Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2581 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er einkirningasótt?

Einkirningasótt eða eitlasótt (einnig nefnd kossasótt, mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Íslenska orðið kirningur er dregið af orðinu kjarni (e. nucleus) og heitið á sýkingunni er því bein þýðing á latneska hugtakinu, þar sem mono stendur fyrir 'ein'. Sýkingin leggst einkum...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?

Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi. Brjóskkyrkingur e...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Vilhjálmur Tell?

Vilhjálmur Tell (á þýsku Wilhelm Tell, frönsku Guillaume Tell, ítölsku Guglielmo Tell og ensku William Tell) er nafn alþýðuhetju sem kemur fyrir í svissneskum frásögnum. Að sögn gegndi Tell hlutverki í tilurð Sambandsríkisins Sviss snemma á 14. öld, forvera nútímaríkisins Sviss. Stytta í bænum Altdorf í Sviss þ...

category-iconLæknisfræði

Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?

Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er launamunur kynjanna í Sviss?

Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lít...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju fljóta hlutir?

Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?

Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?

Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...

category-iconHagfræði

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?

Arður er útborgun hagnaðar til eiganda félags eftir að allur kostnaður þar með talinn launakostnaður hefur verið dreginn frá tekjum þess. Almennt er miðað við að laun séu ákveðin samkvæmt kjarasamningum eða með öðrum samningum milli innbyrðis óháðra aðila. Þegar svo háttar að sá sem ræður félagi er jafnframt starf...

category-iconEfnafræði

Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?

Xenon hefur sætistöluna 54 í lotukerfinu og er eðallofttegund. Það var uppgötvað af bresku efnafræðingunum Sir William Ramsay (1852-1916) og Morris Travers (1872-1961). Ramsay átt þátt í uppgötvun eðallofttegundarinnar argons árið 1894, ásamt eðlisfræðingnum William Rayleigh. Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er uppruni grænukorna í heilkjarnafrumum?

Grænukorn eru aðsetur ljóstillífunar í plöntum og því afar mikilvæg frumulíffæri. Ljóstillífun er ákaflega áhrifaríkt efnahvarf þar sem orka sólar er bundin í lífkerfi og súrefni (O2) skilað út í andrúmsloftið og er þar með undirstaða lífs eins og við þekkjum það hér á jörðinni. Hjá öllum lífverum sem framleiða...

category-iconEfnafræði

Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?

Helstu framleiðslulönd lífetanóls (e. bioethanol) árið 2009 eru gefin í töflunni fyrir neðan. Bandaríkin og Brasilía eru í sérflokki hvað framleiðslumagn snertir. Hráefnin fyrir framleiðsluna eru fyrst og fremst korn (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía). Land/ ríkjasambandEtanólframleiðsla árið 2009 (milljóni...

category-iconHugvísindi

Er hægt að vera með skófíkn?

Hugtakið fíkn (e. addiction) er notað í lýðheilsu- og geðlæknisfræðum yfir áráttuhegðun sem fólk hefur ekki vald yfir. Í þeim skilningi er hæpið að tala um skófíkn sem oftast vísar ekki til alvarlegra ástands en þess að hafa gaman af tísku og fallegum fötum. Hins vegar leika skór stórt hlutverk í neyslumenningu s...

Fleiri niðurstöður