Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 983 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?

Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...

category-iconHeimspeki

Hvað er á milli himins og jarðar?

Svarið við þessari sígildu gátu er auðvitað „og“. Sver hún sig þar í ætt við svipaðar gátur sem hafa skemmt fólki í gegnum árin. En eins og svo margar gátur sem eitthvað er spunnið í þá býður hún einnig upp á áhugaverðar heimspekilegar vangaveltur. Raunar má segja að heimspeki sé ekkert annað en leit að svörum við...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Nicolaus Steno og hvert var framlag hans til vísindanna?

Niels Stensen (1638-1686), eða Nicolaus Steno eins og hann nefndist á latínu að hætti lærðra manna á þeim tímum, fæddist og ólst upp í Kaupmannahöfn. Faðir hans, Sten Pedersen, var gullsmiður af þekktri ætt kennimanna á Skáni. Steno var trúhneigður maður, alinn upp í lúterstrú, en gerðist kaþólskur um þrítugt (166...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?

Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru HeLa-frumur?

Árið 1951 innritaðist rúmlega þrítug kona, Henrietta Lacks (1920–1951), á John Hopkins-spítalann í Baltimore sem á þessum tíma var einn fárra spítala sem meðhöndluðu blökkufólk. Ástæða spítalavistarinnar var hnútur í kviðarholi sem læknar greindu síðan sem krabbamein á leginu. Því miður dugði meðferð ekki til að b...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar fjölmiðlar voru á Íslandi 1918?

Árið 1918 voru fjölmiðlar eingöngu prentmiðlar. Útsendingar útvarps og sjónvarps voru varla farnar að tíðkast neins staðar í heiminum; þó að búið væri að finna upp tækni til að senda símskeyti og loftskeyti var ekki enn farið að nota hana til fjölmiðlunar, nema hvað blöðin nutu þess auðvitað að fá fréttir með síma...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver eru elstu handrit á Íslandi?

Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Sjást veirur í smásjá?

Hér er einnig að finna svar við fjölmörgum spurningum sem hafa borist Vísindavefnum um rafeindasmásjá. Hefðbundin (ljós)smásjá nýtir linsur til að stækka mynd af þeim hlutum sem verið er að skoða. Skrifa má jöfnu fyrir hámarks upplausn í slíkri smásjá, það gerði þýski eðlisfræðingurinn Ernst Abbe (1840-1905) fy...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig komu áhrif upplýsingarinnar fram á Íslandi?

Hekluganga Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar markaði að ákveðnu leyti upphaf upplýsingarinnar hér á landi. Þeir klifu þetta víðfræga og alræmda fjall árið 1750 og afsönnuðu þá hjátrú að þar væri op Vítis en sýndu að hægt væri að mæla og rannsaka náttúruna á vísindalegan hátt. Fjallgangan var því táknræn fyrir...

category-iconStærðfræði

Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...

category-iconStærðfræði

Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn?

Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband virðist vera á milli stærðar heila og greindar hjá tegundum. Búrhvalur syndir um með þyngsta heila sem þekkist hjá núlifandi dýri eða um 7,6 kg og heili asíska fílsins er um 7,5 kg, sá þyngsti í landdýri, heili afríska fílsins er um 5,4 kg. Meðalþyngd mannshei...

category-iconStærðfræði

Hvað er evklíðsk rúmfræði?

Mannfólkið hefur haft þörf fyrir stærðfræði frá því fyrstu skipulögðu samfélögin tóku að myndast. Hve miklar eignir á einstaklingur? Hversu mikinn skatt á hann að greiða? Slíkar spurningar fela í sér reikning. Hversu stór er landareign? Hvernig skal skipuleggja gatnakerfi borgar? Hvernig skal hanna byggingu? En ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?

Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...

category-iconFornleifafræði

Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum?

Hvað fannst? Gaulverjabær er kirkjustaður á Suðurlandi, í Flóanum í Árnessýslu sunnan við Selfoss. Nafn sitt dregur bærinn af átthögum landnámsmannsins Lofts Ormssonar frá Gaulum eða Gulum í Noregi. Þótt engar skipulegar fornleifarannsóknir hafi farið fram í Gaulverjabæ eru þaðan nokkrar merkar fornleifar. Til ...

Fleiri niðurstöður