Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Stefanía P. Bjarnarson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Stefanía P. Bjarnarson er dósent í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á ónæmisfræðideild Landspítala. Viðfangsefni hennar eru af ýmsum toga, en hafa frá upphafi einkum beinst að ónæmiskerfi nýbura og þróun leiða til að efla svörun þeirra við bólusetningum. Strax að loknu B.Sc.-prófi í sameindalíffræði hóf Stefanía rannsóknavinnu í bólusetningateymi prófessors Ingileifar Jónsdóttur við ónæmisfræðideild Landspítalans og HÍ. Undanfarin ár hefur Stefanía stýrt rannsóknarvinnu teymisins með Ingileif.

Rannsóknir Stefaníu hafa beinst að því hvaða ónæmisglæða má nota sem hjálparefni til að efla svörun gegn bóluefnum og á hvaða þætti ónæmiskerfisins þeir hafa áhrif á. Ónæmisglæðar eru efni sem geta aukið ónæmissvar við bólusetningu, og er alúm-ónæmisglæðir í flestum bóluefnum fyrir ungbörn. Unnið er að þróun nýrra öruggra og öflugra ónæmisglæða til að bæta ónæmissvör þeirra sem verst svara bólusetningu, einkum ungra barna og aldraðra. Stefanía hefur notað nýburamýs sem bólusetningamódel, þar sem vikugamlar mýs samsvara ágætlega eins mánaðar gömlum börnum hvað varðar þroska ónæmiskerfisins. Stefanía sýndi með rannsóknum sínum fyrst allra fram á að með því að gefa nýburamúsum ákveðinn ónæmisglæði með bóluefni, þroskuðust kímstöðvar í eitilvef fyrr en ella. Kímstöðvar eru eins konar uppeldisstöðvar mótefnamyndandi B-frumna og B-minnisfrumna. Þessi efling í kímstöðvarhvarfi leiddi til myndunar fleiri mótefnaseytandi B-frumna, fari þeirra í beinmerg og lengri lifun þar, sem stuðlaði að framleiðslu mótefni í lengri tíma.

Rannsóknir Stefaníu hafa einkum beinst að ónæmiskerfi nýbura og þróun leiða til að efla svörun þeirra við bólusetningum.

Undanfarin ár hefur Stefanía verið að rannsaka aðra ónæmisglæða, kanna áhrif þeirra og reyna að skilja hvaða ferlar það eru sem þeir hafa áhrif á. Áherslan hefur beinst að svokölluðum TNF-boðferlum, tengslum við virkjun kímstöðva, myndun mótefna og minnisfrumna. Einnig hefur hlutverk og þroskun stýrifrumna verið rannsakað, og hvort ónæmisglæðar nái að yfirvinna bæliáhrif þeirra og bæta ónæmisminni hjá nýburamúsum.

Stefanía P. Bjarnarson er fædd árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995. Hún lauk BS-prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og PhD-prófi í Líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands árið 2014. Doktorsverkefni hennar var í ónæmisfræði og fjallaði um myndun og viðhald sértækra mótefnaseytandi frumna og minnisfrumna gegn pneumókokkafjölsykrum í nýburamúsum eftir bólusetningu með hreinni fjölsykru eða próteintengdu fjölsykrubóluefni. Einnig bar hún saman ólíkar bólusetningarleiðir og kannaði hvort ónæmisglæðarnir LT-K63 og CpG-ODN geti yfirunnið takmarkanir í ónæmissvörum nýbura. Stefanía hefur kennt ónæmisfræði við Læknadeild og Hjúkrunarfræðideild frá 2011, sem dósent frá 2017.

Mynd:

  • Úr safni SPB.

Útgáfudagur

30.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Stefanía P. Bjarnarson stundað? “ Vísindavefurinn, 30. desember 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76773.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 30. desember). Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Stefanía P. Bjarnarson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76773

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Stefanía P. Bjarnarson stundað? “ Vísindavefurinn. 30. des. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76773>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Stefanía P. Bjarnarson stundað?
Stefanía P. Bjarnarson er dósent í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á ónæmisfræðideild Landspítala. Viðfangsefni hennar eru af ýmsum toga, en hafa frá upphafi einkum beinst að ónæmiskerfi nýbura og þróun leiða til að efla svörun þeirra við bólusetningum. Strax að loknu B.Sc.-prófi í sameindalíffræði hóf Stefanía rannsóknavinnu í bólusetningateymi prófessors Ingileifar Jónsdóttur við ónæmisfræðideild Landspítalans og HÍ. Undanfarin ár hefur Stefanía stýrt rannsóknarvinnu teymisins með Ingileif.

Rannsóknir Stefaníu hafa beinst að því hvaða ónæmisglæða má nota sem hjálparefni til að efla svörun gegn bóluefnum og á hvaða þætti ónæmiskerfisins þeir hafa áhrif á. Ónæmisglæðar eru efni sem geta aukið ónæmissvar við bólusetningu, og er alúm-ónæmisglæðir í flestum bóluefnum fyrir ungbörn. Unnið er að þróun nýrra öruggra og öflugra ónæmisglæða til að bæta ónæmissvör þeirra sem verst svara bólusetningu, einkum ungra barna og aldraðra. Stefanía hefur notað nýburamýs sem bólusetningamódel, þar sem vikugamlar mýs samsvara ágætlega eins mánaðar gömlum börnum hvað varðar þroska ónæmiskerfisins. Stefanía sýndi með rannsóknum sínum fyrst allra fram á að með því að gefa nýburamúsum ákveðinn ónæmisglæði með bóluefni, þroskuðust kímstöðvar í eitilvef fyrr en ella. Kímstöðvar eru eins konar uppeldisstöðvar mótefnamyndandi B-frumna og B-minnisfrumna. Þessi efling í kímstöðvarhvarfi leiddi til myndunar fleiri mótefnaseytandi B-frumna, fari þeirra í beinmerg og lengri lifun þar, sem stuðlaði að framleiðslu mótefni í lengri tíma.

Rannsóknir Stefaníu hafa einkum beinst að ónæmiskerfi nýbura og þróun leiða til að efla svörun þeirra við bólusetningum.

Undanfarin ár hefur Stefanía verið að rannsaka aðra ónæmisglæða, kanna áhrif þeirra og reyna að skilja hvaða ferlar það eru sem þeir hafa áhrif á. Áherslan hefur beinst að svokölluðum TNF-boðferlum, tengslum við virkjun kímstöðva, myndun mótefna og minnisfrumna. Einnig hefur hlutverk og þroskun stýrifrumna verið rannsakað, og hvort ónæmisglæðar nái að yfirvinna bæliáhrif þeirra og bæta ónæmisminni hjá nýburamúsum.

Stefanía P. Bjarnarson er fædd árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995. Hún lauk BS-prófi í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og PhD-prófi í Líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands árið 2014. Doktorsverkefni hennar var í ónæmisfræði og fjallaði um myndun og viðhald sértækra mótefnaseytandi frumna og minnisfrumna gegn pneumókokkafjölsykrum í nýburamúsum eftir bólusetningu með hreinni fjölsykru eða próteintengdu fjölsykrubóluefni. Einnig bar hún saman ólíkar bólusetningarleiðir og kannaði hvort ónæmisglæðarnir LT-K63 og CpG-ODN geti yfirunnið takmarkanir í ónæmissvörum nýbura. Stefanía hefur kennt ónæmisfræði við Læknadeild og Hjúkrunarfræðideild frá 2011, sem dósent frá 2017.

Mynd:

  • Úr safni SPB.

...