Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Georg Brandes og hvaða áhrif hafði hann á norrænar bókmenntir?

Jón Karl Helgason

Georg Brandes var danskur bókmenntagagnrýnandi og fræðimaður en hans er sérstaklega minnst sem boðbera raunsæisstefnunnar í norrænum bókmenntum. Hafði hann meðal annars mikil áhrif á hóp íslenska rithöfunda og skálda á síðustu áratugum nítjándu aldar.

Brandes, sem var gyðingur, fæddist í Kaupmannahöfn árið 1842, stundaði nám í heimspeki og fagurfræði við Kaupmannahafnarháskóla frá 1859 til 1864 og aflaði sér þekkingar víða um Evrópu á næstu árum þar á eftir. Hann vakti fyrst verulega athygli í Danmörku árið 1870 en þá kom út doktorsritgerð hans, Franske æsthetik i vore dage. Hún fjallaði einkum um skáldskaparkenningar franska bókmenntafræðingsins Hippolyte Taine, sem leit meðal annars svo á að sérhvert bókmenntaverk væri skýr sögulegur vitnisburður um ritunarstað sinn og ritunartíma og þjóðerni höfundarins. Ári fyrr hafði birst dönsk þýðing Brandesar á áhrifamiklu riti Johns Stuart Mill, The Subjection of Women, sem boðaði aukið kvenfrelsi.

Georg Brandes. Ljósmynd frá árinu 1914.

Hinn 3. nóvember 1871 hóf Brandes að flytja vel sótta fyrirlestra við háskólann í Kaupmannahöfn sem hann nefndi Hovedstrømninger i det 19de Aarhundredes Litteratur (framvegis nefndir Meginstraumar). Það tók hann sex ár að ljúka þessum fyrirlestrum, þeir voru gefnir út í sex bindum á árunum 1872 til 1891 og höfðu víðtæk áhrif. Brandes fjallaði þarna um sögu franskra, enskra og þýskra bókmennta undanfarna öld, meðal annars í ljósi þeirrar frelsisbylgju sem farið hafði um Evrópu í kjölfar frönsku byltingarinnar. Líkt og Hegel leit hann svo á að söguleg framrás einkenndist af baráttu tveggja andstæðra afla, byltingar og afturhalds. Sama máli gegndi um þróun bókmenntasögunnar í Evrópu nema hvað þar hefði einungis örfáum forystuþjóðum tekist að skila af sér bókmenntaarfi sem væri nógu fjölþættur og fullkominn til að endurspegla þjóðarsálina í hverju landi og nógu framsækinn til að samræmast tíðarandanum.

Greining Brandesar á bókmenntum forystuþjóðanna var jafnframt kvarði sem hann lagði á bókmenntir sinnar eigin þjóðar. Niðurstaða hans var sú að danskir höfundar hefðu ekki fylgt straumi tímans, þeir væru í raun fjörutíu árum á eftir þeim sem fremstir færu. Danskar bókmenntir einkenndust af rómantískri fortíðardýrkun og þjóðernishyggju á meðan samtímahöfundar annarra þjóða, ekki síst Frakka, hefðu helgað sig því aðkallandi verkefni að berjast fyrir frelsi, jafnrétti og almennt betra samfélagi. Kjarninn í málflutningi Brandesar birtist í eftirfarandi orðum úr inngangsfyrirlestri hans:
Lífsmark bókmennta nú á dögum sést á því að þær taka vandamál til umræðu. Þannig tekur t.d. Georg Sand hjónabandið til umræðu, Byron og Feuerbach trúarbrögðin, Proud‘hon eignarréttinn, Alexandre Dumas yngri sambandið milli kynjanna og Emile Augier þjóðfélagsmálin. Þegar bókmenntir taka ekkert til umræðu eru þær á góðri leið með að glata allri merkingu. Fólkið sem skapar slíkar bókmenntir getur svo sem gert sér falskar vonir um að frelsa heiminn, en það stjórnar ekki þroska og framsókn frekar en flugan sem taldi sig stjórna hestvagninum vegna þess að hún stakk dráttarklárana fjóra lítillega endrum og eins.1

Ýmsir hafa túlkað fyrstu setninguna sem hið eins konar stefnuyfirlýsingu raunsæisstefnunnar í norrænum bókmenntum en á frummálinu hljómar hún svo: „Det at en Litteratur lever, viser sig i, at den sætter Problemer under Debat.“

Mynd af kápu fyrsta bindis Meginstrauma sem kom út árið 1872.

Enda þótt Brandes hefði í fyrri skrifum sínum viðrað margar þeirra hugmynda sem ræddar voru í Meginstraumum þá vöktu fyrirlestrar hans miklar deilur í Danmörku. Ögrandi framsetning hafði þar sitt að segja en við bættist óvægin gagnrýni í garð danskra samtímahöfunda og eindreginn frelsisboðskapur sem sumir túlkuðu sem kröfu um róttæka, pólitíska byltingu. Margir tóku samt áskorun Brandesar um róttækari bókmenntir fagnandi, þeirra á meðal dönsku skáldin J.P. Jacobsen og Hermann Bang, norsku skáldin Henrik Ibesen, Bjørnstjerne Bjørnsson og Alexander Kielland og sænsku skáldin August Strindberg og Jonas Lie. Leikritið Et Dukkehjem (1879) eftir Ibsen, sem fjallar um hjónabandið og stöðu kvenna, er skýrt dæmi um verk þar sem þar vandamál samtímans eru tekin til umræðu með þeim hætti sem Brandes óskaði eftir.

Það tók sinn tíma fyrir hugmyndir Brandesar að berast til Íslands. Matthías Jochumsson skáld var reyndar meðal þeirra sem hlýddu á fyrirlestra hans í Kaupmannahöfn veturinn 1871 til 1872 og á næstu misserum var stöku sinnum vísað til þeirra í íslenskum blöðum. Það var þó ekki fyrr en í lok áttunda áratugarins og í upphafi þess níunda að kveða fór að hinni „nýju“ skáldskaparstefnu hér á landi. Árið 1879 birti Jón Ólafsson ritstjóri og skáld þýðingu á stuttum kafla úr öðru bindi Meginstrauma í Skuld, árið 1883 birti Gestur Pálsson þýðingu á tveimur greinum eftir Brandes í Suðra og ári síðar birti Hannes Hafstein þýðingu á kafla úr fimmta bindi Meginstrauma í Heimdalli, auk merkrar greinar um ævi og feril Brandesar.

Árið 1882 höfðu þeir Gestur og Hannes, ásamt Einari Hjörleifssyni (síðar Kvaran) og Bertel E.Ó. Þorleifssyni, staðið að útgáfu á fyrsta og eina árgangi tímaritsins Verðandi en þar mátti finna raunsæisskáldskap eftir þá fjórmenninga, auk þýðinga á verkum eftir valin norræn raunsæisskáld. Á næstu árum varð Heimdallur hliðstæður vettvangur frumsaminna og þýddra raunsæisbókmennta á íslensku og allir áttu þeir Verðandimenn, að Bertel frátöldum, eftir að marka eftirtektarverð spor í íslenska bókmenntasögu. Smásögurnar „Vonir“ eftir Einar Kvaran, sem fjallar um bitran veruleika Vesturferðanna, og „Hans Vöggur“ eftir Gest Pálsson, sem fjallar um líf vatnskarls í Reykjavík og hræsni svonefndra betri borgara, eru ágæt dæmi um skáldverk sem samræmast boðskap Brandesar í Meginstraumum.

Síðast en ekki síst tóku þeir Gestur og Hannes sig til á árunum 1888 til 1889 og fluttu opinbera fyrirlestra í Reykjavík þar sem þessi sami boðskapur bergmálaði með margvíslegum hætti. Hannes gagnrýndi til að mynda íslensk skáld fyrir að standa á „þjóðernisátrúnaðarins og þjóðartilbeiðslunnar gamla grundvelli, og yrkja út frá honum“. Sjálfur fullyrti hann hins vegar að það væri hlutverk skáldanna í nútímanum að grafast eftir mannfélagsmeinunum og lækna þau:
Vor tíð er sárakönnunarinnar og lækninganna tíð í andlegu og líkamlegu tilliti. Tímans heróp er líf persónunnar, ekki gloría um hina afdregnu hugmynd: þjóð. Vor tími er tími hinna verklegu framfara, gufunnar og rafmagnsins og rannsóknarinnar stolti tími.2
Í inngangi Brandesar að Meginstraumum hafði hann meðal annars vegsamað Fást hins nýja tíma sem sigrar jarðarandann „með gufu, með rafmagni, með fræðilegri rannsókn“.3 Í þessum orðum birtist vísinda- og framfaratrú höfundarins en líka vísir að snillingsdýrkun hans, aðdáun á sterkum og skapandi einstaklingum sem rísa gegn straumi tímans og breyta farvegi hans. Eftir því sem leið á útgáfu Meginstrauma og höfundarverk Brandesar fjallaði hann í vaxandi mæli um einstaka rithöfunda og önnur stórmenni sögunnar. Hann sendi meðal annars frá sér bækur um Kierkegaard (1877), Holberg (1884), Ibsen (1899), Goethe (1914-1915), Júlíus Sesar (1918) og Michelangelo (1921) en frægast er vafalítið verk hans um Shakespeare (1897-1898) sem þýtt var á ensku og naut mikils álits á alþjóðavettvangi.

Á níunda áratugnum kynntist Brandes enn fremur skrifum Friedrichs Nietzsches og varð ekki aðeins fyrir miklum áhrifum af hugmyndum hans heldur mikilvirkur miðlari þeirra í Danmörku, þar á meðal í verkinu Aristokratisk Radikalisme. En Afhandling om Friedrich Nietzsche sem út kom 1889. Þannig tók Brandes einnig þátt í mótun þeirra hugmynda nýrómantíkur í skáldskap sem beindust gegn fagurfræði raunsæisstefnunnar á Norðurlöndum um og eftir aldamótin 1900.

Georg Brandes lést árið 1927, áttatíu og fimm ára að aldri.

Tilvísanir:

1 Georg Brandes. „Inngangur að Meginstraumum.“ Þýðing: Jón Karl Helgason. Skírnir 163 (vor 1989), s. 99-100.

2 Hannes Hafstein. „Hnignun íslensks skáldskapar.“ Fjallkonan, 2. tölublað (18. janúar 1888), s. 7. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2136752. Skoðað 16. nóvember 2011.

3 Sama heimild, s. 102.

Aðrar heimildir:
 • Ahlström, Gunnar. Georg Brandes hövedstrømninger. En ideologisk undersökning. Lundur: Útgefanda ekki getið, 1936.
 • Brandes, Georg. „Alfred de Musset og Georg Sand.“ Þýð. Hannes Hafstein. Heimdallur, 3. tölublað (01.03.1884), s. 37-42. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2141590. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Brandes, Georg. „Esaias Tegnér.“ Þýð. Gestur Pálsson. Suðri, 2. tölublað (20.01.1883), s. 7-8. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=213514. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Brandes, Georg. „Iwan Turgenjew.“ Þýð. Gestur Pálsson. Suðri, 20. tölublað (03.11.1883), s. 79-80. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2135215. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Brandes, Georg. „Sannleikurinn.“ Þýð. Jón Ólafsson. Skuld, 88. tölublað (12.12.1879), s. 334-336. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2133554. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Den politiske Georg Brandes. Ritstj. Hans Hertel og Sven Møller Kristensen. Kaupmannahöfn: Reitzel, 1973.
 • „Georg Brandes.“ Den Store Danske. Gyldendals åbne encyklopædi. Vefslóð: http://www.denstoredanske.dk/Kunst_og_kultur/Litteratur/Dansk_litteratur/Kritikere/Georg_Morris_Cohen_Brandes. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Hannes Hafstein. „Um Georg Brandes.“ Heimdallur, 3. tölublað (01.03.1884), s. 34-37. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2141587. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Jón Karl Helgason. „Tímans heróp. Lestur á inngangi Georgs Brandesar að Meginstraumum og á textum eftir Hannes Hafstein og Gest Pálsson.“ Skírnir 163 (vor 1989), s. 111-145. Í viðauka er að finna skrár yfir greinar eftir og um Brandes á íslensku.
 • Matthías Viðar Sæmundsson. „Sagnagerð frá þjóðhátíð til fullveldis.“ Íslensk bókmenntasaga. 3. bindi. Ritstj. Halldór Guðmundsson. Reykjavík: Mál og menning, 1996, s. 769-822.

Myndir:

Höfundur

Jón Karl Helgason

prófessor við Íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

18.11.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Karl Helgason. „Hver var Georg Brandes og hvaða áhrif hafði hann á norrænar bókmenntir?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2011, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61261.

Jón Karl Helgason. (2011, 18. nóvember). Hver var Georg Brandes og hvaða áhrif hafði hann á norrænar bókmenntir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61261

Jón Karl Helgason. „Hver var Georg Brandes og hvaða áhrif hafði hann á norrænar bókmenntir?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2011. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61261>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Georg Brandes og hvaða áhrif hafði hann á norrænar bókmenntir?
Georg Brandes var danskur bókmenntagagnrýnandi og fræðimaður en hans er sérstaklega minnst sem boðbera raunsæisstefnunnar í norrænum bókmenntum. Hafði hann meðal annars mikil áhrif á hóp íslenska rithöfunda og skálda á síðustu áratugum nítjándu aldar.

Brandes, sem var gyðingur, fæddist í Kaupmannahöfn árið 1842, stundaði nám í heimspeki og fagurfræði við Kaupmannahafnarháskóla frá 1859 til 1864 og aflaði sér þekkingar víða um Evrópu á næstu árum þar á eftir. Hann vakti fyrst verulega athygli í Danmörku árið 1870 en þá kom út doktorsritgerð hans, Franske æsthetik i vore dage. Hún fjallaði einkum um skáldskaparkenningar franska bókmenntafræðingsins Hippolyte Taine, sem leit meðal annars svo á að sérhvert bókmenntaverk væri skýr sögulegur vitnisburður um ritunarstað sinn og ritunartíma og þjóðerni höfundarins. Ári fyrr hafði birst dönsk þýðing Brandesar á áhrifamiklu riti Johns Stuart Mill, The Subjection of Women, sem boðaði aukið kvenfrelsi.

Georg Brandes. Ljósmynd frá árinu 1914.

Hinn 3. nóvember 1871 hóf Brandes að flytja vel sótta fyrirlestra við háskólann í Kaupmannahöfn sem hann nefndi Hovedstrømninger i det 19de Aarhundredes Litteratur (framvegis nefndir Meginstraumar). Það tók hann sex ár að ljúka þessum fyrirlestrum, þeir voru gefnir út í sex bindum á árunum 1872 til 1891 og höfðu víðtæk áhrif. Brandes fjallaði þarna um sögu franskra, enskra og þýskra bókmennta undanfarna öld, meðal annars í ljósi þeirrar frelsisbylgju sem farið hafði um Evrópu í kjölfar frönsku byltingarinnar. Líkt og Hegel leit hann svo á að söguleg framrás einkenndist af baráttu tveggja andstæðra afla, byltingar og afturhalds. Sama máli gegndi um þróun bókmenntasögunnar í Evrópu nema hvað þar hefði einungis örfáum forystuþjóðum tekist að skila af sér bókmenntaarfi sem væri nógu fjölþættur og fullkominn til að endurspegla þjóðarsálina í hverju landi og nógu framsækinn til að samræmast tíðarandanum.

Greining Brandesar á bókmenntum forystuþjóðanna var jafnframt kvarði sem hann lagði á bókmenntir sinnar eigin þjóðar. Niðurstaða hans var sú að danskir höfundar hefðu ekki fylgt straumi tímans, þeir væru í raun fjörutíu árum á eftir þeim sem fremstir færu. Danskar bókmenntir einkenndust af rómantískri fortíðardýrkun og þjóðernishyggju á meðan samtímahöfundar annarra þjóða, ekki síst Frakka, hefðu helgað sig því aðkallandi verkefni að berjast fyrir frelsi, jafnrétti og almennt betra samfélagi. Kjarninn í málflutningi Brandesar birtist í eftirfarandi orðum úr inngangsfyrirlestri hans:
Lífsmark bókmennta nú á dögum sést á því að þær taka vandamál til umræðu. Þannig tekur t.d. Georg Sand hjónabandið til umræðu, Byron og Feuerbach trúarbrögðin, Proud‘hon eignarréttinn, Alexandre Dumas yngri sambandið milli kynjanna og Emile Augier þjóðfélagsmálin. Þegar bókmenntir taka ekkert til umræðu eru þær á góðri leið með að glata allri merkingu. Fólkið sem skapar slíkar bókmenntir getur svo sem gert sér falskar vonir um að frelsa heiminn, en það stjórnar ekki þroska og framsókn frekar en flugan sem taldi sig stjórna hestvagninum vegna þess að hún stakk dráttarklárana fjóra lítillega endrum og eins.1

Ýmsir hafa túlkað fyrstu setninguna sem hið eins konar stefnuyfirlýsingu raunsæisstefnunnar í norrænum bókmenntum en á frummálinu hljómar hún svo: „Det at en Litteratur lever, viser sig i, at den sætter Problemer under Debat.“

Mynd af kápu fyrsta bindis Meginstrauma sem kom út árið 1872.

Enda þótt Brandes hefði í fyrri skrifum sínum viðrað margar þeirra hugmynda sem ræddar voru í Meginstraumum þá vöktu fyrirlestrar hans miklar deilur í Danmörku. Ögrandi framsetning hafði þar sitt að segja en við bættist óvægin gagnrýni í garð danskra samtímahöfunda og eindreginn frelsisboðskapur sem sumir túlkuðu sem kröfu um róttæka, pólitíska byltingu. Margir tóku samt áskorun Brandesar um róttækari bókmenntir fagnandi, þeirra á meðal dönsku skáldin J.P. Jacobsen og Hermann Bang, norsku skáldin Henrik Ibesen, Bjørnstjerne Bjørnsson og Alexander Kielland og sænsku skáldin August Strindberg og Jonas Lie. Leikritið Et Dukkehjem (1879) eftir Ibsen, sem fjallar um hjónabandið og stöðu kvenna, er skýrt dæmi um verk þar sem þar vandamál samtímans eru tekin til umræðu með þeim hætti sem Brandes óskaði eftir.

Það tók sinn tíma fyrir hugmyndir Brandesar að berast til Íslands. Matthías Jochumsson skáld var reyndar meðal þeirra sem hlýddu á fyrirlestra hans í Kaupmannahöfn veturinn 1871 til 1872 og á næstu misserum var stöku sinnum vísað til þeirra í íslenskum blöðum. Það var þó ekki fyrr en í lok áttunda áratugarins og í upphafi þess níunda að kveða fór að hinni „nýju“ skáldskaparstefnu hér á landi. Árið 1879 birti Jón Ólafsson ritstjóri og skáld þýðingu á stuttum kafla úr öðru bindi Meginstrauma í Skuld, árið 1883 birti Gestur Pálsson þýðingu á tveimur greinum eftir Brandes í Suðra og ári síðar birti Hannes Hafstein þýðingu á kafla úr fimmta bindi Meginstrauma í Heimdalli, auk merkrar greinar um ævi og feril Brandesar.

Árið 1882 höfðu þeir Gestur og Hannes, ásamt Einari Hjörleifssyni (síðar Kvaran) og Bertel E.Ó. Þorleifssyni, staðið að útgáfu á fyrsta og eina árgangi tímaritsins Verðandi en þar mátti finna raunsæisskáldskap eftir þá fjórmenninga, auk þýðinga á verkum eftir valin norræn raunsæisskáld. Á næstu árum varð Heimdallur hliðstæður vettvangur frumsaminna og þýddra raunsæisbókmennta á íslensku og allir áttu þeir Verðandimenn, að Bertel frátöldum, eftir að marka eftirtektarverð spor í íslenska bókmenntasögu. Smásögurnar „Vonir“ eftir Einar Kvaran, sem fjallar um bitran veruleika Vesturferðanna, og „Hans Vöggur“ eftir Gest Pálsson, sem fjallar um líf vatnskarls í Reykjavík og hræsni svonefndra betri borgara, eru ágæt dæmi um skáldverk sem samræmast boðskap Brandesar í Meginstraumum.

Síðast en ekki síst tóku þeir Gestur og Hannes sig til á árunum 1888 til 1889 og fluttu opinbera fyrirlestra í Reykjavík þar sem þessi sami boðskapur bergmálaði með margvíslegum hætti. Hannes gagnrýndi til að mynda íslensk skáld fyrir að standa á „þjóðernisátrúnaðarins og þjóðartilbeiðslunnar gamla grundvelli, og yrkja út frá honum“. Sjálfur fullyrti hann hins vegar að það væri hlutverk skáldanna í nútímanum að grafast eftir mannfélagsmeinunum og lækna þau:
Vor tíð er sárakönnunarinnar og lækninganna tíð í andlegu og líkamlegu tilliti. Tímans heróp er líf persónunnar, ekki gloría um hina afdregnu hugmynd: þjóð. Vor tími er tími hinna verklegu framfara, gufunnar og rafmagnsins og rannsóknarinnar stolti tími.2
Í inngangi Brandesar að Meginstraumum hafði hann meðal annars vegsamað Fást hins nýja tíma sem sigrar jarðarandann „með gufu, með rafmagni, með fræðilegri rannsókn“.3 Í þessum orðum birtist vísinda- og framfaratrú höfundarins en líka vísir að snillingsdýrkun hans, aðdáun á sterkum og skapandi einstaklingum sem rísa gegn straumi tímans og breyta farvegi hans. Eftir því sem leið á útgáfu Meginstrauma og höfundarverk Brandesar fjallaði hann í vaxandi mæli um einstaka rithöfunda og önnur stórmenni sögunnar. Hann sendi meðal annars frá sér bækur um Kierkegaard (1877), Holberg (1884), Ibsen (1899), Goethe (1914-1915), Júlíus Sesar (1918) og Michelangelo (1921) en frægast er vafalítið verk hans um Shakespeare (1897-1898) sem þýtt var á ensku og naut mikils álits á alþjóðavettvangi.

Á níunda áratugnum kynntist Brandes enn fremur skrifum Friedrichs Nietzsches og varð ekki aðeins fyrir miklum áhrifum af hugmyndum hans heldur mikilvirkur miðlari þeirra í Danmörku, þar á meðal í verkinu Aristokratisk Radikalisme. En Afhandling om Friedrich Nietzsche sem út kom 1889. Þannig tók Brandes einnig þátt í mótun þeirra hugmynda nýrómantíkur í skáldskap sem beindust gegn fagurfræði raunsæisstefnunnar á Norðurlöndum um og eftir aldamótin 1900.

Georg Brandes lést árið 1927, áttatíu og fimm ára að aldri.

Tilvísanir:

1 Georg Brandes. „Inngangur að Meginstraumum.“ Þýðing: Jón Karl Helgason. Skírnir 163 (vor 1989), s. 99-100.

2 Hannes Hafstein. „Hnignun íslensks skáldskapar.“ Fjallkonan, 2. tölublað (18. janúar 1888), s. 7. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2136752. Skoðað 16. nóvember 2011.

3 Sama heimild, s. 102.

Aðrar heimildir:
 • Ahlström, Gunnar. Georg Brandes hövedstrømninger. En ideologisk undersökning. Lundur: Útgefanda ekki getið, 1936.
 • Brandes, Georg. „Alfred de Musset og Georg Sand.“ Þýð. Hannes Hafstein. Heimdallur, 3. tölublað (01.03.1884), s. 37-42. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2141590. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Brandes, Georg. „Esaias Tegnér.“ Þýð. Gestur Pálsson. Suðri, 2. tölublað (20.01.1883), s. 7-8. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=213514. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Brandes, Georg. „Iwan Turgenjew.“ Þýð. Gestur Pálsson. Suðri, 20. tölublað (03.11.1883), s. 79-80. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2135215. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Brandes, Georg. „Sannleikurinn.“ Þýð. Jón Ólafsson. Skuld, 88. tölublað (12.12.1879), s. 334-336. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2133554. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Den politiske Georg Brandes. Ritstj. Hans Hertel og Sven Møller Kristensen. Kaupmannahöfn: Reitzel, 1973.
 • „Georg Brandes.“ Den Store Danske. Gyldendals åbne encyklopædi. Vefslóð: http://www.denstoredanske.dk/Kunst_og_kultur/Litteratur/Dansk_litteratur/Kritikere/Georg_Morris_Cohen_Brandes. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Hannes Hafstein. „Um Georg Brandes.“ Heimdallur, 3. tölublað (01.03.1884), s. 34-37. Vefslóð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2141587. Skoðað 16. nóvember 2011.
 • Jón Karl Helgason. „Tímans heróp. Lestur á inngangi Georgs Brandesar að Meginstraumum og á textum eftir Hannes Hafstein og Gest Pálsson.“ Skírnir 163 (vor 1989), s. 111-145. Í viðauka er að finna skrár yfir greinar eftir og um Brandes á íslensku.
 • Matthías Viðar Sæmundsson. „Sagnagerð frá þjóðhátíð til fullveldis.“ Íslensk bókmenntasaga. 3. bindi. Ritstj. Halldór Guðmundsson. Reykjavík: Mál og menning, 1996, s. 769-822.

Myndir:...