Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7270 svör fundust

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?

Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur. Eiginlegt berg finnst hverg...

Nánar

Af hverju verðum við ástfangin? - Myndband

Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðislegar og taugalíffræðilegar. Hæfileikinn til að verða ástfanginn af annarri ...

Nánar

Er hægt að gera sýnilega hluti ósýnilega? - Myndband

Hlutir eru sýnilegir vegna þess að yfirborð þeirra víxlverkar við ljós á ákveðinn hátt og við nemum ljósið með augunum. Einfaldasta leiðin til að gera hlut ósýnilegan er þess vegna að hafa hann í algjöru myrkri. Einnig mætti til dæmis loka augunum, eða setja hlutinn inn í skáp. Líklega er þó ekki átt við það með s...

Nánar

Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?

Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö. Dæmi: Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla. Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum. Einar og Þóra spila bæði á píanó. Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að n...

Nánar

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? - Myndband

Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...

Nánar

Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?

Nútímaleg vísindi og fræðimennska á sér rætur í upplýsingunni á 18. öld. Á 19. öldinni var lagður grunnur að félagsvísindum. Félagsvísindin beindu sjónum sínum að upptökum nútímalegs samfélags og uppruna og afleiðingum iðnvæðingar og kapítalisma. Það var viðtekin skoðun að trú hefði haft mikla þýðingu fyrir samfél...

Nánar

Ef sólin væri græn, væri þá grasið gult?

Stutta svarið er nei. Í venjulegri dagsbirtu er grasið grænt, því það speglar græna hluta sólarljóssins, en drekkur í sig orku úr rauða hlutanum og þeim bláa. Grasið nýtir bláa og rauða ljósið til ljóstillífunar, en sólundar því græna til að gera umhverfið áhugaverðara fyrir menn og skepnur. Ef sólarljósið snö...

Nánar

Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?

Kristni kom fyrst upp meðal fátæks almúgafólks á afskekktum stað í rómverksa keisaradæminu. Það tók trúna því nokkuð langan tíma að ná útbreiðslu. Rétt fyrir 400 var hún þó orðin það útbreidd að keisarinn gerði hana að ríkistrú. Um þetta leyti tók hún líka að breiðast út um Norður-Evrópu en á næstu öldum gengu mik...

Nánar

Hvaða skans er þetta hjá Óla skans?

Orðið skans þekkist í málinu frá 18. öld í merkingunni ‘virki; geymsluskot; bráðabirgðaskýli’. Það er tökuorð úr dönsku skanse sem aftur tók orðið að láni úr miðlágþýsku schantze ‘virki; hrísknippi’. Lágþýska orðið er væntanlega af rómönskum uppruna, samanber ítölsku scansi (fleirtala af scanso) ‘viðnám, vörn’. ...

Nánar

Af hverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um?

Spurning Önnu hljóðaði svona í heild sinni: Afhverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um? Dregur ekki landið nafnið af ánni Po? Það er ekkert L í Po hvaðan kemur þetta auka L? Rótin í fyrri hluta landsheitisins er Pól-. Hún er rakin til frumslavneskrar rótar, *pol’e með merkinguna „opið svæði, slétta...

Nánar

Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?

Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...

Nánar

Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...

Nánar

Fleiri niðurstöður