Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1358 svör fundust

Hvað eru þurr augu?

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er ofta...

Nánar

Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi fyrir siðaskiptin?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Er til einhver saga um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Hljóðfæri, dans og söngur? Hvaða upplýsingar sem er myndi ég vel þiggja. Við rannsóknir fræðimanna á miðöldum koma sífellt í ljós meiri samskipti Íslendinga við...

Nánar

Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?

Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...

Nánar

Hvers vegna er karlkyn kallað hlutlaust eða sjálfgefið?

Kynin þrjú í íslenskri málfræði kallast karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Þessi heiti gætu vakið þá hugmynd að karlkyn væri eingöngu notað um karla og aðrar karlkyns verur, kvenkyn um konur og aðrar kvenkyns verur og hvorugkyn um annað, það er dauða hluti og hugtök. Það á þó ekki við um íslensku nú á tímum og hefur e...

Nánar

Af hverju hurfu rostungar frá Íslandi?

Það er rétt að rostungar (Odobenus rosmarus L.) hafa ekki haft fasta viðveru við Ísland um alllangt skeið (margar aldir). Þau stöku dýr sem sjást hér öðru hvoru, um eitt dýr að jafnaði tíunda hvert ár miðað við síðustu 4–5 áratugi, eru flækingar, líklega mest frá Grænlandi. Þau hafa hér skamma dvöl og eru iðulega ...

Nánar

Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?

Þessi spurning er að sjálfsögðu afar eðlileg enda velta margir henni fyrir sér, og það getur verið svolítið verk að kynna sér málið. Byrjum á lítilli dæmisögu til að skýra aðferðirnar sem við beitum. Við erum stödd á breiðri en fáfarinni sandströnd og sjáum þar óljós spor í þurrum sandi. Við fyrstu athugun sjáum ...

Nánar

Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan?

Hugtakið rómantík er notað um stefnu í bókmenntum og listum sem kom fram í Evrópu um aldamótin 1800. Stefnan rann sitt skeið að mestu á enda um 1850 en áhrifa hennar gætti þó mun lengur og sums staðar eru tímamörkin önnur. Hér á landi er til að mynda litið svo á að rómantíska tímabilið í skáldskap standi frá 1830 ...

Nánar

Hvað er þjóðkirkja?

Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...

Nánar

Um vefinn

Vísindavefurinn Dunhaga 5, 107 Reykjavík Netfang: visindavefur[hjá]hi.is Sími: 525 4765 Ritstjóri: Jón Gunnar Þorsteinsson, bókmenntafræðingur (jongth[hjá]hi.is) Verkefnastjóri: Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir, landfræðingur (emilia[hjá]hi.is) ...

Nánar

Hvað eru hlutabréfavísitölur?

Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...

Nánar

Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?

Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...

Nánar

Hvað var vistarbandið?

Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...

Nánar

Hvað eru jónir og hvað gera þær?

Kvenkynsorðið jón (í fleirtölu jónir) er íslenska heitið á hugtakinu sem heitir á ensku og fleiri málum "ion". Þetta er samheiti yfir hlaðnar agnir, hvort sem þær hafa jákvæða eða neikvæða hleðslu. Allt efni er samsett úr atómum sem menn sjá yfirleitt fyrir sér sem kúlulaga. Þau eru samsett úr róteindum, niftei...

Nánar

Fleiri niðurstöður