Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eru til rannsóknir sem mæla hversu hátt hlutfall Íslendinga sem komnir eru yfir fimmtugt uppfylla þær kröfur að geta lesið sér til gagns?
Nei, því miður veit ég ekki til þess að slíkt hafi verið rannsakað.
En þróun lesskilnings fyrir Ísland í PISA síðustu ár er samhljóða rannsókn Sigrúnar Ernu Kristinsdóttur (2024) sem hafði það markmið að kanna hvort marktækar breytingar hefðu átt sér stað í lesskilningi íslenskra nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla frá árinu 2008 til 2019.
Notuð voru gögn úr lesskilningshlutum samræmdra könnunarprófa, með samtals 4.473 nemendum árið 2008 og 1.942 nemendum árið 2019. Niðurstöður sýndu mikinn mun, en nemandi sem hafði meðalfærni í lesskilningi árið 2008 og fékk prósenturöð 51, fengi prósenturöð 84 árið 2019 hefði hann tekið prófið þá en ekki árið 2008.
Af þessu má draga þá ályktun að meðalfærni í lesskilningi á tímabilinu 2008-2019 hafi dalað frekar en hitt. Þá má ætla að lesskilningur þeirra sem komin eru yfir miðjan aldur sé líklega meiri heldur en hjá þeim sem yngri eru.
Heimild og mynd:
Lesskilningur í nútíð og þátíð. (2024). Breyting á lesskilningi nemenda á unglingastigi frá 2008 til 2019. Meistaraprófsritgerð. https://hdl.handle.net/1946/46257. (Sótt 19.01.2026).
Sigríður Ólafsdóttir. „Er vitað hversu margir sem komnir eru yfir fimmtugt geta lesið sér til gagns?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2026, sótt 21. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88414.
Sigríður Ólafsdóttir. (2026, 21. janúar). Er vitað hversu margir sem komnir eru yfir fimmtugt geta lesið sér til gagns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88414
Sigríður Ólafsdóttir. „Er vitað hversu margir sem komnir eru yfir fimmtugt geta lesið sér til gagns?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2026. Vefsíða. 21. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88414>.