Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? - Myndband

Geir Þ. Þórarinsson

Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða röngu. Einnig eru til alls kyns skráðar og óskráðar reglur um samskipti okkar við annað fólk, svo sem hvers kyns kurteisisreglur, sem ekki teljast siðferðilegar. Segja má að siðferðið sé fólgið í mestu grundvallarreglunum um góða og slæma, rétta og ranga mannlega breytni. Vandasamt er að gera nánar grein fyrir eðli siðferðis enda eru uppi ólíkar kenningar um það.

Hægt er að lesa meira um siðferði og siðfræði í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.1.2013

Spyrjandi

Vera Dögg Snorradóttir, Karen Viðarsdóttir, Baldur Jóhannsson, Pétur Halldórsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64048.

Geir Þ. Þórarinsson. (2013, 11. janúar). Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? - Myndband. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64048

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64048>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? - Myndband
Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða röngu. Einnig eru til alls kyns skráðar og óskráðar reglur um samskipti okkar við annað fólk, svo sem hvers kyns kurteisisreglur, sem ekki teljast siðferðilegar. Segja má að siðferðið sé fólgið í mestu grundvallarreglunum um góða og slæma, rétta og ranga mannlega breytni. Vandasamt er að gera nánar grein fyrir eðli siðferðis enda eru uppi ólíkar kenningar um það.

Hægt er að lesa meira um siðferði og siðfræði í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

...