Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?

Jón Már Halldórsson

Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pelecanidae).Skónefurinn þykir vera afar forn í útliti.

Skónefur lifir á afar óaðgengilegum votlendis- og fenjasvæðum í mið- og austurhluta Afríku. Mest er um hann á víðlendum votlendissvæðum í Suður-Súdan en hann er einnig algengur í Tansaníu og nær útbreiðsla hans jafnvel allt suður til nyrstu svæða Zambíu. Undirritaður sá honum einnig bregða fyrir í Chobe-verndarsvæðinu nyrst í Botsvana. Það má þó ætla að hann sé sjaldséður gestur sunnan við útbreiðslusvæði sitt og verpi þar ekki.

Skónefur er stór fugl, um 120 cm á hæð. Fullorðnir fuglar eru frá 5,5 til 5,8 kg og hafa rúmlega 230 cm vænghaf. Þess má geta að stærsta vænghaf íslensks fugls hefur haförninn (Haliaeetus albicilla), um 250 cm. Goggurinn á skónefnum er afar mikilfenglegur, hann er um 20 cm á lengd og næstum því jafn breiður þar sem hann er mestur um sig. Skónefurinn er því sennilega með stærstan gogg allra núlifandi fugla.Skónefurinn er stór fugl með 230 cm vænghaf.

Skónefur var lengi vel óþekktur evrópskum fuglafræðingum en var vissulega vel þekktur af heimamönnum og arabískum kaupmönnum sem áttu lengi í viðskiptum við þjóðir í Súdan og Tansaníu. Arabar nefndu þennan fugl Abu markub eða föður skósins. Þetta heiti vísar til lögunar goggsins og hefur þessi nafngift hans borist að einhverju leiti í evrópsk mál þar sem hann er kallaður shoebill á ensku, sem á íslensku mætti útleggjast sem skógoggur.

Lögun goggsins virðist vera til komin við aðlögun að veiðum í gruggugu vatni, en helsta fæða skónefsins eru ýmsar tegundir fenjafiska svo sem lungnafiskar en einnig veiðir hann froska. Hann stendur þá tímunum saman hreyfingarlaus í miðju vatninu og bíður eftir að bráðin gefur færi á sér. Þegar það svo gerist er hann snöggur til og hremmir fiskinn og kokgleypir í heilu lagi líkt og pelíkani. Enn er lítið vitað um atferli þessara fugla en þó er þekkt að skónefurinn er einkvænisfugl og afar trygglyndur maka sínum. Parið gerir sér yfirleitt hreiður í fenjagróðri í þar til gerðum fleka sem flýtur á vatninu. Þar verpir kvenfuglinn tveimur eggjum.

Heildarstofnstærð tegundarinnar er um 5 til 8 þúsund einstaklingar og eru stærstu stofnarnir í hinum víðlendu Sudd fenjasvæðum í Suður-Súdan. Alþjóða fugla-verndarsamtökin Birdlife Inter-national skilgreina fuglinn sem viðkvæman (e. vulnerable) gagnvart frekari hnignun. Þrátt fyrir að tegundin sé á víðlendu svæði í álfunni eru staðbundnir stofnar afar smáir. Í áðurnefndum Sudd fenja-svæðum er stærsti stofninn með rúmlega 5 þúsund einstaklinga en á votlendissvæðum í austurhluta Tansaníu telur stofninn aðeins á bilinu 200 – 500 einstaklinga. Rannsóknir frá 1997 sýndu að stofninn þá var um 12.000 til 15.000 fuglar þannig að greinilegt er að veruleg hnignun hefur átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma. Litlar upplýsingar eru þó til um þróun tegundarinnar undanfarna áratugi en talið er að helsta orsök þessarar hnignunar sé framræsing og röskun á votlendi og óhóflegar veiðar á sumum svæðum. Þar sem skónefurinn er frekar sérhæfður í lifnaðarháttum er hann afar viðkvæmur fyrir slíku raski.

Fyrir áhugasama sem eiga leið til Afríku getur því miður reynst afar erfitt að sjá skónefinn í sínu náttúrulega umhverfi þar sem hann heldur til á ógreiðfærum fenjasvæðum. Það er þó einn staður sem er nokkuð aðgengilegur og sennilega besti staðurinn í Afríku til að sjá skónefinn. Þetta er í Mbamba fenjunum í Úganda, spölkorn frá Entebbe alþjóðaflugvellinum, en þar halda til nokkur pör.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons

Heimildir:
  • Elliott, A.. 1992. Family Balaenicipitidae (Shoebill). Ritstj. del Hoyo, J., Elliott, A., & Sargatal, J. Handbook of the Birds of the World. Vol. 1. Lynx Edicions, Barcelona.
  • Sibley, C. G., and B. L. Monroe, Jr. 1990. Distribution and Taxonomy of Birds of the World. Yale University Press, New Haven, CT.
  • BirdLife International. 2006. Threatened Birds of the World 2006.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.5.2008

Spyrjandi

Anna Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31565.

Jón Már Halldórsson. (2008, 15. maí). Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31565

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31565>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?
Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pelecanidae).Skónefurinn þykir vera afar forn í útliti.

Skónefur lifir á afar óaðgengilegum votlendis- og fenjasvæðum í mið- og austurhluta Afríku. Mest er um hann á víðlendum votlendissvæðum í Suður-Súdan en hann er einnig algengur í Tansaníu og nær útbreiðsla hans jafnvel allt suður til nyrstu svæða Zambíu. Undirritaður sá honum einnig bregða fyrir í Chobe-verndarsvæðinu nyrst í Botsvana. Það má þó ætla að hann sé sjaldséður gestur sunnan við útbreiðslusvæði sitt og verpi þar ekki.

Skónefur er stór fugl, um 120 cm á hæð. Fullorðnir fuglar eru frá 5,5 til 5,8 kg og hafa rúmlega 230 cm vænghaf. Þess má geta að stærsta vænghaf íslensks fugls hefur haförninn (Haliaeetus albicilla), um 250 cm. Goggurinn á skónefnum er afar mikilfenglegur, hann er um 20 cm á lengd og næstum því jafn breiður þar sem hann er mestur um sig. Skónefurinn er því sennilega með stærstan gogg allra núlifandi fugla.Skónefurinn er stór fugl með 230 cm vænghaf.

Skónefur var lengi vel óþekktur evrópskum fuglafræðingum en var vissulega vel þekktur af heimamönnum og arabískum kaupmönnum sem áttu lengi í viðskiptum við þjóðir í Súdan og Tansaníu. Arabar nefndu þennan fugl Abu markub eða föður skósins. Þetta heiti vísar til lögunar goggsins og hefur þessi nafngift hans borist að einhverju leiti í evrópsk mál þar sem hann er kallaður shoebill á ensku, sem á íslensku mætti útleggjast sem skógoggur.

Lögun goggsins virðist vera til komin við aðlögun að veiðum í gruggugu vatni, en helsta fæða skónefsins eru ýmsar tegundir fenjafiska svo sem lungnafiskar en einnig veiðir hann froska. Hann stendur þá tímunum saman hreyfingarlaus í miðju vatninu og bíður eftir að bráðin gefur færi á sér. Þegar það svo gerist er hann snöggur til og hremmir fiskinn og kokgleypir í heilu lagi líkt og pelíkani. Enn er lítið vitað um atferli þessara fugla en þó er þekkt að skónefurinn er einkvænisfugl og afar trygglyndur maka sínum. Parið gerir sér yfirleitt hreiður í fenjagróðri í þar til gerðum fleka sem flýtur á vatninu. Þar verpir kvenfuglinn tveimur eggjum.

Heildarstofnstærð tegundarinnar er um 5 til 8 þúsund einstaklingar og eru stærstu stofnarnir í hinum víðlendu Sudd fenjasvæðum í Suður-Súdan. Alþjóða fugla-verndarsamtökin Birdlife Inter-national skilgreina fuglinn sem viðkvæman (e. vulnerable) gagnvart frekari hnignun. Þrátt fyrir að tegundin sé á víðlendu svæði í álfunni eru staðbundnir stofnar afar smáir. Í áðurnefndum Sudd fenja-svæðum er stærsti stofninn með rúmlega 5 þúsund einstaklinga en á votlendissvæðum í austurhluta Tansaníu telur stofninn aðeins á bilinu 200 – 500 einstaklinga. Rannsóknir frá 1997 sýndu að stofninn þá var um 12.000 til 15.000 fuglar þannig að greinilegt er að veruleg hnignun hefur átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma. Litlar upplýsingar eru þó til um þróun tegundarinnar undanfarna áratugi en talið er að helsta orsök þessarar hnignunar sé framræsing og röskun á votlendi og óhóflegar veiðar á sumum svæðum. Þar sem skónefurinn er frekar sérhæfður í lifnaðarháttum er hann afar viðkvæmur fyrir slíku raski.

Fyrir áhugasama sem eiga leið til Afríku getur því miður reynst afar erfitt að sjá skónefinn í sínu náttúrulega umhverfi þar sem hann heldur til á ógreiðfærum fenjasvæðum. Það er þó einn staður sem er nokkuð aðgengilegur og sennilega besti staðurinn í Afríku til að sjá skónefinn. Þetta er í Mbamba fenjunum í Úganda, spölkorn frá Entebbe alþjóðaflugvellinum, en þar halda til nokkur pör.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons

Heimildir:
  • Elliott, A.. 1992. Family Balaenicipitidae (Shoebill). Ritstj. del Hoyo, J., Elliott, A., & Sargatal, J. Handbook of the Birds of the World. Vol. 1. Lynx Edicions, Barcelona.
  • Sibley, C. G., and B. L. Monroe, Jr. 1990. Distribution and Taxonomy of Birds of the World. Yale University Press, New Haven, CT.
  • BirdLife International. 2006. Threatened Birds of the World 2006.
...