Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hver var Vilhjálmur Tell?

Mikael Ásgeirsson, Sólon Nói Sindrason, Sæmundur Guðmundsson og EAH

Vilhjálmur Tell (á þýsku Wilhelm Tell, frönsku Guillaume Tell, ítölsku Guglielmo Tell og ensku William Tell) er nafn alþýðuhetju sem kemur fyrir í svissneskum frásögnum. Að sögn gegndi Tell hlutverki í tilurð Sambandsríkisins Sviss snemma á 14. öld, forvera nútímaríkisins Sviss.

Stytta í bænum Altdorf í Sviss þar sem Vilhjálmur Tell ku hafa skotið epli af höfði sonar síns.

Goðsögnin segir að Tell hafi komið frá Bürglen í Uri, sem nú er svissnesk kantóna, og þótti hann bæði sérstaklega sterkur og leikinn með lásboga. Í Altdorf, bæ sem einnig er í Uri, segir sagan að nýskipaður hafi verið fógeti að nafni Albrecht Gessler og hafi hann verið af hinni aðsópsmiklu (og raunverulegu) Habsborgarætt.

Tell og ungur sonur hans áttu leið um Altdorf og gengu fram á torg nokkuð. Fógetinn var bæði hégómlegur og grimmur og hafði hengt hatt sinn á torgið með þeirri skipun að allir sem leið ættu hjá skyldu hneigja sig fyrir hattinum. Þetta neitaði Tell að gera og hann og sonur hans voru báðir teknir höndum. Fógetinn fyrirskipaði líflát beggja en með orðspor Tell í huga bauð fógetinn honum tækifæri til aflausnar: Tækist Tell að skjóta epli af höfði sonar síns með lásboga fengju báðir að ganga lausir. Tell tók tvær örvar úr örvamæli sínum, lagði aðra á strenginn og klauf eplið. Fógetinn spurði þá hvers vegna hann hafði tekið tvær örvar og Tell svaraði því til að hin örin hafði verið handa honum hefði hann ekki hitt. Fógetinn reiddist ögruninni og dæmdi hann til ævilangrar vistar í dýflissu.

Tell var færður í bönd og settur um borð í skip sem stefnt var til kastala fógetans, í Zug (nú í Sviss). Á leiðinni var hann þó leystur úr böndum svo hann gæti af sínum alþekkta þrótti aðstoðað við að koma skipinu heilu gegnum óveður. Laus banda stökk hann fyrir borð og hljóp rakleiðis að kastalanum þar sem hann veitti fógetanum banaskot með síðari örinni. Þetta verk hvatti alþýðuna til uppreisnar, þar sem Tell vann enn frekari hetjudáðir, og mun hafa leitt til stofnunar Ríkjasambandsins Sviss.

Þessi útgáfa sögunnar kemur fyrir í annál Aegidius Tschudi af Sviss um miðja 16. öld en elstu þekktu heimildir um Tell eru frá ofanverðri 15. öld. Það má deila um hvort Vihjálmur Tell og fógetinn hafi í raun verið til, þar sem heimildir um hann eru fáar og hann minnir um margt á ýmsar persónur í öðrum þjóðsögum germanskra manna. Til að mynda segir Jórvíkinga saga frá fjónsku hetjunni Pálna-Tóka, sem í skiptum sínum við Harald blátönn var neyddur til að skjóta epli af höfði sonar síns og í Þiðreks sögu segir frá þar sem Níðaður Svíakonungur setur Egil nokkurn í sömu stöðu.

Friedrich Schiller (1759-1805) samdi á árunum 1803-1804 leikrit um hetjudáðir Vilhjálms Tell, sem jók frægð sögunnar til muna. Með leikritið að grunni samdi Gioachino Rossini (1792-1868) óperu sína, Guillaume Tell, en forspil hennar gæti hljómað mörgum kunnuglega:

This text will be replaced

Árið 2006 sýndi könnun að tæp 40% Svisslendinga hefðu trú á sögulegri tilvist hetjunnar en hann á að minnsta kosti drjúgan sess í svissneskri þjóðarvitund. Það er ekki síst fyrir leikrit Schiller, sem færði Svisslendingum sameiningartákn í þeirri óreiðu sem Napóleon olli á ríkjaskipan Evrópu upp úr 1800.

Heimildir

Mynd og tóndæmi:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

27.6.2012

Spyrjandi

Héðinn Árnason

Tilvísun

Mikael Ásgeirsson, Sólon Nói Sindrason, Sæmundur Guðmundsson og EAH. „Hver var Vilhjálmur Tell?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2012. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12486.

Mikael Ásgeirsson, Sólon Nói Sindrason, Sæmundur Guðmundsson og EAH. (2012, 27. júní). Hver var Vilhjálmur Tell? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12486

Mikael Ásgeirsson, Sólon Nói Sindrason, Sæmundur Guðmundsson og EAH. „Hver var Vilhjálmur Tell?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2012. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12486>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Vilhjálmur Tell?
Vilhjálmur Tell (á þýsku Wilhelm Tell, frönsku Guillaume Tell, ítölsku Guglielmo Tell og ensku William Tell) er nafn alþýðuhetju sem kemur fyrir í svissneskum frásögnum. Að sögn gegndi Tell hlutverki í tilurð Sambandsríkisins Sviss snemma á 14. öld, forvera nútímaríkisins Sviss.

Stytta í bænum Altdorf í Sviss þar sem Vilhjálmur Tell ku hafa skotið epli af höfði sonar síns.

Goðsögnin segir að Tell hafi komið frá Bürglen í Uri, sem nú er svissnesk kantóna, og þótti hann bæði sérstaklega sterkur og leikinn með lásboga. Í Altdorf, bæ sem einnig er í Uri, segir sagan að nýskipaður hafi verið fógeti að nafni Albrecht Gessler og hafi hann verið af hinni aðsópsmiklu (og raunverulegu) Habsborgarætt.

Tell og ungur sonur hans áttu leið um Altdorf og gengu fram á torg nokkuð. Fógetinn var bæði hégómlegur og grimmur og hafði hengt hatt sinn á torgið með þeirri skipun að allir sem leið ættu hjá skyldu hneigja sig fyrir hattinum. Þetta neitaði Tell að gera og hann og sonur hans voru báðir teknir höndum. Fógetinn fyrirskipaði líflát beggja en með orðspor Tell í huga bauð fógetinn honum tækifæri til aflausnar: Tækist Tell að skjóta epli af höfði sonar síns með lásboga fengju báðir að ganga lausir. Tell tók tvær örvar úr örvamæli sínum, lagði aðra á strenginn og klauf eplið. Fógetinn spurði þá hvers vegna hann hafði tekið tvær örvar og Tell svaraði því til að hin örin hafði verið handa honum hefði hann ekki hitt. Fógetinn reiddist ögruninni og dæmdi hann til ævilangrar vistar í dýflissu.

Tell var færður í bönd og settur um borð í skip sem stefnt var til kastala fógetans, í Zug (nú í Sviss). Á leiðinni var hann þó leystur úr böndum svo hann gæti af sínum alþekkta þrótti aðstoðað við að koma skipinu heilu gegnum óveður. Laus banda stökk hann fyrir borð og hljóp rakleiðis að kastalanum þar sem hann veitti fógetanum banaskot með síðari örinni. Þetta verk hvatti alþýðuna til uppreisnar, þar sem Tell vann enn frekari hetjudáðir, og mun hafa leitt til stofnunar Ríkjasambandsins Sviss.

Þessi útgáfa sögunnar kemur fyrir í annál Aegidius Tschudi af Sviss um miðja 16. öld en elstu þekktu heimildir um Tell eru frá ofanverðri 15. öld. Það má deila um hvort Vihjálmur Tell og fógetinn hafi í raun verið til, þar sem heimildir um hann eru fáar og hann minnir um margt á ýmsar persónur í öðrum þjóðsögum germanskra manna. Til að mynda segir Jórvíkinga saga frá fjónsku hetjunni Pálna-Tóka, sem í skiptum sínum við Harald blátönn var neyddur til að skjóta epli af höfði sonar síns og í Þiðreks sögu segir frá þar sem Níðaður Svíakonungur setur Egil nokkurn í sömu stöðu.

Friedrich Schiller (1759-1805) samdi á árunum 1803-1804 leikrit um hetjudáðir Vilhjálms Tell, sem jók frægð sögunnar til muna. Með leikritið að grunni samdi Gioachino Rossini (1792-1868) óperu sína, Guillaume Tell, en forspil hennar gæti hljómað mörgum kunnuglega:

This text will be replaced

Árið 2006 sýndi könnun að tæp 40% Svisslendinga hefðu trú á sögulegri tilvist hetjunnar en hann á að minnsta kosti drjúgan sess í svissneskri þjóðarvitund. Það er ekki síst fyrir leikrit Schiller, sem færði Svisslendingum sameiningartákn í þeirri óreiðu sem Napóleon olli á ríkjaskipan Evrópu upp úr 1800.

Heimildir

Mynd og tóndæmi:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....