Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?

Stjörnufræðivefurinn

Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergreikistjörnunni Seresi. Þýski stjörnufræðingurinn Heinrich Wilhelm Olbers fann smástirnið þann 29. mars 1807 og var það nefnt Vesta eftir rómverskri gyðju heimila og arinelds.

Vesta er bjartasta smástirnið í smástirnabeltinu. Á suðurhveli þess er stór gígur sem varð til við risaárekstur. Leifar úr þessum árekstri hafa fallið til jarðar sem loftsteinar, svonefndir Howardít-Eukrít-Díógenít-loftsteinar.

Á yfirborði Vestu eru greinileg merki um basalt sem er storkuberg sem kemur upp í eldgosum. Yfirborðið hefur því verið bráðið í árdaga sólkerfisins.

Þann 16. júlí 2011 komst Dawn, ómannað geimfar NASA, á braut um Vestu eftir um 2,7 milljarða km ferðalag á fjórum árum. Gagnaöflun hófst snemma í ágúst úr um það bil 2.700 km hæð yfir yfirborði smástirnisins. Brautin var smám saman lækkuð. Dawn var á braut um Vestu í 14 mánuði og hélt þá í átt að Seres.

Vesta er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu. Það inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergreikistjörnunni Seresi.

Uppgötvun

Eftir að Seres fannst árið 1801 og Pallas árið 1802 setti Heinrich Wilhelm Olbers fram þá tilgátu að hnettirnir væru leifar reikistjörnu sem hefði tvístrast. Árið 1802 sendi hann bréf til enska stjörnuáhugamannsins Williams Herschels þar sem hann sagði frá tilgátu sinni og lagði til að leit yrði gerð nálægt þeim stöðum á himninum þar sem brautir Seresar og Pallasar skærust því þar gætu fleiri hnettir fundist. Skurðpunktarnir voru staðsettir í stjörnumerkjunum Hvalnum og Meyjunni.

Olbers hóf sjálfur leit árið 1802 en hún bar ekki árangur fyrr en 29. mars 1807 þegar hann fann Vestu, þá í stjörnumerkinu Meyjunni. Árið 1804 hafði smástirnið Júnó fundist og var Vesta þar af leiðandi fjórða fyrirbærið sem fannst á þessu svæði og er nú þekkt sem smástirnabeltið. Olbers tilkynnti uppgötvun sína í bréfi sem hann sendi þýska stjörnufræðingnum Johann H. Schröter tveimur dögum eftir uppgötvunina. Olbers leyfði stærðfræðingnum fræga Carl Friedrich Gauss að nefna smástirnið og stakk hann upp á nafninu Vestu. Gauss reiknaði síðan út umferðartíma hnattarins.

Vesta á stjörnuhimninum

Vesta sést stundum með berum augum við góðar aðstæður, fjarri allri ljósmengun, en er þá álíka björt og daufustu fastastjörnur. Smæðar sinnar vegna sjást engin smáatriði á Vestu í gegnum stjörnusjónauka, jafnvel þegar hún er í gagnstöðu.


Meira má lesa um smástirnið Vestu á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef.

Útgáfudagur

1.9.2017

Spyrjandi

Gísli Reynisson

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?“ Vísindavefurinn, 1. september 2017, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74265.

Stjörnufræðivefurinn. (2017, 1. september). Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74265

Stjörnufræðivefurinn. „Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2017. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74265>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?
Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergreikistjörnunni Seresi. Þýski stjörnufræðingurinn Heinrich Wilhelm Olbers fann smástirnið þann 29. mars 1807 og var það nefnt Vesta eftir rómverskri gyðju heimila og arinelds.

Vesta er bjartasta smástirnið í smástirnabeltinu. Á suðurhveli þess er stór gígur sem varð til við risaárekstur. Leifar úr þessum árekstri hafa fallið til jarðar sem loftsteinar, svonefndir Howardít-Eukrít-Díógenít-loftsteinar.

Á yfirborði Vestu eru greinileg merki um basalt sem er storkuberg sem kemur upp í eldgosum. Yfirborðið hefur því verið bráðið í árdaga sólkerfisins.

Þann 16. júlí 2011 komst Dawn, ómannað geimfar NASA, á braut um Vestu eftir um 2,7 milljarða km ferðalag á fjórum árum. Gagnaöflun hófst snemma í ágúst úr um það bil 2.700 km hæð yfir yfirborði smástirnisins. Brautin var smám saman lækkuð. Dawn var á braut um Vestu í 14 mánuði og hélt þá í átt að Seres.

Vesta er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu. Það inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergreikistjörnunni Seresi.

Uppgötvun

Eftir að Seres fannst árið 1801 og Pallas árið 1802 setti Heinrich Wilhelm Olbers fram þá tilgátu að hnettirnir væru leifar reikistjörnu sem hefði tvístrast. Árið 1802 sendi hann bréf til enska stjörnuáhugamannsins Williams Herschels þar sem hann sagði frá tilgátu sinni og lagði til að leit yrði gerð nálægt þeim stöðum á himninum þar sem brautir Seresar og Pallasar skærust því þar gætu fleiri hnettir fundist. Skurðpunktarnir voru staðsettir í stjörnumerkjunum Hvalnum og Meyjunni.

Olbers hóf sjálfur leit árið 1802 en hún bar ekki árangur fyrr en 29. mars 1807 þegar hann fann Vestu, þá í stjörnumerkinu Meyjunni. Árið 1804 hafði smástirnið Júnó fundist og var Vesta þar af leiðandi fjórða fyrirbærið sem fannst á þessu svæði og er nú þekkt sem smástirnabeltið. Olbers tilkynnti uppgötvun sína í bréfi sem hann sendi þýska stjörnufræðingnum Johann H. Schröter tveimur dögum eftir uppgötvunina. Olbers leyfði stærðfræðingnum fræga Carl Friedrich Gauss að nefna smástirnið og stakk hann upp á nafninu Vestu. Gauss reiknaði síðan út umferðartíma hnattarins.

Vesta á stjörnuhimninum

Vesta sést stundum með berum augum við góðar aðstæður, fjarri allri ljósmengun, en er þá álíka björt og daufustu fastastjörnur. Smæðar sinnar vegna sjást engin smáatriði á Vestu í gegnum stjörnusjónauka, jafnvel þegar hún er í gagnstöðu.


Meira má lesa um smástirnið Vestu á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef.

...