Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 640 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Búa grænar geimverur á Mars?

Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar?

Þar sem þessi spurning er með líffræðilega áherslu verður leitast við að svara henni frá því sjónarhorni. Tel ég þó að erfitt sé að líta á fullnægingu sem eingöngu líffræðilegt fyrirbæri. William H. Master og Virginia E. Johnson rannsökuðu kynsvörun meðal 312 bandarískra karla og 382 kvenna og greindu frá niðu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að sjá eitt atóm eða eina rafeind?

Þessi spurning er í aðra röndina heimspekilegs eðlis; hún snýst að hluta um merkingu þess „að sjá“. Auk þess koma hér við sögu mjög nýlegar framfarir í vísindum og tækni og sú þróun heldur stöðugt áfram. Þess vegna er viðbúið að svör sérfræðinga geti orðið mismunandi og einnig breytileg með tímanum. Fyrri spurn...

category-iconHugvísindi

Hvað voru Ný félagsrit?

Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar J...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju koma haustlitirnir?

Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?

Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá selir í lit?

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?

Heilarafritun (e. EEG, electroencephalography) er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heilanum. Við mælinguna eru notuð rafskaut sem eru sett á höfuðið eða í einstaka tilvikum beint á heilabörkinn, ysta lag heilans. Fyrst er höfuðið undirbúið með því að setja rafleiðandi gel undir rafskautin. Gelið minnkar ...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu arfgengu taugasjúkdómarnir og hvað er hægt að segja um þá?

Til eru yfir 200 mismunandi gerðir af arfgengum taugasjúkdómum og því er ómögulegt að gera þeim öllum skil í grein sem þessari. Umfjöllunin hér á eftir er því almenns eðlis þar sem bæði er komið inn á taugasjúkdóma og erfðir. Arfgengir taugasjúkdómar lýsa sér í breytingum í gerð sameinda taugakerfisins sem lei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um trjáfroska?

Trjáfroskar eru heiti froska sem tilheyra tveimur ættum, Hylidae og Rhacophoridae. Þessar ættir greinast nánar í 6 undirættir, 49 ættkvíslir og yfir 350 tegundir. Þetta er afar fjölbreyttur hópur og þrátt fyrir heitið þá lifa ekki allar tegundir hinna svokölluðu trjáfroska í trjám, heldur einnig á jörðu niðri, við...

category-iconLæknisfræði

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

category-iconVísindi almennt

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?

Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?

Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergrei...

category-iconJarðvísindi

Hve mikið hækkar sjávarstaða við suðausturströnd Íslands á næstu 20 árum við bráðnun jökla á jörðinni?

Jöklar rýrna nú um allan heim vegna hlýnandi veðurfars. Leysingavatn rennur því í auknum mæli til hafs og vatnsmagn þess eykst. Auk þess vex rúmmál hafsins vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar. Hvorttveggja veldur því að sjávarborð rís. Í næsta nágrenni jöklanna ræðst sjávarstaðan hins vegar af samanlö...

category-iconFélagsvísindi

Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?

Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...

Fleiri niðurstöður