voru lesnar, skrifaðar og ræddar í þaula.

Rithöfundurinn Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915). Hann var algerlega sjálfmenntaður en sögur hans eru róttækari og frumlegri en flest það sem skrifað var af samtímamönnum hans.

Þorgils var algerlega sjálfmenntaður en sögur hans eru róttækari og frumlegri en flest það sem skrifað var af samtímamönnum hans. Þekktasta verk Þorgils er Upp við fossa sem kom út árið 1902. Sagan olli nokkurri hneykslun, ekki síst vegna berorðrar umfjöllunar um kynlíf, á þeirra tíma mælikvarða. Nútímalesendum þykja þær lýsingar þó væntanlega mjög saklausar og stundum næstum ósýnilegar. Aðalsöguhetja Upp við fossa er ungur bóndasonur, Geirmundur. Í sögunni eru sagðar af honum tvær ástarsögur. Í báðum tilfellum brýtur hann gegn boðum og bönnum samfélagsins, í fyrra sinnið viljandi en hið síðara óafvitandi. Í fyrri hluta sögunnar er lýst ástríðufullu sambandi hans við gifta konu. Þegar því lýkur verður hann ástfanginn af dóttur prestsins í sókninni. Þegar farið er að hilla undir trúlofun þeirra kemur í ljós að þau eru hálfsystkin, Geirmundur er ávöxtur framhjáhalds prestsins með móður hans. Þannig koma syndir feðranna niður á börnunum. Það var þó ekki einungis umfjöllunarefni sögunnar sem vakti hneykslun samtímamanna Þorgils, stíll sögunnar og frásagnaraðferð var ólík því sem íslenskir lesendur áttu að venjast. Athygli lesandans er iðulega beint að tilfinningum persónanna. Síðari tíma fræðimenn hafa kennt hann við impressjónisma.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Jón Yngvi Jóhannsson

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

3.4.2023

Spyrjandi

Eydís Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hver var Þorgils gjallandi?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2023. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12501.

Jón Yngvi Jóhannsson. (2023, 3. apríl). Hver var Þorgils gjallandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12501

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hver var Þorgils gjallandi?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2023. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12501>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Þorgils gjallandi?
Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmenntir og þýðingar heimsbókmennta á norræn mál. Þessi hreyfing minnir okkur enn á það að Reykjavík var ekki eini staðurinn á Íslandi þar sem bókmenntir voru lesnar, skrifaðar og ræddar í þaula.

Rithöfundurinn Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915). Hann var algerlega sjálfmenntaður en sögur hans eru róttækari og frumlegri en flest það sem skrifað var af samtímamönnum hans.

Þorgils var algerlega sjálfmenntaður en sögur hans eru róttækari og frumlegri en flest það sem skrifað var af samtímamönnum hans. Þekktasta verk Þorgils er Upp við fossa sem kom út árið 1902. Sagan olli nokkurri hneykslun, ekki síst vegna berorðrar umfjöllunar um kynlíf, á þeirra tíma mælikvarða. Nútímalesendum þykja þær lýsingar þó væntanlega mjög saklausar og stundum næstum ósýnilegar. Aðalsöguhetja Upp við fossa er ungur bóndasonur, Geirmundur. Í sögunni eru sagðar af honum tvær ástarsögur. Í báðum tilfellum brýtur hann gegn boðum og bönnum samfélagsins, í fyrra sinnið viljandi en hið síðara óafvitandi. Í fyrri hluta sögunnar er lýst ástríðufullu sambandi hans við gifta konu. Þegar því lýkur verður hann ástfanginn af dóttur prestsins í sókninni. Þegar farið er að hilla undir trúlofun þeirra kemur í ljós að þau eru hálfsystkin, Geirmundur er ávöxtur framhjáhalds prestsins með móður hans. Þannig koma syndir feðranna niður á börnunum. Það var þó ekki einungis umfjöllunarefni sögunnar sem vakti hneykslun samtímamanna Þorgils, stíll sögunnar og frásagnaraðferð var ólík því sem íslenskir lesendur áttu að venjast. Athygli lesandans er iðulega beint að tilfinningum persónanna. Síðari tíma fræðimenn hafa kennt hann við impressjónisma.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. ...