Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?

EDS

Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa.

Fjallað er um svartadauða í svari Haraldar Briem við spurningunni Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum? Þar kemur fram að svartidauði sé smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Yersinia pestis. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta.

Svartidauði var mikil plága bæði á Íslandi og annars staðar. Sjúkdómnum hefur ekki verið útrýmt og er merki hans enn að finna í Asíu, Afríku og Ameríku.

Það er einkum lungnapestin og blóðsýking sem bakterían veldur sem dregur nánast alla sýkta menn til dauða ef meðferð verður ekki komið við. Eiturefni bakteríunnar getur valdið röskun á storkukerfi blóðsins og æðaskemmdum sem leiðir til húðblæðinga og dreps. Má ætla að nafngiftin svartidauði sé dregin af þessu ástandi.

Svartidauði kom til Íslands tvisvar á 15. öld, það er að segja árin 1402 og 1495. Í bæði skiptin voru afleiðingarnar skelfilegar og er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið í plágunum.

Lakagígar.

Skaftáreldar í Lakagígum voru eitt mesta eldgos sem orðið hefur í sögu manna á jörðinni. Gosið stóð frá júní 1783 fram í febrúar 1784 og leiddi miklar hörmungar yfir þjóðina. Aska og eiturefni bárust um allt land og skildu eftir sig sviðna jörð, gras visnaði og heyfengur brást. Skepnur féllu bæði úr hor og vegna flúoreitrunar, og er talið að sauðfé hafi fækkað um 75%. Ekki bætti úr skák að fram á haustið 1785 ríkti samfelld ótíð, kuldi og úrkoma, miklir jarðskjálftar gengu yfir Suðurland í ágúst 1784 og seint árið 1785 barst bólusótt til landsins. Enda fór svo að landsmönnum fækkað um rúmlega 10.000 manns á fjögurra ára tímabili, úr 48.800 árið 1783 í 38.500 árið 1787.

Heimild og myndir:
  • Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. 1989. Íslenskur söguatlas. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
  • Black Death Facts. Sótt 26. 4. 2012.
  • jnemec.com. Sótt 26. 4. 2012.

Höfundur

Útgáfudagur

16.5.2012

Spyrjandi

Natalia Ýr Wróblewska, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2012, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62417.

EDS. (2012, 16. maí). Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62417

EDS. „Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2012. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?
Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa.

Fjallað er um svartadauða í svari Haraldar Briem við spurningunni Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum? Þar kemur fram að svartidauði sé smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Yersinia pestis. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta.

Svartidauði var mikil plága bæði á Íslandi og annars staðar. Sjúkdómnum hefur ekki verið útrýmt og er merki hans enn að finna í Asíu, Afríku og Ameríku.

Það er einkum lungnapestin og blóðsýking sem bakterían veldur sem dregur nánast alla sýkta menn til dauða ef meðferð verður ekki komið við. Eiturefni bakteríunnar getur valdið röskun á storkukerfi blóðsins og æðaskemmdum sem leiðir til húðblæðinga og dreps. Má ætla að nafngiftin svartidauði sé dregin af þessu ástandi.

Svartidauði kom til Íslands tvisvar á 15. öld, það er að segja árin 1402 og 1495. Í bæði skiptin voru afleiðingarnar skelfilegar og er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið í plágunum.

Lakagígar.

Skaftáreldar í Lakagígum voru eitt mesta eldgos sem orðið hefur í sögu manna á jörðinni. Gosið stóð frá júní 1783 fram í febrúar 1784 og leiddi miklar hörmungar yfir þjóðina. Aska og eiturefni bárust um allt land og skildu eftir sig sviðna jörð, gras visnaði og heyfengur brást. Skepnur féllu bæði úr hor og vegna flúoreitrunar, og er talið að sauðfé hafi fækkað um 75%. Ekki bætti úr skák að fram á haustið 1785 ríkti samfelld ótíð, kuldi og úrkoma, miklir jarðskjálftar gengu yfir Suðurland í ágúst 1784 og seint árið 1785 barst bólusótt til landsins. Enda fór svo að landsmönnum fækkað um rúmlega 10.000 manns á fjögurra ára tímabili, úr 48.800 árið 1783 í 38.500 árið 1787.

Heimild og myndir:
  • Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. 1989. Íslenskur söguatlas. Reykjavík, Almenna bókafélagið.
  • Black Death Facts. Sótt 26. 4. 2012.
  • jnemec.com. Sótt 26. 4. 2012.
...