Sólin Sólin Rís 10:44 • sest 16:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:47 • Sest 17:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:57 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:43 • Síðdegis: 13:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:44 • sest 16:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:47 • Sest 17:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:57 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:43 • Síðdegis: 13:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er fræðilega skilgreiningin á að geta lesið sér til gagns?

Sigríður Ólafsdóttir

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvaða færni þurfa nemendur að búa yfir til að geta lesið sér til gagns?

Að lesa sér til gagns merkir, eins og orðasambandið vísar til, að geta lesið þannig að það sé gagnlegt. Það getur verið lestur sem við fáumst við í daglegu lífi, til dæmis að lesa bæklinga, fréttamiðla, upplýsingar á vefsíðum, og ekki síst að lesa bókmenntir af ýmsu tagi sér til ánægju. Að geta lesið sér til gagns felur líka í sér getu til að bæta við sig þekkingu í gegnum lestur, lesa sér til þekkingarauka. Á það reynir verulega í námi, á öllum sviðum grunn-, framhalds- og háskóla.

Til að geta lesið sér til gagns þurfa nemendur að búa yfir tvenns konar færni, það er tvenns konar hæfileikum. Í fyrsta lagi þurfa nemendur að geta lesið úr bókstöfum: að lesa hljóð bókstafa og kalla þannig fram orð og setningar. Í öðru lagi þurfa nemendur líka að skilja lesinn texta: Það þarf góðan skilning á tungumálinu. Hér á eftir er fjallað um fyrra atriðið, að geta lesið úr bókstöfum. Um seinna atriðið er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða færni þarf til að skilja lesinn texta?

Lestrarkennsla er það kallað þegar börnum eru kennd hljóð bókstafa og hvernig ber að tengja hljóðin saman til að ná að lesa heil orð, til dæmis sól. Lestrarnám er það kallað þegar börn læra að lesa úr bókstöfum og æfa lestur bókstafa þannig að lesturinn verði smám saman áreynslulaus.

Á fyrsta ári grunnskólans þarf að gæta þess að öll börn læri hljóð allra bókstafanna og að börnin séu komin vel á veg með að lesa einfalda texta fimlega. Þetta er lykilatriði. Þegar lestrarnámið er að baki, þá hafa börn náð lesfimi, það er fimum áreynslulausum lestri og þá geta þau almennilega hugsað um það sem þau lesa.

Fyrir sum börn er lestrarnámið auðvelt, en fyrir stóran hóp barna fer árangurinn eftir því hvernig lestrarkennslu þau fá. Þess vegna er mikilvægt að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi lært um rannsóknir á ýmsum lestrarkennsluaðferðum, og hvaða aðferðir hafa reynst árangursríkar fyrir meginþorra barna og fyrir börn sem eiga erfitt með lestrarnámið.

Á fyrsta ári grunnskólans þarf að gæta þess að <em>öll börn læri hljóð allra bókstafanna</em> og að börnin séu komin vel á veg með að lesa einfalda texta fimlega.

Á fyrsta ári grunnskólans þarf að gæta þess að öll börn læri hljóð allra bókstafanna og að börnin séu komin vel á veg með að lesa einfalda texta fimlega.

Gagnreyndar (sannreyndar) kennsluaðferðir eru þær kallaðar sem búið er að rannsaka margoft, með vísindalegum aðferðum, með tilrauna- og samanburðarhópum. Miklar kröfur eru gerðar til slíkra rannsókna, þær þurfa að byggja á sterkum fræðilegum grunni, það er á vísindalegri þekkingu sem hefur orðið til af fyrri rannsóknum, velja þarf þátttakendur í tilrauna- og samanburðarhóp sem eru nokkuð sambærilegir, til dæmis á sama aldri.

Til að meta árangur þarf að nota próf sem búið er að þróa á vísindalegan hátt, það er þau hafa verið forprófuð nokkrum sinnum með fjölda þátttakenda. Prófin eru síðan lögð fyrir tilrauna- og samanburðarhóp áður en kennsluaðferð er prófuð og síðan aftur eftir að tilrauninni er lokið.

Ef niðurstöður gefa vísbendingar um að tilraunahópur sýni meiri framfarir en samanburðarhópur eru niðurstöður bornar saman við aðrar vísindalegar rannsóknir á sömu kennsluaðferð. Ef árangurinn hefur komið fram í mörgum rannsóknum þá telst kennsluaðferðin gagnreynd. Mikilvægt er að kennsluaðferðir sem innleiddar eru í íslenska skóla séu gagnreyndar, þannig að börnin fái bestu kennslu sem völ er á.

Í lestrarkennslu er svokölluð hljóðaaðferð gagnreynd, því hún hefur verið prófuð í fjöldamörgum rannsóknum í ýmsum löndum síðustu áratugi og sýnt yfirburðaárangur í samanburði við aðrar tegundir lestrarkennslu. Í hljóðaaðferðinni eru bókstafir og hljóð þeirra í aðalhlutverki, textar eru lesnir með miklum endurtekningum á hljóðinu sem lagt er fyrir hvert sinn (til dæmis Fúsi og Fía fundu fána), börnin æfa sig að handskrifa bókstafina, bæði þá stóru og litlu, og stig af stigi tengja börnin saman hljóð bókstafanna sem hafa verið kenndir, til dæmis Ása á ís. Þegar sama orð hefur verið lesið oft, staf fyrir staf, þá hættir barnið að þurfa að hljóða sig í gegnum orðið, það les orðið hratt og örugglega um leið og það birtist í texta. Af því má sjá að til dæmis Litla gula hænan er samin einmitt með þessa kennsluaðferð í huga, því sömu setningarnar koma endurtekið fyrir í textanum.

Börn sem þekkja hljóð bókstafanna geta auðveldlega lesið óþekkt orð þegar þau rekast á þau í fyrsta sinn. Íslenskir bókstafir hafa líka flestir alltaf sama hljóðið (a er alltaf borið fram sem a, til dæmis í amma og skrifa), með fáeinum undantekningum (til dæmis f í afi og fara). Því telst íslenskt ritmál frekar einfalt. Aftur á móti er enska ritmálið mun flóknara (til dæmis bókstafurinn i í orðunum girl, little og beautiful). Því ættu börn í íslenskum skólum að eiga auðveldara með að læra að lesa en börn í enskumælandi löndum. Rannsóknir sýna einmitt að börn sem læra að lesa á einföldu ritmáli ná því að jafnaði fyrr en þau sem læra að lesa á flóknu ritmáli.

Öll börn njóta góðs gagnreyndum lestrarkennsluaðferðum en rannsóknir sýna að ef stuðst er við nákvæma hljóðaaðferð í lestrarkennslu er hægt að fækka verulega þeim nemendum sem þurfa sérstakan stuðning hjá sérmenntuðum kennurum. Sérkennarar sem taka við börnum með lestrarerfiðleika þurfa að hafa góða þekkingu á gagnreyndum lestrarkennsluaðferðum með börnum sem eiga erfitt með lestrarnámið, til dæmis börnum með dyslexíu, en þau þurfa enn nákvæmari kennslu og enn meiri þjálfun.

Grundvallaratriði í lestrarkennslu er að taka mið af endurteknum rannsóknum sem sýnt hafa nákvæmlega hvernig skal skipuleggja lestrarkennsluna þannig að öll börn nái tökum á lestri. Við eigum líka íslenskar rannsóknir sem hafa gefið niðurstöður sem eru samhljóða þeim erlendu.

Þegar lestrarkennsluaðferðir eru innleiddar er nauðsynlegt að byggja á vísindalegum grunni, börn eru aðeins einu sinni sex ára og þau eiga rétt á því allrabesta, að þau fái gagnreyndar lestrarkennsluaðferðir.

Heimildir:
  • Amelia Jara Larimer, Kristján Ketill Stefánsson, Anna-Lind Pétursdóttir, Kristen McMaster og Auður Soffíu Björgvinsdóttir. (2025). Correction to: Reading growth across 1st grade: is there a Matthew effect in Icelandic schools? European Journal of Psychology of Education, 40(2), Article 61. https://doi.org/10.1007/s10212-025-00962-6
  • Auður Björgvinsdóttir, Anna-Lind Pétursdóttir, Kirsten McMaster og Sigurgrímur Skúlason. (2023, 17. mars). Markviss hljóðaaðferð og PALS-félagakennsla: Áhrif á lestrarnám nemenda með áhættu [fyrirlestur]. Ráðstefna til heiðurs Steinunni Torfadóttur, Læsi og lestrarkennsla: Leiðir til árangurs. Rannsóknastofa um þroska, læsi og líðan, Háskóli Íslands. https://livestream.com/hi/laesioglestrarkennsla
  • Freyja Birgisdóttir. (2016). Orðaforði og lestrarfærni: Tengsl við gengi nemenda á lesskilningshluta PISA. Sérrit Netlu 2016 – Um læsi. https://netla.hi.is/serrit/2016/um_laesi/04_16_laesi.pdf
  • Jóhanna T. Einarsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir. (2016). The predictive value of preschool language assessments on academic achievement: A 10-year longitudinal study of Icelandic children. American Journal of Speech-Language Pathology, 25(1), 67–79. https://doi.org/10.1044/2015_AJSLP-14-0184
  • Moats, L. C. (2020). Teaching reading is rocket science: What expert teachers of reading should know and be able to do. American Educator, 44(2), 4–9. https://files.eric.ed.gov/fulltext/EJ1260264.pdf
  • Seymour, P. (2005). Early reading development in European orthographies. í M. J. Snowling og C. Humle (ritstjórar), The science of reading: A handbook (bls. 96-315). Blackwell Publishing.
  • Sigríður Ólafsdóttir. (2025). Slakur lesskilningur heftir skilning á samfélagslegri umræðu: Mat á núverandi stöðu og leiðir til úrbóta. Tímarit um uppeldi og menntun: Sérrit um PISA. https://ejournals.is/index.php/tuuom/article/view/4194/2804
  • Sigríður Ólafsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sigurgrímur Skúlason. (2016). Íslenskur orðaforði og lesskilningur hjá börnum með íslensku sem annað mál: Áhrif aldurs við komuna til Íslands. Sérrit Netlu 2016 – Um læsi. http://netla.hi.is/serrit/2016/um_laesi/03_16_laesi.pdf

Myndir:

Höfundur

Sigríður Ólafsdóttir

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

19.1.2026

Spyrjandi

Þorbjörg Sigurðardóttir

Tilvísun

Sigríður Ólafsdóttir. „Hver er fræðilega skilgreiningin á að geta lesið sér til gagns?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2026, sótt 19. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88400.

Sigríður Ólafsdóttir. (2026, 19. janúar). Hver er fræðilega skilgreiningin á að geta lesið sér til gagns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88400

Sigríður Ólafsdóttir. „Hver er fræðilega skilgreiningin á að geta lesið sér til gagns?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2026. Vefsíða. 19. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88400>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er fræðilega skilgreiningin á að geta lesið sér til gagns?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvaða færni þurfa nemendur að búa yfir til að geta lesið sér til gagns?

Að lesa sér til gagns merkir, eins og orðasambandið vísar til, að geta lesið þannig að það sé gagnlegt. Það getur verið lestur sem við fáumst við í daglegu lífi, til dæmis að lesa bæklinga, fréttamiðla, upplýsingar á vefsíðum, og ekki síst að lesa bókmenntir af ýmsu tagi sér til ánægju. Að geta lesið sér til gagns felur líka í sér getu til að bæta við sig þekkingu í gegnum lestur, lesa sér til þekkingarauka. Á það reynir verulega í námi, á öllum sviðum grunn-, framhalds- og háskóla.

Til að geta lesið sér til gagns þurfa nemendur að búa yfir tvenns konar færni, það er tvenns konar hæfileikum. Í fyrsta lagi þurfa nemendur að geta lesið úr bókstöfum: að lesa hljóð bókstafa og kalla þannig fram orð og setningar. Í öðru lagi þurfa nemendur líka að skilja lesinn texta: Það þarf góðan skilning á tungumálinu. Hér á eftir er fjallað um fyrra atriðið, að geta lesið úr bókstöfum. Um seinna atriðið er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða færni þarf til að skilja lesinn texta?

Lestrarkennsla er það kallað þegar börnum eru kennd hljóð bókstafa og hvernig ber að tengja hljóðin saman til að ná að lesa heil orð, til dæmis sól. Lestrarnám er það kallað þegar börn læra að lesa úr bókstöfum og æfa lestur bókstafa þannig að lesturinn verði smám saman áreynslulaus.

Á fyrsta ári grunnskólans þarf að gæta þess að öll börn læri hljóð allra bókstafanna og að börnin séu komin vel á veg með að lesa einfalda texta fimlega. Þetta er lykilatriði. Þegar lestrarnámið er að baki, þá hafa börn náð lesfimi, það er fimum áreynslulausum lestri og þá geta þau almennilega hugsað um það sem þau lesa.

Fyrir sum börn er lestrarnámið auðvelt, en fyrir stóran hóp barna fer árangurinn eftir því hvernig lestrarkennslu þau fá. Þess vegna er mikilvægt að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi lært um rannsóknir á ýmsum lestrarkennsluaðferðum, og hvaða aðferðir hafa reynst árangursríkar fyrir meginþorra barna og fyrir börn sem eiga erfitt með lestrarnámið.

Á fyrsta ári grunnskólans þarf að gæta þess að <em>öll börn læri hljóð allra bókstafanna</em> og að börnin séu komin vel á veg með að lesa einfalda texta fimlega.

Á fyrsta ári grunnskólans þarf að gæta þess að öll börn læri hljóð allra bókstafanna og að börnin séu komin vel á veg með að lesa einfalda texta fimlega.

Gagnreyndar (sannreyndar) kennsluaðferðir eru þær kallaðar sem búið er að rannsaka margoft, með vísindalegum aðferðum, með tilrauna- og samanburðarhópum. Miklar kröfur eru gerðar til slíkra rannsókna, þær þurfa að byggja á sterkum fræðilegum grunni, það er á vísindalegri þekkingu sem hefur orðið til af fyrri rannsóknum, velja þarf þátttakendur í tilrauna- og samanburðarhóp sem eru nokkuð sambærilegir, til dæmis á sama aldri.

Til að meta árangur þarf að nota próf sem búið er að þróa á vísindalegan hátt, það er þau hafa verið forprófuð nokkrum sinnum með fjölda þátttakenda. Prófin eru síðan lögð fyrir tilrauna- og samanburðarhóp áður en kennsluaðferð er prófuð og síðan aftur eftir að tilrauninni er lokið.

Ef niðurstöður gefa vísbendingar um að tilraunahópur sýni meiri framfarir en samanburðarhópur eru niðurstöður bornar saman við aðrar vísindalegar rannsóknir á sömu kennsluaðferð. Ef árangurinn hefur komið fram í mörgum rannsóknum þá telst kennsluaðferðin gagnreynd. Mikilvægt er að kennsluaðferðir sem innleiddar eru í íslenska skóla séu gagnreyndar, þannig að börnin fái bestu kennslu sem völ er á.

Í lestrarkennslu er svokölluð hljóðaaðferð gagnreynd, því hún hefur verið prófuð í fjöldamörgum rannsóknum í ýmsum löndum síðustu áratugi og sýnt yfirburðaárangur í samanburði við aðrar tegundir lestrarkennslu. Í hljóðaaðferðinni eru bókstafir og hljóð þeirra í aðalhlutverki, textar eru lesnir með miklum endurtekningum á hljóðinu sem lagt er fyrir hvert sinn (til dæmis Fúsi og Fía fundu fána), börnin æfa sig að handskrifa bókstafina, bæði þá stóru og litlu, og stig af stigi tengja börnin saman hljóð bókstafanna sem hafa verið kenndir, til dæmis Ása á ís. Þegar sama orð hefur verið lesið oft, staf fyrir staf, þá hættir barnið að þurfa að hljóða sig í gegnum orðið, það les orðið hratt og örugglega um leið og það birtist í texta. Af því má sjá að til dæmis Litla gula hænan er samin einmitt með þessa kennsluaðferð í huga, því sömu setningarnar koma endurtekið fyrir í textanum.

Börn sem þekkja hljóð bókstafanna geta auðveldlega lesið óþekkt orð þegar þau rekast á þau í fyrsta sinn. Íslenskir bókstafir hafa líka flestir alltaf sama hljóðið (a er alltaf borið fram sem a, til dæmis í amma og skrifa), með fáeinum undantekningum (til dæmis f í afi og fara). Því telst íslenskt ritmál frekar einfalt. Aftur á móti er enska ritmálið mun flóknara (til dæmis bókstafurinn i í orðunum girl, little og beautiful). Því ættu börn í íslenskum skólum að eiga auðveldara með að læra að lesa en börn í enskumælandi löndum. Rannsóknir sýna einmitt að börn sem læra að lesa á einföldu ritmáli ná því að jafnaði fyrr en þau sem læra að lesa á flóknu ritmáli.

Öll börn njóta góðs gagnreyndum lestrarkennsluaðferðum en rannsóknir sýna að ef stuðst er við nákvæma hljóðaaðferð í lestrarkennslu er hægt að fækka verulega þeim nemendum sem þurfa sérstakan stuðning hjá sérmenntuðum kennurum. Sérkennarar sem taka við börnum með lestrarerfiðleika þurfa að hafa góða þekkingu á gagnreyndum lestrarkennsluaðferðum með börnum sem eiga erfitt með lestrarnámið, til dæmis börnum með dyslexíu, en þau þurfa enn nákvæmari kennslu og enn meiri þjálfun.

Grundvallaratriði í lestrarkennslu er að taka mið af endurteknum rannsóknum sem sýnt hafa nákvæmlega hvernig skal skipuleggja lestrarkennsluna þannig að öll börn nái tökum á lestri. Við eigum líka íslenskar rannsóknir sem hafa gefið niðurstöður sem eru samhljóða þeim erlendu.

Þegar lestrarkennsluaðferðir eru innleiddar er nauðsynlegt að byggja á vísindalegum grunni, börn eru aðeins einu sinni sex ára og þau eiga rétt á því allrabesta, að þau fái gagnreyndar lestrarkennsluaðferðir.

Heimildir:
  • Amelia Jara Larimer, Kristján Ketill Stefánsson, Anna-Lind Pétursdóttir, Kristen McMaster og Auður Soffíu Björgvinsdóttir. (2025). Correction to: Reading growth across 1st grade: is there a Matthew effect in Icelandic schools? European Journal of Psychology of Education, 40(2), Article 61. https://doi.org/10.1007/s10212-025-00962-6
  • Auður Björgvinsdóttir, Anna-Lind Pétursdóttir, Kirsten McMaster og Sigurgrímur Skúlason. (2023, 17. mars). Markviss hljóðaaðferð og PALS-félagakennsla: Áhrif á lestrarnám nemenda með áhættu [fyrirlestur]. Ráðstefna til heiðurs Steinunni Torfadóttur, Læsi og lestrarkennsla: Leiðir til árangurs. Rannsóknastofa um þroska, læsi og líðan, Háskóli Íslands. https://livestream.com/hi/laesioglestrarkennsla
  • Freyja Birgisdóttir. (2016). Orðaforði og lestrarfærni: Tengsl við gengi nemenda á lesskilningshluta PISA. Sérrit Netlu 2016 – Um læsi. https://netla.hi.is/serrit/2016/um_laesi/04_16_laesi.pdf
  • Jóhanna T. Einarsdóttir, Amalía Björnsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir. (2016). The predictive value of preschool language assessments on academic achievement: A 10-year longitudinal study of Icelandic children. American Journal of Speech-Language Pathology, 25(1), 67–79. https://doi.org/10.1044/2015_AJSLP-14-0184
  • Moats, L. C. (2020). Teaching reading is rocket science: What expert teachers of reading should know and be able to do. American Educator, 44(2), 4–9. https://files.eric.ed.gov/fulltext/EJ1260264.pdf
  • Seymour, P. (2005). Early reading development in European orthographies. í M. J. Snowling og C. Humle (ritstjórar), The science of reading: A handbook (bls. 96-315). Blackwell Publishing.
  • Sigríður Ólafsdóttir. (2025). Slakur lesskilningur heftir skilning á samfélagslegri umræðu: Mat á núverandi stöðu og leiðir til úrbóta. Tímarit um uppeldi og menntun: Sérrit um PISA. https://ejournals.is/index.php/tuuom/article/view/4194/2804
  • Sigríður Ólafsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sigurgrímur Skúlason. (2016). Íslenskur orðaforði og lesskilningur hjá börnum með íslensku sem annað mál: Áhrif aldurs við komuna til Íslands. Sérrit Netlu 2016 – Um læsi. http://netla.hi.is/serrit/2016/um_laesi/03_16_laesi.pdf

Myndir:...