Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 723 svör fundust
Hver eru algengustu frumefnin í heiminum?
Eins og kemur fram í svarinu: Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? eru 118 frumefni þekkt í dag og hafa 94 þeirra fundist í náttúrunni í mismiklu magni en frumefni 95-118 hafa aðeins myndast í kjölfar kjarnasamruna í eindahröðlum. Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni...
Væri hægt að knýja geimskip með kjarnorkusprengjum?
Þó það hljómi frekar ólíklega í fyrstu, þá væri hægt að nota kjarnorkusprengjur til að fljúga geimskipi á milli pláneta og fjarlægra stjarna. Þar að auki eru til ítarlegar teikingar og áætlanir um hvernig ætti að smíða slíkt geimskip með þeirri tækni og verkfræðikunnáttu sem við búum yfir í dag. Árið 1958 hóf r...
Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?
Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...
Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M. Árið 2016 tilkynntu stjörnufr...
Af hverju koma haustlitirnir?
Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...
Hvað er felling, botnfall og lausn?
Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...
Hvað er meiósa og mítósa?
Við mítósu (einnig kölluð jafnskipting) skiptir tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru erfðafræðilega nákvæmlega eins og upphaflega fruman. Frumurnar tvær hafa nákvæmlega sömu gen og fruman sem skipti sér. Í meiósu-skiptingu (einnig kölluð rýriskipting) skiptir tvílitna fruma sér tvisvar og útkoman verður fjó...
Hver er lífmassi mýsins við Mývatn?
Lífmassi rykmýs og bitmýs er breytilegur í Mývatni og Laxá. Þéttleiki rykmýs í Mývatni getur orðið allt að 100.000 einstaklingar á fermetra, eða yfir eitt kílógramm votvigt á fermetra (um það bil 200 g þurrvigt á fermetra). Mývatn er 39 ferkílómetrar á stærð eða 39 milljón fermetrar. Alls gætu því verið 39 x 1...
Hvernig myndast silfurberg?
Silfurberg nefnast tærir, gagnsæir kristallar af kalkspati (kalsíti, CaCO3). Kalkspat er mjög algeng steind í jarðskorpunni: kalksteinn, marmari og krít, er til dæmis mestmegnis hreint kalkspat. Steindin fellur út úr vatni við margvíslegar aðstæður: skeldýr, kórallar og ýmis svifdýr mynda skeljar sínar úr kalkspat...
Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?
Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...
Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?
Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...
Hvernig verða hellar til?
Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...
Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndaðist Ha Long Bay, eitt af sjö undrum veraldar? (jarðfræðileg skýring) Á Ha Long Bay-svæðinu í norðaustur Víetnam eru um 1600 eyjar sem flestar eru óbyggðar og ósnortnar. Svæðið þykir sérstakt bæði vegna landslags og líffræðilegs fjölbreytileika og er á heimsminj...
Hvernig myndaðist Esjan?
Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón áru...
Hvernig verður ummyndun í bergi?
Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...