Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1698 svör fundust
Er það rétt að kvikan sem kom upp við Fagradalsfjall 2021 sé ólík annarri kviku á Reykjanesskaga?
Í stuttu máli: 2021-hraunin við Fagradalsfjall eru við fyrstu sýn venjulegt basalt en reynast við nánari skoðun að ýmsu leyti frábrugðin flestum öðrum hraunum á Reykjanesskaga. 1. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði...
Hafa nútímalæknavísindi gert okkur ónæm fyrir lögmálum Darwins?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa nútímalæknavísindi gert okkur ónæm fyrir lögmálum þróunarkenningar Darwins um að sá hæfasti lifir? Í dag lifa margir sem hefðu dáið af náttúrulegum sökum áður. Til að svara spurningunni þurfum við að kynna nokkrar staðreyndir. Sú fyrsta er náttúrulegt val sem er, ásamt hug...
Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?
Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...
Hvað var vísindabyltingin?
Vísindabyltingin skín skærar en nokkuð annað frá tilkomu kristni. Í samanburði við hana eru endurreisnin og siðaskiptin lítið annað en vörður á leið kristninnar á miðöldum. - Herbert Butterfield1Í sögu vísinda hafa orðið margar byltingar. Þegar vísað er til vísindabyltingarinnar með ákveðnum greini er yfirleitt át...
Getið þið sagt mér allt um gaupur?
Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...
Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...
Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?
Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út ...
Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?
Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...
Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?
Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...
Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?
Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...
Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?
Þegar veiran SARS-CoV-2 fjölgar sér og breiðist út safnast upp stökkbreytingar í erfðaefni hennar. Hver veira á aðeins einn forföður, en einn smitandi einstaklingur getur smitað engan, einn eða fleiri manns. Með því að raðgreina erfðaefni úr sýni tiltekins einstaklings er hægt að finna út hvaða grein ættartrésins ...
Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?
Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...
Hvar finnast ófleygir fuglar helst og getið þið nefnt nokkrar tegundir þeirra?
Einnig var spurt:Hvernig stendur á því að sumir fuglar þróuðust þannig að þeir urðu ófleygir? Þekktar eru um 60 tegundir fugla sem teljast ófleygar og auk þess er vitað um að minnsta kosti 150 útdauðar tegundir ófleygra fugla. Ófleygir fuglar finnast gjarnan á afskekktum eyjum þar sem lítið er um afræningja og ...
Af hverju telja vísindamenn að hægt sé að búa til bóluefni við COVID-19 þegar enn hefur ekki tekist að gera bóluefni við HIV?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn og aðrir sig geta búið til bóluefni fyrir COVID-19 sem er veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund til mannskepnunnar, á svo stuttum tíma þegar það er ekki til bóluefni fyrir HIV sem er einnig veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund ti...
Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?
Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...