Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig varð sólkerfið til?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upphafi svolítinn snúning og hann magnaðist þegar það dróst saman, svipað og þegar skautadansari snýst hraðar um leið og hann dregur að sér hendurnar. Snúningurinn eða hverfiþunginn hefði ekki getað varðveist ef allt efnið hefði endað í sólinni, og þess vegna urðu reikistjörnurnar til.

Skýið hitnaði þegar sólin fór að gefa frá sér orku, mest innst en minna þegar utar dró. Efni með hátt bræðslumark voru á föstu formi innarlega í skýinu og mynduðu fyrst steina en síðan smám saman stærri og stærri efnisklumpa þar til innri reikistjörnurnar, Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars urðu til að lokum.

Utar í sólkerfinu voru efni með lægra bræðslumark líka á föstu formi. Þar var því talsvert meira af efni og ytri reikistjörnurnar, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, urðu því miklu stærri en þær innri. Við innri reikistjörnu eins og Merkúríus verður efni í gasham mjög heitt og getur því ekki haldist við yfirborð hnattarins; það "rýkur" burt eins og við segjum. Við yfirborð ytri reikistjarna er hins vegar kalt og þær geta því haldið að sér mjög verulegum gashjúp.


Stílfærð mynd sem sýnir brautarsléttu reikistjarnanna.

Athyglisvert er að brautir reikistjarnanna eru allar með sömu umferðarstefnu og í næstum sömu sléttu í stað þess að dreifast til dæmis jafnt um kúlu með miðju í sól. Þetta er eins og ef sólin væri á miðju borðstofuborðinu heima hjá okkur og þá væru reikistjörnurnar allar á ferð eftir borðinu með sömu umferðarstefnu, í stað þess að ein færi eftir lóðréttum hring eða sporbaug í stefnuna norður-suður, önnur eftir hring í stefnuna austur-vestur, sumar eftir hallandi hringjum og svo framvegis. En þegar reikistjörnurnar eru allar í sömu sléttu (borðinu) með sömu umferðarstefnu leggst umferðarsnúningur þeirra saman og þær hjálpast allar að til að varðveita hverfiþungann sem gasskýið hafði í upphafi. Þessi regla í umferðunum er því ekki tilviljun.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Ellen, Sara, Magnús

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig varð sólkerfið til?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7097.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2008, 22. febrúar). Hvernig varð sólkerfið til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7097

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig varð sólkerfið til?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7097>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð sólkerfið til?
Sólkerfið fór að mótast fyrir um það bil 5000 milljón árum úr gríðarmiklu gas- og rykskýi. Skýið varð fyrir truflun og byrjaði að falla saman. Þrýstingur í miðju þess jókst þar til hann dugði til þess að svokallaður kjarnasamruni hæfist en hann er enn að gerast í sólinni og gefur henni orku sína. Skýið hafði í upphafi svolítinn snúning og hann magnaðist þegar það dróst saman, svipað og þegar skautadansari snýst hraðar um leið og hann dregur að sér hendurnar. Snúningurinn eða hverfiþunginn hefði ekki getað varðveist ef allt efnið hefði endað í sólinni, og þess vegna urðu reikistjörnurnar til.

Skýið hitnaði þegar sólin fór að gefa frá sér orku, mest innst en minna þegar utar dró. Efni með hátt bræðslumark voru á föstu formi innarlega í skýinu og mynduðu fyrst steina en síðan smám saman stærri og stærri efnisklumpa þar til innri reikistjörnurnar, Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars urðu til að lokum.

Utar í sólkerfinu voru efni með lægra bræðslumark líka á föstu formi. Þar var því talsvert meira af efni og ytri reikistjörnurnar, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, urðu því miklu stærri en þær innri. Við innri reikistjörnu eins og Merkúríus verður efni í gasham mjög heitt og getur því ekki haldist við yfirborð hnattarins; það "rýkur" burt eins og við segjum. Við yfirborð ytri reikistjarna er hins vegar kalt og þær geta því haldið að sér mjög verulegum gashjúp.


Stílfærð mynd sem sýnir brautarsléttu reikistjarnanna.

Athyglisvert er að brautir reikistjarnanna eru allar með sömu umferðarstefnu og í næstum sömu sléttu í stað þess að dreifast til dæmis jafnt um kúlu með miðju í sól. Þetta er eins og ef sólin væri á miðju borðstofuborðinu heima hjá okkur og þá væru reikistjörnurnar allar á ferð eftir borðinu með sömu umferðarstefnu, í stað þess að ein færi eftir lóðréttum hring eða sporbaug í stefnuna norður-suður, önnur eftir hring í stefnuna austur-vestur, sumar eftir hallandi hringjum og svo framvegis. En þegar reikistjörnurnar eru allar í sömu sléttu (borðinu) með sömu umferðarstefnu leggst umferðarsnúningur þeirra saman og þær hjálpast allar að til að varðveita hverfiþungann sem gasskýið hafði í upphafi. Þessi regla í umferðunum er því ekki tilviljun.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....