Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 988 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?

Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...

category-iconVeðurfræði

Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar? Er reynslan af slíkum spádómum ekki frekar slæm? Spurningin er í tveimur hlutum. Hér verður fyrri þættinum svarað fyrst, og svo rætt um reynslu af spám um loftslagsbreytingar. Allar vísindalegar spár þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er líklegra að veiran sem veldur COVID-19 verði hættulegri eða hættuminni fyrir menn vegna stökkbreytinga?

Breytingar á erfðaefni leiða sjaldan til stökka í gerð eða hæfni lífvera[1] og flestar stökkbreytingar sem finnst í stofnum eru hlutlausar.[2] Stökkbreytingar sem skemma gen og draga úr hæfni eru kallaðar neikvæðar en þær sem auka hæfni lífveru á einhvern hátt eru kallaðar jákvæðar. Jákvæð breyting á veiru getur h...

category-iconLæknisfræði

Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?

Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til?

Spurningin öll hljóðaði svona: Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til og hvað getur það sagt okkur um þróun faraldursins? Veiran sem veldur COVID-19 þróaðist í nokkur ólík afbrigði og framan af voru alfa, beta og delta þeirra þekktust. Nýtt veiruafbrigði fannst síðla árs 2021 og var það nefnt ómíkron. Samanbur...

category-iconLæknisfræði

Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?

Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hæðarveiki?

Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er yfirborðsspenna?

Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur venjulegur tölvunotandi kælt örgjörva í -40°C?

Upphitun í örgjörvum (e. microprocessor) er vandamál sem vex með hverri kynslóð og fylgir auknum klukkuhraða þeirra. Hitni örgjörvi of mikið getur hann farið að hegða sér óeðlilega og jafnvel brætt úr sér. Sérstök vifta á móðurborði í nýlegum einkatölvum sér til þess að örgjörvinn haldist innan eðlilegra hitamarka...

category-iconHugvísindi

Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er allegóría?

Einfaldasta útskýringin á allegóríu er sú að með henni sé eitt sagt en annað meint. Gríska hugtakið allegoria felur í sér orðin allos sem merkir annað og agoreuein sem þýðir að tala opinberlega. Í allegóríu er þess vegna að minnsta kosti tvenns konar merking: hin bókstaflega og hin allegóríska. Upphaf allegórís...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?

Alheimurinn er allt sem er til, allt sem hefur verið til og allt sem mun vera til.Þannig orðaði bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan það. Sólkerfi er aðeins agnarsmár hluti af vetrarbraut sem er einnig agnarsmár hluti af öllum alheiminum. Alheimurinn er allt. Alheimurinn er svo stór að lítið vit væri í...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hringrás blóðsins?

Í grófum dráttum er hringrás blóðs eins og hér er lýst. Hefjum ferðina í hægri gátt hjartans, sem er efra hólf þess í hægri helmingnum. Inn í hægri gáttina kemur blóð frá öllum vefjum líkamans um tvær stórar bláæðar sem heita efri og neðri holæð. Bláæðar eru æðar sem flytja blóð til hjartans. Í holæðunum er blóði...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er bólga?

Bólga er staðbundið ósérhæft varnarsvar líkamans við vefjaskemmd. Meðal þess sem getur valdið bólgu eru sýklar, áverkar, efnaerting, skemmdar eða truflaðar frumur og öfgar í hitastigi. Bólga þarf sem sagt ekki endilega að stafa af sýklum. Einkenni bólgusvars eru roði, sársauki, hiti á bólgna svæðinu og þroti....

Fleiri niðurstöður