Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1946 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er best að læra undir próf?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig er best að læra undir próf? Það væri gott að fá að vita í bæði tungumálagreinum og bóklegum greinum (spyrjandi: Einar Þór Stefánsson, f. 1988). Hvort er betra að byrja að læra undir próf daginn fyrir og læra allt á einum degi eða að fara rólega og taka um v...

category-iconMannfræði

Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?

Mismunandi hitastig í Afríku og á Vesturlöndum hefur að sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk klæðir sig. Hins vegar er mismunandi hitastig ekki einhlít skýring á því hvers vegna lögð er áhersla á að konur hylji brjóst sín á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku. Frekari skýringa þarf því að leita í menningu og samf...

category-iconHugvísindi

Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur?

Napóleon Bónaparte (1769-1821), keisari Frakklands, er gjarnan talinn einn mesti hersnillingur allra tíma. Þeim sem vilja fræðast nánar um ævi hans er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan? Dauði Napóleons þykir líka áhugaverður og mikið hefur verið ...

category-iconFélagsvísindi

Skilar stjórnmálaáróður árangri og hvers vegna þá?

Samkvæmt skilgreiningu á áróðri er markmið sendenda (þeirra sem standa fyrir áróðrinum) að hafa áhrif á skoðanir, viðhorf og/eða hegðun viðtakenda (þeirra sem áróðurinn beinist að). Þegar stjórnmálaáróður er skoðaður er því mikilvægt að kanna hvernig hafa megi áhrif á viðhorf fólks. Í því samhengi er orðið fortölu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig virkar vaxtarhormón?

Vaxtarhormón manna (e. human growth hormone, HGH) myndast í heiladingli okkar alla ævi. Seyti þess nær hámarki á unglingsárunum þegar fólk tekur vaxtarkipp en fer minnkandi eftir það. Allar frumur líkamans hafa viðtaka fyrir vaxtarhormón. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumurnar og myndun prótína úr þ...

category-iconHeimspeki

Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?

Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að setja sjálfstýringu í bíla?

Nú þegar er í bílum ýmiss konar sjálfvirkur búnaður sem kenna má við sjálfstýringu. Engu að síður væri tæknilega og fræðilega mögulegt að setja miklu meiri sjálfstýringar- og sjálfvirknibúnað í bíla en nú tíðkast. Jafnframt má greina skýra þróun bíla á markaði í þessa átt á undanförnum tveimur áratugum eða svo. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir sela í heiminum?

Til eru tvær ættir sela, eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Eyrnaselir greinast í tvær undirættir, loðseli (Arctocephalinae) og sæljón (Otariinae). Af eiginlegum selum eru þekktar 19 tegundir, þar af er ein úttdauð, en 16 tegundir tilheyra eyrnaselum, þar af ein útdauð. Alls eru tegundir núlifa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Robert Boyle og hvert var hans framlag til vísindanna?

Robert Boyle (1627-1691) var írskur eðlis- og efnafræðingur. Hann er oft kallaður frumkvöðull nútíma efnafræði og er þekktastur fyrir að hafa sett fram lögmál um vensl þrýstings og rúmmáls fyrir gas. Áhugi Boyles lá víðar og má til dæmis nefna að eftir hann liggja fjölmörg rit á sviði heimspeki, læknisfræði og trú...

category-iconEfnafræði

Hvað getið þið sagt mér um efnafræðinginn John Dalton og atómkenningu hans?

John Dalton (1766-1844) var enskur efnafræðingur, veðurfræðingur og eðlisfræðingur. Hann var brautryðjandi í þróun atómfræðinnar og atómhugtaksins og rannsakaði einnig litblindu. John Dalton (1766-1844). Dalton fæddist 6. september árið 1766 í Eaglesfield á Englandi. Hann ólst upp, ásamt tveimur eldri systki...

category-iconHeimspeki

Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...

category-iconHagfræði

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Pierre Bourdieu og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Pierre Bourdieu (1930-2002) er einn áhrifamesti félagsvísindamaður síðustu áratuga. Hann var af alþýðufólki kominn en lauk heimspekinámi frá elítuháskóla í París og hóf síðan að vinna að félagsfræðilegum rannsóknum. Hann fékkst frá upphafi við viðamiklar empírískar rannsóknir, bæði eigindlegar og megindlegar, en þ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?

Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ég sá í textavarpinu þann 29. maí að í næstu viku færi Venus fyrir sól miðað við jörð, líkt og um sólmyrkva væri að ræða. Hvaða fyrirbæri er hér á ferðinni?

Hér er um þvergöngu Venusar að ræða. Þverganga nefnist það þegar reikistjarna gengur þvert fyrir sólina frá jörðu séð. Slíkir atburðir eru frekar sjaldgæfir en þannig gengur Venus fyrir sólina á 105,5 eða 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sól árið 2004 og sást sú þverg...

Fleiri niðurstöður