Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?

Jón Yngvi Jóhannsson

Þótt kvikmyndastjörnur og knattspyrnumenn hafi vakið athygli á götum Reykjavíkur og víðar um land sumarið 1919 voru þær ekki einu stjörnurnar sem aðdáun ungs fólks á Íslandi beindist að. Líklega var Davíð Stefánsson, ungt skáld norðan úr Eyjafirði, sá sem allra mestrar hylli naut. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, náði fádæma vinsældum, hún seldist upp og hlaut einróma lof gagnrýnenda í blöðum og tímaritum. Um vinsældir bókarinnar meðal ungs fólks, ekki síst ungra kvenna, hafa skapast ýmsar sögur sem nálgast það að vera goðsagnakenndar. Það er líklega óhætt að halda því fram að Davíð hafi orðið eitt fyrsta kyntákn íslenskrar menningarsögu, enda var hann frumkvöðull á fleiri en einu sviði. Bókin og höfundurinn voru markaðssett á áður óþekktan hátt í íslensku bókmenntalífi. Davíð lét taka af sér uppstillta mynd þar sem hann heldur á hrafni. Myndin var prentuð sem póstkort og fór víða, ekki síður en myndir af kvikmyndastjörnum samtímans.

Davíð Stefánsson sló í gegn með fyrstu ljóðabók sinni Svörtum fjöðrum. Sögur ganga af því að ungar konur hafi sofið með bókina undir koddanum. Davíð var þannig áhrifavaldur og kyntákn síns tíma.

Það var þó ekki bara ímynd skáldsins unga sem vakti athygli og aðdáun. Ljóðin í Svörtum fjöðrum eru fáguð í formi. Líklega er óhætt að segja að hið hefðbundna íslenska ljóðform hafi náð fullkomnun í ljóðum síðustu skáldanna sem ortu eingöngu í háttbundnu formi, skálda eins og Davíðs Stefánssonar, Huldu, Stefáns frá Hvítadal (1887-1933) og aðeins síðar Tómasar Guðmundssonar (1901-1983). Viðfangsefnin voru líka líkleg til vinsælda, Davíð orti um ástir og ástarsorg á opinskárri hátt en íslenskir lesendur höfðu áður kynnst.

Davíð var virt skáld meðan hann lifði en aðdáun yngri skálda og bókmenntafólks var ekki alltaf óblandin. Þegar leið á öldina varð hann eitt helsta skotmark þeirra sem vildu umbylta ljóðforminu á róttækan hátt. Gagnrýnin varð líklega til þess að mála upp nokkuð einhliða mynd af Davíð sem ljóðrænu, viðkvæmnislegu og tilfinninganæmu skáldi. Á allra síðustu árum hafa fræðimenn þó tekið þessa mynd til gagngerrar endurskoðunar. Þá kemur í ljós að ljóð Davíðs eru oft og tíðum þrungin óhugnaði og kynferðislegri spennu sem getur tekið á sig fjölbreyttar myndir. Guðmundur Andri Thorsson hefur meðal annars bent á að ástarljóð Davíðs sem ort eru í orðastað kvenna og einkennast oft af sterkri undirgefni séu í raun „ástarljóð til karlmanna sem líkjast grunsamlega mikið skáldinu sjálfu. Í raun má segja að hann noti kvenvitund í ljóðum sínum fyrst og fremst til að geta ort ástarljóð til sjálfs sín.“[1]

Það má halda því fram með góðum rökum að sú fagurfræði nýrómantíkurinnar sem ríkti meðal ungra skálda í upphafi aldarinnar hafi náð ákveðnum hápunkti með Svörtum fjöðrum og Söngvum förumannsins.

Tilvísun:
  1. ^ Guðmundur Andri Thorsson, „Orðlausir draumar,“ Lesbók Morgunblaðsins 17.4.2004.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Jón Yngvi Jóhannsson

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

24.5.2023

Spyrjandi

Sólrún Svava Kjartansdóttir

Tilvísun

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2023, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76754.

Jón Yngvi Jóhannsson. (2023, 24. maí). Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76754

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2023. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76754>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?
Þótt kvikmyndastjörnur og knattspyrnumenn hafi vakið athygli á götum Reykjavíkur og víðar um land sumarið 1919 voru þær ekki einu stjörnurnar sem aðdáun ungs fólks á Íslandi beindist að. Líklega var Davíð Stefánsson, ungt skáld norðan úr Eyjafirði, sá sem allra mestrar hylli naut. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, náði fádæma vinsældum, hún seldist upp og hlaut einróma lof gagnrýnenda í blöðum og tímaritum. Um vinsældir bókarinnar meðal ungs fólks, ekki síst ungra kvenna, hafa skapast ýmsar sögur sem nálgast það að vera goðsagnakenndar. Það er líklega óhætt að halda því fram að Davíð hafi orðið eitt fyrsta kyntákn íslenskrar menningarsögu, enda var hann frumkvöðull á fleiri en einu sviði. Bókin og höfundurinn voru markaðssett á áður óþekktan hátt í íslensku bókmenntalífi. Davíð lét taka af sér uppstillta mynd þar sem hann heldur á hrafni. Myndin var prentuð sem póstkort og fór víða, ekki síður en myndir af kvikmyndastjörnum samtímans.

Davíð Stefánsson sló í gegn með fyrstu ljóðabók sinni Svörtum fjöðrum. Sögur ganga af því að ungar konur hafi sofið með bókina undir koddanum. Davíð var þannig áhrifavaldur og kyntákn síns tíma.

Það var þó ekki bara ímynd skáldsins unga sem vakti athygli og aðdáun. Ljóðin í Svörtum fjöðrum eru fáguð í formi. Líklega er óhætt að segja að hið hefðbundna íslenska ljóðform hafi náð fullkomnun í ljóðum síðustu skáldanna sem ortu eingöngu í háttbundnu formi, skálda eins og Davíðs Stefánssonar, Huldu, Stefáns frá Hvítadal (1887-1933) og aðeins síðar Tómasar Guðmundssonar (1901-1983). Viðfangsefnin voru líka líkleg til vinsælda, Davíð orti um ástir og ástarsorg á opinskárri hátt en íslenskir lesendur höfðu áður kynnst.

Davíð var virt skáld meðan hann lifði en aðdáun yngri skálda og bókmenntafólks var ekki alltaf óblandin. Þegar leið á öldina varð hann eitt helsta skotmark þeirra sem vildu umbylta ljóðforminu á róttækan hátt. Gagnrýnin varð líklega til þess að mála upp nokkuð einhliða mynd af Davíð sem ljóðrænu, viðkvæmnislegu og tilfinninganæmu skáldi. Á allra síðustu árum hafa fræðimenn þó tekið þessa mynd til gagngerrar endurskoðunar. Þá kemur í ljós að ljóð Davíðs eru oft og tíðum þrungin óhugnaði og kynferðislegri spennu sem getur tekið á sig fjölbreyttar myndir. Guðmundur Andri Thorsson hefur meðal annars bent á að ástarljóð Davíðs sem ort eru í orðastað kvenna og einkennast oft af sterkri undirgefni séu í raun „ástarljóð til karlmanna sem líkjast grunsamlega mikið skáldinu sjálfu. Í raun má segja að hann noti kvenvitund í ljóðum sínum fyrst og fremst til að geta ort ástarljóð til sjálfs sín.“[1]

Það má halda því fram með góðum rökum að sú fagurfræði nýrómantíkurinnar sem ríkti meðal ungra skálda í upphafi aldarinnar hafi náð ákveðnum hápunkti með Svörtum fjöðrum og Söngvum förumannsins.

Tilvísun:
  1. ^ Guðmundur Andri Thorsson, „Orðlausir draumar,“ Lesbók Morgunblaðsins 17.4.2004.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. ...