Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?

Arngrímur Vídalín

Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni.

Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sögninni chupar (sjúga) og nafnorðinu cabra (geit). Heitir dýrið því í höfuðið á helstu iðju sinni þar sem nafn þess merkir beinlínis geitasuga. Chupacabra ræðst þó ekki eingöngu á geitur heldur hvers kyns búfénað og sýgur úr þeim allt blóð. Stærð dýrsins er nokkuð á reiki og svo virðist sem skipta megi lýsingum á chupacabra eftir tímabilum. Fyrsta tilkynning um chupacabra svo vitað sé var árið 1995 í Puerto Rico og fjölgaði þeim þónokkuð í kjölfarið fram til ársins 2000 en þá hafði chupacabra einnig sést í Mexíkó, Síle, Brasilíu og á austurströnd Bandaríkjanna frá Flórída allt til Maine.

Chupacabra virðist vera nokkuð vel staðfestur hugarburður sem rekja má að öllu leyti til einnar manneskju. Engar haldbærar vísbendingar um tilvist slíks dýrs hafa nokkru sinni fundist. Víða á Netinu er að finna myndir sem eiga að vera af hræi dýrsins. Hræin eru jafnan af einhvers konar hundi eða sléttuúlfi.

Á þessum tíma var chupacabra oft sagt vera á stærð við lítinn björn og ganga upprétt auk þess að það hefði gríðarstór svört eða rauð augu og mikla brodda á bakinu. Eftir árið 2000 má segja að enginn verði var við chupacabra fyrr en árið 2004 en þá fjölgar mjög á nýjan leik tilkynningum. Á þessu seinna tímabili er chupacabra jafnan lýst sem svo að það sé fjórfætt dýr sem líkist stórum hárlausum hundi. Af fyrri tegundinni hafa engin merki fundist en af þeirri seinni hafa minnst sex hræ fundist og jafnan hefur verið um einhvers konar hund eða sléttuúlf að ræða.

Bandaríkjamaðurinn Benjamin Radford varði fimm árum í rannsóknir á chupacabra og afrakstur hans er bókin Tracking the Chupacabra: The Vampire Beast in Fact, Fiction and Folklore sem kom út árið 2011. Niðurstaða Radford er að öll fórnarlömb chupacabra beri eðlileg einkenni hversagslegra árása dýrbíta, til dæmis hunda, og að frásagnir af því að búfénaður hafi fundist alveg tæmdur af blóði hafi verið ónákvæmar. Radford hafði einnig uppi á konunni sem fyrst varð sjónarvottur að chupacabra, Madelyne Tolentino. Í viðtali við hana komst Radford að því að lýsing Tolentino á chupacabra hafði verið fengið beint úr kvikmyndinni Species sem hún hafði séð í kvikmyndahúsi árið 1995, sama ár og sögusagnir um chupacabra komust á kreik. Myndin sú fjallar um morðóða geimveru sem sleppur af rannsóknastofu eftir að hafa verið ræktuð þar af vísindamönnum.

Lýsing Tolentino á Chupacabra kemur beint úr kvikmyndinni Species.

Tolentino mun hafa talið að atburðir kvikmyndarinnar ættu sér raunverulega stað í Puerto Rico samtímans og svo virðist sem geimveran Sil sé allur innblásturinn að sögusögnum um chupacabra og að allar síðari frásagnir af skepnunni byggist að meira eða minna leyti á upphaflegri lýsingu Madelyne Tolentino. Síðari tíma lýsingar á chupacabra sem hundkvikindi virðast sprottnar hjá fólki sem ekki var kunnugt um hvernig skepna chupacabra væri en hafi gripið til þessa orðs sem það þekkti til að lýsa dýrbítum.

Chupacabra virðist því vera nokkuð vel staðfestur hugarburður sem rekja má að öllu leyti til einnar manneskju og hafa engar haldbærar vísbendingar um tilvist slíks dýrs nokkru sinni fundist.

Heimildir:
  • Benjamin Radford. 2011. Tracking the Chupacabra: The Vampire Beast in Fact, Fiction and Folklore. University of New Mexico Press, Albuquerque.

Myndir:

Frekara lesefni á vefnum:

Höfundur

Arngrímur Vídalín

doktor í íslenskum bókmenntum frá HÍ

Útgáfudagur

21.3.2014

Spyrjandi

Óttar Birgisson

Tilvísun

Arngrímur Vídalín. „Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt? “ Vísindavefurinn, 21. mars 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=9926.

Arngrímur Vídalín. (2014, 21. mars). Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9926

Arngrímur Vídalín. „Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt? “ Vísindavefurinn. 21. mar. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9926>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?
Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni.

Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sögninni chupar (sjúga) og nafnorðinu cabra (geit). Heitir dýrið því í höfuðið á helstu iðju sinni þar sem nafn þess merkir beinlínis geitasuga. Chupacabra ræðst þó ekki eingöngu á geitur heldur hvers kyns búfénað og sýgur úr þeim allt blóð. Stærð dýrsins er nokkuð á reiki og svo virðist sem skipta megi lýsingum á chupacabra eftir tímabilum. Fyrsta tilkynning um chupacabra svo vitað sé var árið 1995 í Puerto Rico og fjölgaði þeim þónokkuð í kjölfarið fram til ársins 2000 en þá hafði chupacabra einnig sést í Mexíkó, Síle, Brasilíu og á austurströnd Bandaríkjanna frá Flórída allt til Maine.

Chupacabra virðist vera nokkuð vel staðfestur hugarburður sem rekja má að öllu leyti til einnar manneskju. Engar haldbærar vísbendingar um tilvist slíks dýrs hafa nokkru sinni fundist. Víða á Netinu er að finna myndir sem eiga að vera af hræi dýrsins. Hræin eru jafnan af einhvers konar hundi eða sléttuúlfi.

Á þessum tíma var chupacabra oft sagt vera á stærð við lítinn björn og ganga upprétt auk þess að það hefði gríðarstór svört eða rauð augu og mikla brodda á bakinu. Eftir árið 2000 má segja að enginn verði var við chupacabra fyrr en árið 2004 en þá fjölgar mjög á nýjan leik tilkynningum. Á þessu seinna tímabili er chupacabra jafnan lýst sem svo að það sé fjórfætt dýr sem líkist stórum hárlausum hundi. Af fyrri tegundinni hafa engin merki fundist en af þeirri seinni hafa minnst sex hræ fundist og jafnan hefur verið um einhvers konar hund eða sléttuúlf að ræða.

Bandaríkjamaðurinn Benjamin Radford varði fimm árum í rannsóknir á chupacabra og afrakstur hans er bókin Tracking the Chupacabra: The Vampire Beast in Fact, Fiction and Folklore sem kom út árið 2011. Niðurstaða Radford er að öll fórnarlömb chupacabra beri eðlileg einkenni hversagslegra árása dýrbíta, til dæmis hunda, og að frásagnir af því að búfénaður hafi fundist alveg tæmdur af blóði hafi verið ónákvæmar. Radford hafði einnig uppi á konunni sem fyrst varð sjónarvottur að chupacabra, Madelyne Tolentino. Í viðtali við hana komst Radford að því að lýsing Tolentino á chupacabra hafði verið fengið beint úr kvikmyndinni Species sem hún hafði séð í kvikmyndahúsi árið 1995, sama ár og sögusagnir um chupacabra komust á kreik. Myndin sú fjallar um morðóða geimveru sem sleppur af rannsóknastofu eftir að hafa verið ræktuð þar af vísindamönnum.

Lýsing Tolentino á Chupacabra kemur beint úr kvikmyndinni Species.

Tolentino mun hafa talið að atburðir kvikmyndarinnar ættu sér raunverulega stað í Puerto Rico samtímans og svo virðist sem geimveran Sil sé allur innblásturinn að sögusögnum um chupacabra og að allar síðari frásagnir af skepnunni byggist að meira eða minna leyti á upphaflegri lýsingu Madelyne Tolentino. Síðari tíma lýsingar á chupacabra sem hundkvikindi virðast sprottnar hjá fólki sem ekki var kunnugt um hvernig skepna chupacabra væri en hafi gripið til þessa orðs sem það þekkti til að lýsa dýrbítum.

Chupacabra virðist því vera nokkuð vel staðfestur hugarburður sem rekja má að öllu leyti til einnar manneskju og hafa engar haldbærar vísbendingar um tilvist slíks dýrs nokkru sinni fundist.

Heimildir:
  • Benjamin Radford. 2011. Tracking the Chupacabra: The Vampire Beast in Fact, Fiction and Folklore. University of New Mexico Press, Albuquerque.

Myndir:

Frekara lesefni á vefnum:...