Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2357 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar rithöfundur var Svava Jakobsdóttir og hver eru helstu höfundareinkenni hennar?

Í byrjun maí 1968 stóðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna fyrir kynningu á nýlegum skáldverkum eftir sex íslenska höfunda. Slíkir viðburðir voru ekki nýir af nálinni en að þessu sinni vakti athygli að allir rithöfundarnir voru konur. Ein þeirra kvenna sem stigu á stokk á kynningunni var Svava Jakobsdótti...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er ástæðan fyrir því að hér á landi er svokallað jólabókaflóð árviss viðburður? Á árunum eftir seinna stríð streymdu peningar inn í landið. Íslendingar nutu góðs af Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, stórbrotinni áætlun sem var ætlað að endurreisa Evrópu eftir hörmu...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconMannfræði

Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?

Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...

category-iconFornleifafræði

Hvar hafa leifar um víkinga varðveist?

Þegar fjallað er um leifar eftir víkinga þarf fyrst að ákveða hvað við er átt með hugtakinu víkingur. Í íslenskum miðaldaritum hefur orðið alltaf þrönga merkingu, það þýðir "sæfari, sjóræningi" og er fyrst og fremst notað um norræna menn þó að merkingin virðist ekki endilega bundin þjóðerni. "Víkingur" er með öðru...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er áróður?

Áróður (propaganda) felst í því að viljandi, ítrekað og kerfisbundið er reynt að breyta eða festa í sessi viðhorf, skoðanir og/eða hegðun hjá tilteknum hópum (mass persuasion) án þess að viðtakendur (þeir sem sjá eða heyra áróðurinn) geri sér endilega grein fyrir því eða óski þess (Jowett & O’Donnell, 1999; Taylor...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig virkar vaxtarhormón?

Vaxtarhormón manna (e. human growth hormone, HGH) myndast í heiladingli okkar alla ævi. Seyti þess nær hámarki á unglingsárunum þegar fólk tekur vaxtarkipp en fer minnkandi eftir það. Allar frumur líkamans hafa viðtaka fyrir vaxtarhormón. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumurnar og myndun prótína úr þ...

category-iconSálfræði

Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður?

Upphaflegar spurningar voru: Hvernig vitið þið að sjónin er aftan á heilanum en ekki framan á eða á hliðunum? Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Enginn hluti heilans er algjörlega órannsakaður, en ekki er þar með sagt að allt sé vitað um hann – þvert á móti! Heilinn er sérlega spennandi rannsó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?

Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hollt að borða bara hráfæði?

Til eru ýmsar skilgreiningar á hráfæði. Í þessu svari verður stuðst við skilgreiningu í pistli eftir Sollu hjá Heilsubankanum. Kjarninn í henni er þessi:Hráfæði er aðferð til að matreiða grænmeti og ávexti, hnetur og fræ, þara og spírur á fjölbreyttan hátt. Hráefnið er ekki hitað upp fyrir 47°C svo að ensím í matv...

category-iconHugvísindi

Hvað borðaði Jesús?

Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um mat Biblíunnar? Já, í öllum ritum hennar er eitthvað vikið að borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleifum og heimildum þessa tíma hefur fært o...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?

Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...

category-iconLandafræði

Er vaxandi ferðaþjónusta á Íslandi góð eða slæm fyrir landið?

Til að svara spurningunni er fyrst rétt að átta sig á hvað liggur að baki þegar rætt er um vöxt í ferðaþjónustu. Því sem oftast er haldið á lofti í umræðunni er fjöldi erlendra gesta. Þær tölur sem heyrast reglulega í fjölmiðlum byggja á talningu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, en þegar fólk sýnir vegabréfið ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er kólesteról og hvað telst hæfilegt magn þess í blóði?

Kólesteról er fituefni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir til dæmis sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsókni...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru trefjar og hvaða áhrif hafa þær á líkamann?

Trefjar eða trefjaefni í matvælum eru kolvetni sem líkaminn getur ekki melt. Flest kolvetni eru brotin niður í sykursameindir í líkamanum en ekki er hægt að gera það við trefjaefnin. Trefjaefnum er skipt í tvo meginflokka - leysanleg og óleysanleg - og eru báðir gagnlegir fyrir heilsuna. Leysanleg trefjaefni le...

Fleiri niðurstöður