Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7064 svör fundust
Er hægt að finna svar við öllu milli himins og jarðar?
Að sjálfsögðu er hægt að finna svar við öllu á milli himins og jarðar. Ef einhver spyr til að mynda hvernig sólin sé á litinn er hægt að gefa mörg svör, til að mynda "sólin er gul", "sólin er græn", "sólin hefur ekki lit heldur eru litir einungis til í huga skynjandans" eða jafnvel bara "42" (en 42 var samkvæmt bó...
Hvað er tilvistarstefna?
Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''. Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimst...
Hverjar eru allar tegundir naggrísa?
Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýra- og flokkunarfræðinga um hvernig eigi að flokka naggrísi. Almennt ríkir sátt um að naggrísir séu flokkaðir í naggrísaætt (Caviidae) og því næst í tvær undirættir, eiginlega naggrísi (Caviinae) og mörur (Dolichotinae). Eiginlegir naggrísir greinast síðan í 4 ættkvíslir,...
Hversu oft slær hjartað á mínútu?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hvað er hjartað stórt? Slær hjartað öðuvísi þegar maður sefur heldur en þegar maður er vakandi og slakar alveg á? Hver er eðlilegur hjartsláttur á mínútu og hver er hentugur hjartsláttur við æfingar ef maður vill léttast? Hjartað er vöðvi sem sér um að dæla blóði u...
Af hverju kúkar fólk?
Fólk kúkar eða hefur hægðir vegna þess að líkaminn getur ekki nýtt öll efnin sem eru í fæðunni og verður því að losa sig við þau. Því má líta á þetta sem lokastig meltingar. Þegar fæðumauk hefur verið í ristlinum í þrjá til tíu klukkutíma er það orðið að föstu eða hálfföstu efni vegna upptöku vatns úr maukinu. ...
Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?
Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...
Hvernig varð sólkerfið til?
Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upp...
Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?
Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...
Hver var Geronimo?
Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...
Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?
Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (...
Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?
Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...
Hvað eru rauntölur?
Við höfum áður fjallað nokkuð um tölur á Vísindavefnum og bendum lesendum á að kynna sér sérstaklega svör við spurningunum Hvað eru náttúrlegar tölur? og Hvað eru heilar og ræðar tölur? Allt frá tímum Forngrikkja þekktu menn að þó ræðu tölurnar dugi til flestra verka, þá eru einnig til aðrar tölur. Í kringum 50...
Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?
Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...
Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?
Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann. Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. ...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...