Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Hvaða trúarbrögð eru algengust í Sviss?

Birgir Rúnar Steinarsson Busk og Úlfur Ágúst Atlason

Langflestir Svisslendingar eru kristinnar trúar. Kaþólikkar eru fjölmennastir eða um 41,8% landsmanna. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar er páfinn í Róm en um hann er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Hvert er hlutverk páfans?

Mótmælendur eru næst fjölmennastir en 35,3% Svisslendinga teljast til þeirra. Það sem aðskilur mótmælendur frá kaþólikkum er meðal annars að þeir trúa ekki dýrlinga, hreinsunareldinn og fleira. Lesa má meira um þann mun í svari við spurningunni Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lúterskri?Kirkja í bænum Prato Leventina í katónunni Ticino.

Lengi hefur ríkt nokkuð jafnvægi á milli kaþólikka og mótmælenda. Í stærstu borgum landsins, Bern, Zürich og Basel, eru mótmælendur fjölmennari en kaþólsk trú útbreiddari í miðhluta landsins og Ticino sem er “ítalski” hluti Sviss.

Um 4,3% Svisslendinga eru múslímar. Trúarbrögð þeirra kallast íslam og eru meðal yngstu “stóru” trúarbragðanna. Upphaf íslams má rekja til opinberana Múhameð spámaður en lesa má um útbreiðslu trúarinnar í svari við spurningunni Hvernig breiddist íslam út?

Um 1,8% teljast til rétttrúnaðarkirkjunnar en 5,7% Svisslendinga aðhyllast önnur trúarbrögð en hér hefur verið getið um. Loks má geta þess að 11,1% landsmanna eru trúleysingjar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.6.2009

Spyrjandi

Isabel Gomez, f. 1997

Tilvísun

Birgir Rúnar Steinarsson Busk og Úlfur Ágúst Atlason. „Hvaða trúarbrögð eru algengust í Sviss?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2009. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49513.

Birgir Rúnar Steinarsson Busk og Úlfur Ágúst Atlason. (2009, 10. júní). Hvaða trúarbrögð eru algengust í Sviss? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49513

Birgir Rúnar Steinarsson Busk og Úlfur Ágúst Atlason. „Hvaða trúarbrögð eru algengust í Sviss?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2009. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49513>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða trúarbrögð eru algengust í Sviss?
Langflestir Svisslendingar eru kristinnar trúar. Kaþólikkar eru fjölmennastir eða um 41,8% landsmanna. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar er páfinn í Róm en um hann er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Hvert er hlutverk páfans?

Mótmælendur eru næst fjölmennastir en 35,3% Svisslendinga teljast til þeirra. Það sem aðskilur mótmælendur frá kaþólikkum er meðal annars að þeir trúa ekki dýrlinga, hreinsunareldinn og fleira. Lesa má meira um þann mun í svari við spurningunni Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lúterskri?Kirkja í bænum Prato Leventina í katónunni Ticino.

Lengi hefur ríkt nokkuð jafnvægi á milli kaþólikka og mótmælenda. Í stærstu borgum landsins, Bern, Zürich og Basel, eru mótmælendur fjölmennari en kaþólsk trú útbreiddari í miðhluta landsins og Ticino sem er “ítalski” hluti Sviss.

Um 4,3% Svisslendinga eru múslímar. Trúarbrögð þeirra kallast íslam og eru meðal yngstu “stóru” trúarbragðanna. Upphaf íslams má rekja til opinberana Múhameð spámaður en lesa má um útbreiðslu trúarinnar í svari við spurningunni Hvernig breiddist íslam út?

Um 1,8% teljast til rétttrúnaðarkirkjunnar en 5,7% Svisslendinga aðhyllast önnur trúarbrögð en hér hefur verið getið um. Loks má geta þess að 11,1% landsmanna eru trúleysingjar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....