Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7650 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?

Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?

Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp stafrófið?

Stafrófið var ekki fundið upp í heilu lagi, heldur þróaðist það á mörgum öldum úr eldri gerðum skriftar. Eins og hellamálverk eru til vitnisburðar um, er hæfileiki manna til að teikna og mála myndir mörg þúsund ára gamall. Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, vi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?

Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og...

category-iconLögfræði

Geta kjósendur gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli?

Í 48. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum. Af þeim sökum getur hvorki ríkisstjórn né aðrir handhafar framkvæmdarvalds gefið þingmönnum bindandi fyrirmæli um hvernig þeir skuli haga störfum sínum. Þingmenn er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að breyta loftþrýstingseiningunni hPa yfir í cm vatns?

Þrýstingur (e. pressure) er skilgreindur sem kraftur á flatareiningu, það er newton á fermetra, og er hann táknaður með bókstafnum p. Auðvelt er að reikna þrýsting á ákveðnu dýpi h í vökva eða gasi með tiltekinn eðlismassa ρ (ρ er gríski bókstafurinn "hró" eða "ró" og SI-einingin fyrir eðlismassa er kg/m...

category-iconLandafræði

Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...

category-iconEfnafræði

Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?

Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Halló, hæ og sæll — hafa þessar upphrópanir verið notaðar lengi eða er þetta nýlegt í málinu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu. Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirna...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af? Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendi...

category-iconLæknisfræði

Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?

Hér er einnig að finna svör við spurningu Berglindar Kristinsdóttur, Í hvaða matvælum finnst smitefnið sem veldur kúariðu og spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?Á undanförnum árum og áratugum hafa greinst sérkennilegir smitandi hrörnunarsjúkdómar í miðtaugaker...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?

Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...

category-iconStærðfræði

Af hverju margföldum við stundum í kross þegar við leysum jöfnur með brotum í stað þess að finna samnefnara og lengja með honum?

Fyrst er rétt að gera grein fyrir tveimur hugtökum sem koma fyrir í spurningunni: Samnefnari tveggja eða fleiri brota er tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í. Ef við höfum til dæmis brotin $\frac7{9}$ og $\frac5{12}$, þá er talan $36$ samnefnari þeirra, því báðir nefnararnir $9$ og $12$ ganga upp í han...

Fleiri niðurstöður