Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún?

Stjörnufræðivefurinn

Seres, eða 1 Seres, er dvergreikistjarna og stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli brauta Mars og Júpíters. Seres er um 945 km í þvermál og því eina fyrirbærið í smástirnabeltinu sem hefur nægan þyngdarkraft til að vera því sem næst fullkomlega kúlulaga. Seres inniheldur þriðjung af heildarmassa smástirna í smástirnabeltinu en er þrátt fyrir það aðeins 0,013% af massa tunglsins. Hnötturinn er blanda bergs og íss.

Eitt geimfar hefur heimsótt Seres. Hinn 6. mars árið 2015 fór Dawn-gervitungl NASA á braut um dvergreikistjörnuna. Á myndum geimfarsins sést mjög gígótt yfirborð en líka ljósir blettir sem eru líklega mjög saltur ís.

Seres er dvergreikistjarna og stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli brauta Mars og Júpíters.

Uppgötvun

Menn höfðu lengi velt fyrir sér eyðu sem virtist vera milli brauta Mars og Júpíters. Í riti sínu Mysterium Cosmographicum (1596) benti þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fyrstur manna á eyðuna og taldi að þar væri að finna óséða reikistjörnu. Fleiri vísindamenn og hugsuðir veltu hinu sama fyrir sér en það var ekki fyrr en árið 1772 sem hjólin fóru að snúast. Það ár setti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode fram lögmál kennt við hann og annan Þjóðverja, Johann Daniel Titius, um fjarlægðir reikistjarna frá sólu.

Lögmálið er ekki tekið gilt í dag en samkvæmt því var reglulegt mynstur í fjarlægðum reikistjarna sólkerfisins. Ef marka mátti lögmálið hefði reikistjarna átt að vera milli Mars og Júpíters, í um 2,8 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólu. Lögmálið fékk byr undir báða vængi þegar enski stjörnuáhugamaðurinn William Herschel fann Úranus árið 1781, því fjarlægð hennar var í samræmi við lögmálið.

Í lok 18. aldar var mikill áhugi meðal stjörnufræðinga að leita að þessari óséðu reikistjörnu. Árið 1800, eftir nokkurra ára árangurslausa leit, var sett á laggirnar „himnalögregla“, Himmels Polizei, sem samanstóð af 24 stjörnufræðingum víða um Evrópu. Í þeim hópi var ítalski munkurinn og stærðfræðingurinn Giuseppe Piazzi frá Palermo á Sikiley. Piazzi var reyndar ekki kunnugt um að hann tilheyrði himnalögreglunni.

Á nýársdag árið 1801 vann Piazzi að stjörnuskrá sinni þegar hann tók eftir stjörnu við „öxl“ stjörnumerkisins Nautsins. Piazzi skrásetti hana og mældi staðsetningu hennar og endurtók mælingarnar venju samkvæmt næstu nótt á eftir. Tók hann þá eftir því að stjarnan virtist hafa færst til. Í fyrstu taldi Piazzi sig hafa orðið á mistök en hinn 4. janúar var hann orðinn sannfærður um að nýja „stjarnan“ væri hugsanlega halastjarna. Sá hann þó engin merki um hjúp eða hala.

Eins og tíðkaðist á þessum tíma tilkynnti Piazzi opinberlega um uppgötvun á halastjörnunni í fjölmiðlum og barst hún hratt til erlendra dagblaða. Frekari athuganir sýndu þó að ekki var um að ræða halastjörnu. Þegar Bode frétti af uppgötvuninni reiknaði hann gróflega út brautina, sem hann taldi næsta hringlaga, fjarlægðina og umferðartíma hnattarins og taldi hana staðfesta lögmál sitt.

Samanburður á stærð Jarðar, tunglsins og Seresar.

Flokkun

Í byrjun voru flestir stjörnufræðingar á því að Seres væri reikistjarna. Var hún flokkuð sem slík og fékk reikistjörnutákn sem er sigð eða kornljár.

Tæplega fjórum mánuðum síðar, hinn 28. mars árið 1802, fann þýski stjörnufræðingurinn Heinrich Olbers annan lítinn hnött sem líktist Seresi og var gefið nafnið Pallas. Í maí sama ár lagði William Herschel til að þessir nýju hnettir tilheyrðu nýjum flokki himinhnatta þar sem þeir líktust hvorki halastjörnum né öðrum reikistjörnum. Herschel lagði til að þeir yrðu kallaðir „smástirni“.

Í hálfa öld var Seres engu að síður flokkuð sem reikistjarna líkt og Pallas, Júnó og Vesta. Í fyrsta árgangi tímaritsins Fjölnis, sem kom út árið 1835, er Seres til að mynda talin til reikistjarna eins og hinar þrjár.

Eftir að ný flokkun var tekin upp í samræmi við tillögu Herschels fékk Seres reikistjörnunúmerið 1 Seres. Formleg skilgreining á reikistjörnu var hins vegar aldrei búin til.

Árið 2006 var staða Seresar í sólkerfinu aftur tekin til skoðunar. Þá leiddu deilur um stöðu Plútós í sólkerfinu til þess að lögð var fram tillaga fyrir aðalþing Alþjóðasambands stjarnfræðinga, sem fram fór í Prag í Tékklandi, að Seres yrði gerð að reikistjörnu á ný, þá fimmta í röðinni frá sólu, ásamt Plútó, Karon og Eris. Tillagan var felld og ný skilgreining samin í staðin sem færði Seres, Plútó, Hámeu, Eris og Makemake í nýjan flokk dvergreikistjarna.

Seres er því í dag skilgreind sem dvergreikistjarna sem er jafnframt stærsta smástirnið í smástirnabeltinu.


Meira má lesa um dvergreikistjörnuna Seres á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndirnar eru einnig fengnar af sama vef.

Útgáfudagur

25.8.2017

Spyrjandi

Gísli Reynisson

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2017, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74264.

Stjörnufræðivefurinn. (2017, 25. ágúst). Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74264

Stjörnufræðivefurinn. „Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2017. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74264>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún?
Seres, eða 1 Seres, er dvergreikistjarna og stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli brauta Mars og Júpíters. Seres er um 945 km í þvermál og því eina fyrirbærið í smástirnabeltinu sem hefur nægan þyngdarkraft til að vera því sem næst fullkomlega kúlulaga. Seres inniheldur þriðjung af heildarmassa smástirna í smástirnabeltinu en er þrátt fyrir það aðeins 0,013% af massa tunglsins. Hnötturinn er blanda bergs og íss.

Eitt geimfar hefur heimsótt Seres. Hinn 6. mars árið 2015 fór Dawn-gervitungl NASA á braut um dvergreikistjörnuna. Á myndum geimfarsins sést mjög gígótt yfirborð en líka ljósir blettir sem eru líklega mjög saltur ís.

Seres er dvergreikistjarna og stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli brauta Mars og Júpíters.

Uppgötvun

Menn höfðu lengi velt fyrir sér eyðu sem virtist vera milli brauta Mars og Júpíters. Í riti sínu Mysterium Cosmographicum (1596) benti þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fyrstur manna á eyðuna og taldi að þar væri að finna óséða reikistjörnu. Fleiri vísindamenn og hugsuðir veltu hinu sama fyrir sér en það var ekki fyrr en árið 1772 sem hjólin fóru að snúast. Það ár setti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode fram lögmál kennt við hann og annan Þjóðverja, Johann Daniel Titius, um fjarlægðir reikistjarna frá sólu.

Lögmálið er ekki tekið gilt í dag en samkvæmt því var reglulegt mynstur í fjarlægðum reikistjarna sólkerfisins. Ef marka mátti lögmálið hefði reikistjarna átt að vera milli Mars og Júpíters, í um 2,8 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólu. Lögmálið fékk byr undir báða vængi þegar enski stjörnuáhugamaðurinn William Herschel fann Úranus árið 1781, því fjarlægð hennar var í samræmi við lögmálið.

Í lok 18. aldar var mikill áhugi meðal stjörnufræðinga að leita að þessari óséðu reikistjörnu. Árið 1800, eftir nokkurra ára árangurslausa leit, var sett á laggirnar „himnalögregla“, Himmels Polizei, sem samanstóð af 24 stjörnufræðingum víða um Evrópu. Í þeim hópi var ítalski munkurinn og stærðfræðingurinn Giuseppe Piazzi frá Palermo á Sikiley. Piazzi var reyndar ekki kunnugt um að hann tilheyrði himnalögreglunni.

Á nýársdag árið 1801 vann Piazzi að stjörnuskrá sinni þegar hann tók eftir stjörnu við „öxl“ stjörnumerkisins Nautsins. Piazzi skrásetti hana og mældi staðsetningu hennar og endurtók mælingarnar venju samkvæmt næstu nótt á eftir. Tók hann þá eftir því að stjarnan virtist hafa færst til. Í fyrstu taldi Piazzi sig hafa orðið á mistök en hinn 4. janúar var hann orðinn sannfærður um að nýja „stjarnan“ væri hugsanlega halastjarna. Sá hann þó engin merki um hjúp eða hala.

Eins og tíðkaðist á þessum tíma tilkynnti Piazzi opinberlega um uppgötvun á halastjörnunni í fjölmiðlum og barst hún hratt til erlendra dagblaða. Frekari athuganir sýndu þó að ekki var um að ræða halastjörnu. Þegar Bode frétti af uppgötvuninni reiknaði hann gróflega út brautina, sem hann taldi næsta hringlaga, fjarlægðina og umferðartíma hnattarins og taldi hana staðfesta lögmál sitt.

Samanburður á stærð Jarðar, tunglsins og Seresar.

Flokkun

Í byrjun voru flestir stjörnufræðingar á því að Seres væri reikistjarna. Var hún flokkuð sem slík og fékk reikistjörnutákn sem er sigð eða kornljár.

Tæplega fjórum mánuðum síðar, hinn 28. mars árið 1802, fann þýski stjörnufræðingurinn Heinrich Olbers annan lítinn hnött sem líktist Seresi og var gefið nafnið Pallas. Í maí sama ár lagði William Herschel til að þessir nýju hnettir tilheyrðu nýjum flokki himinhnatta þar sem þeir líktust hvorki halastjörnum né öðrum reikistjörnum. Herschel lagði til að þeir yrðu kallaðir „smástirni“.

Í hálfa öld var Seres engu að síður flokkuð sem reikistjarna líkt og Pallas, Júnó og Vesta. Í fyrsta árgangi tímaritsins Fjölnis, sem kom út árið 1835, er Seres til að mynda talin til reikistjarna eins og hinar þrjár.

Eftir að ný flokkun var tekin upp í samræmi við tillögu Herschels fékk Seres reikistjörnunúmerið 1 Seres. Formleg skilgreining á reikistjörnu var hins vegar aldrei búin til.

Árið 2006 var staða Seresar í sólkerfinu aftur tekin til skoðunar. Þá leiddu deilur um stöðu Plútós í sólkerfinu til þess að lögð var fram tillaga fyrir aðalþing Alþjóðasambands stjarnfræðinga, sem fram fór í Prag í Tékklandi, að Seres yrði gerð að reikistjörnu á ný, þá fimmta í röðinni frá sólu, ásamt Plútó, Karon og Eris. Tillagan var felld og ný skilgreining samin í staðin sem færði Seres, Plútó, Hámeu, Eris og Makemake í nýjan flokk dvergreikistjarna.

Seres er því í dag skilgreind sem dvergreikistjarna sem er jafnframt stærsta smástirnið í smástirnabeltinu.


Meira má lesa um dvergreikistjörnuna Seres á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndirnar eru einnig fengnar af sama vef....