Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins

Ritstjórn Vísindavefsins

Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins.

Vísindavefur Háskóla Íslands varð 20 ára á þessu ári og hefur fyrir löngu sannað sig sem einn mikilvægasti vettvangur vísindamiðlunar fyrir fróðleiksfúsan almenning jafnt sem fræðasamfélagið. Aðsókn að Vísindavefnum hefur vaxið jafnt og þétt frá upphafi og á seinasta ári voru lesendur um milljón talsins. Þeim fjölgaði um rúm 26% frá árinu 2018 og hafa aldrei verið fleiri. Börn og unglingar eru í hópi þeirra sem spyrja Vísindavefinn flestra spurninga.

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, undirrituðu samninginn í Aðalbyggingu Háskólans á dögunum.

Vísindavefurinn hefur síðustu vikur lagt mikið af mörkum til upplýstrar umræðu um COVID-19-sjúkdóminn og nýju kórónuveiruna og meðal annars sett á laggirnar sérstaka ritnefnd fræðimanna sem hafa ásamt öðrum svarað fjölda spurninga sem brenna á landsmönnum á þessum óvissutímum. Vefurinn á nú enn fremur í samstarfi við vinnuhóp þjóðaröryggisráðs gegn upplýsingaóreiðu og COVID-19 en með því á að stuðla að því að fjölmiðlar og almenningur geti leitað staðfestingar á upplýsingum um faraldurinn, líkt og tíðkast víða erlendis.

Happdrætti Háskóla Íslands hefur allt frá stofnun Vísindavefsins lagt fram þá fjárhagslegu kjölfestu sem vefurinn hefur þurft. Áframhaldandi samstarf þessara aðila sýnir vel þann áhuga og skilning sem forsvarsmenn HHÍ hafa á miðlun nútímavísinda til ungs fólks og almennings í landinu.

Markmið samningsins er að skapa Vísindavefnum sem öruggastan starfsgrundvöll á næstu árum og tryggja áframhaldandi farsælt samstarf á milli aðilanna.

Mynd:
  • Kristinn Ingvarsson

Útgáfudagur

27.5.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins.“ Vísindavefurinn, 27. maí 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79518.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2020, 27. maí). Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79518

Ritstjórn Vísindavefsins. „Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins.“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79518>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins
Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins.

Vísindavefur Háskóla Íslands varð 20 ára á þessu ári og hefur fyrir löngu sannað sig sem einn mikilvægasti vettvangur vísindamiðlunar fyrir fróðleiksfúsan almenning jafnt sem fræðasamfélagið. Aðsókn að Vísindavefnum hefur vaxið jafnt og þétt frá upphafi og á seinasta ári voru lesendur um milljón talsins. Þeim fjölgaði um rúm 26% frá árinu 2018 og hafa aldrei verið fleiri. Börn og unglingar eru í hópi þeirra sem spyrja Vísindavefinn flestra spurninga.

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, undirrituðu samninginn í Aðalbyggingu Háskólans á dögunum.

Vísindavefurinn hefur síðustu vikur lagt mikið af mörkum til upplýstrar umræðu um COVID-19-sjúkdóminn og nýju kórónuveiruna og meðal annars sett á laggirnar sérstaka ritnefnd fræðimanna sem hafa ásamt öðrum svarað fjölda spurninga sem brenna á landsmönnum á þessum óvissutímum. Vefurinn á nú enn fremur í samstarfi við vinnuhóp þjóðaröryggisráðs gegn upplýsingaóreiðu og COVID-19 en með því á að stuðla að því að fjölmiðlar og almenningur geti leitað staðfestingar á upplýsingum um faraldurinn, líkt og tíðkast víða erlendis.

Happdrætti Háskóla Íslands hefur allt frá stofnun Vísindavefsins lagt fram þá fjárhagslegu kjölfestu sem vefurinn hefur þurft. Áframhaldandi samstarf þessara aðila sýnir vel þann áhuga og skilning sem forsvarsmenn HHÍ hafa á miðlun nútímavísinda til ungs fólks og almennings í landinu.

Markmið samningsins er að skapa Vísindavefnum sem öruggastan starfsgrundvöll á næstu árum og tryggja áframhaldandi farsælt samstarf á milli aðilanna.

Mynd:
  • Kristinn Ingvarsson
...