Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað er nýrómantík?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti afturhvarf til rómantísku stefnunnar frá því um 1800.

Með tilkomu nýrómantíkur færist áherslan frá ytra umhverfi til innra lífs einstaklingsins og tilfinninga hans. Sterkar tilfinningar og miklar andstæður eru einkennandi fyrir nýrómantískan skáldskap og þar má oft finna bæði mikla gleði og djúpstæðan harm. Þjóðernishyggja, borgarleiði, fegurðar- og frelsisþrá eru áberandi, en einnig birtist þar hetjudýrkun og bölsýni. Orðfærið er yfirleitt meitlað og myndmál er ákaflega sterkt. Einn af helstu áhrifavöldum nýrómantísku stefnunnar var þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900), og þá sérstaklega kenningar hans um ofurmennið.Friedrich Nietzsche var einn af helstu áhrifavöldum nýrómantísku stefnunnar. Einkum voru það kenningar hans og skrif um ofurmennið sem þar skiptu máli.

Íslendingar fóru ekki varhluta af nýrómantíkinni. Sem dæmi um skáld frá þessu tímabili má nefna Einar Benediktsson (1864-1940), en í ljóði hans „Einræður Starkaðar“, má greina sterka einstaklingshyggju og þjóðerniskennd. Davíð Stefánsson (1895-1964) yrkir líka um hinn frjálsa einstakling og Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) (1881-1946) hefur verið kölluð einn af frumkvöðlum nýrómantísku stefnunnar á Íslandi.

Af íslenskum leikritaskáldum nýrómantíkurinnar ber helst að nefna Jóhann Sigurjónsson (1880-1919). Hann bjó lengst af í Danmörku og skrifaði þar meðal annars leikritin Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft, en í Galdra-Lofti má til dæmis sjá áhersluna á snillinginn og vilja mannsins til valda. Jóhann er einnig þekktur fyrir ljóð sem hann orti og má þar nefna ljóðið „Sorg“, sem jafnan er talið fyrsta íslenska nútímaljóðið. Ljóðið „Bikarinn“ er frábært dæmi um hið sterka myndmál sem einkennir nýrómantískan skáldskap og einnig hið þekkta „Sofðu, unga ástin mín“ sem íslensk börn læra flest í frumbernsku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons: Nietzsche

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

21.6.2007

Spyrjandi

Heba Harðardóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvað er nýrómantík? “ Vísindavefurinn, 21. júní 2007. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6695.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 21. júní). Hvað er nýrómantík? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6695

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvað er nýrómantík? “ Vísindavefurinn. 21. jún. 2007. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6695>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er nýrómantík?
Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti afturhvarf til rómantísku stefnunnar frá því um 1800.

Með tilkomu nýrómantíkur færist áherslan frá ytra umhverfi til innra lífs einstaklingsins og tilfinninga hans. Sterkar tilfinningar og miklar andstæður eru einkennandi fyrir nýrómantískan skáldskap og þar má oft finna bæði mikla gleði og djúpstæðan harm. Þjóðernishyggja, borgarleiði, fegurðar- og frelsisþrá eru áberandi, en einnig birtist þar hetjudýrkun og bölsýni. Orðfærið er yfirleitt meitlað og myndmál er ákaflega sterkt. Einn af helstu áhrifavöldum nýrómantísku stefnunnar var þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900), og þá sérstaklega kenningar hans um ofurmennið.Friedrich Nietzsche var einn af helstu áhrifavöldum nýrómantísku stefnunnar. Einkum voru það kenningar hans og skrif um ofurmennið sem þar skiptu máli.

Íslendingar fóru ekki varhluta af nýrómantíkinni. Sem dæmi um skáld frá þessu tímabili má nefna Einar Benediktsson (1864-1940), en í ljóði hans „Einræður Starkaðar“, má greina sterka einstaklingshyggju og þjóðerniskennd. Davíð Stefánsson (1895-1964) yrkir líka um hinn frjálsa einstakling og Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) (1881-1946) hefur verið kölluð einn af frumkvöðlum nýrómantísku stefnunnar á Íslandi.

Af íslenskum leikritaskáldum nýrómantíkurinnar ber helst að nefna Jóhann Sigurjónsson (1880-1919). Hann bjó lengst af í Danmörku og skrifaði þar meðal annars leikritin Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft, en í Galdra-Lofti má til dæmis sjá áhersluna á snillinginn og vilja mannsins til valda. Jóhann er einnig þekktur fyrir ljóð sem hann orti og má þar nefna ljóðið „Sorg“, sem jafnan er talið fyrsta íslenska nútímaljóðið. Ljóðið „Bikarinn“ er frábært dæmi um hið sterka myndmál sem einkennir nýrómantískan skáldskap og einnig hið þekkta „Sofðu, unga ástin mín“ sem íslensk börn læra flest í frumbernsku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons: Nietzsche...