Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2843 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?

Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru litir?

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?

Svarið er já; það er vel hægt og við gerum það oft sjálf eða upplifum það í daglegu lífi. Eiginlegur þyngdarkraftur verkar milli allra hluta sem hafa massa eða búa yfir orku. Slíkur kraftur verður til eða breytist þegar massi eða orka myndast eða færist úr stað. Hægt er að líkja fullkomlega eftir þess konar þyngda...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stöðurafmagn?

Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?

Blóð er flokkað á nokkra mismunandi vegu en af þeim flokkunarkerfum er ABO-kerfið mest notað. Meðal annarra kerfa sem minna eru notuð eru Rhesus- (rh), Duffy-, Kell- og Kidd-kerfin. ABO-blóðflokkakerfið var skilgreint af austurrískum meina- og ónæmisfræðingi sem hét Karl Landsteiner. Hann uppgötvaði kerfið árið 19...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...

category-iconHugvísindi

Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands?

Í meginatriðum er svarið já, því að nasistar reistu allar afkastamestu búðir sínar á pólsku landsvæði. Nokkur útrýming fór þó fram í þrælkunar- og fangabúðum innan landamæra Þýskalands: Til dæmis voru rúmlega 31.000 manns tekin af lífi í Dachau, sem er skammt frá München, tæplega 57.000 í Buchenwald, sem er ré...

category-iconLæknisfræði

Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?

Hér er einnig að finna svör við spurningu Berglindar Kristinsdóttur, Í hvaða matvælum finnst smitefnið sem veldur kúariðu og spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?Á undanförnum árum og áratugum hafa greinst sérkennilegir smitandi hrörnunarsjúkdómar í miðtaugaker...

category-iconSálfræði

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?

Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vísitala?

Vísitölur eru eins konar meðaltöl. Þær eru fengnar með því að vega saman margar stærðir til að fá eina tölu. Einna mest áberandi í opinberri umræðu eru ýmsar vísitölur af vettvangi efnahagsmála en vísitölur eru þó notaðar á mörgum öðrum sviðum. Sem dæmi um vísitölur má nefna verðlagsvísitölur. Ein þeirra er vís...

category-iconLæknisfræði

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?

Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Hversu mörg batterí eða hve mörg vött þarf til að hita 1 lítra af vatni upp í 100 gráður?Hér er þess fyrst að geta að vatn breytir rúmmáli sínu eftir hita. Vatnsmagn sem er einn lítri í byrjun þenst út um nokkra hundraðshluta þegar það er hitað til dæmis um 100 stig. Þess ve...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig læra börn tungumálið?

Hér er einnig svarað spurningunni Hvernig fer máltaka fram?Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir hversu ótrúlegt afrek máltaka barna er. Mannlegt mál er mjög flókið kerfi tákna og reglna en samt ná ósjálfbjarga börn valdi á móðurmáli sínu á undraskömmum tíma. Flest börn eru orðin altalandi um 4-6 ára aldur og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um lundann?

Segja má að lundinn (Fratercula arctica) sé einkennisfugl Vestmannaeyja. Hann er af svartfuglaætt (Alcidea) eins og svo margar aðrar bjargfuglategundir við Ísland og stofnstærð hans er mikil. Lundinn er ekki sérlega stór, um 30 cm á lengd, með vænghaf upp á 47-63 cm og vegur 300-450 g. Margt er sérstakt við líffræ...

category-iconUmhverfismál

Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?

Hér á Vísindavefnum hefur stuttlega verið sagt frá Tsjernobyl-slysinu í svari Þórunnar Jónsdóttur við spurningunni Í hvaða landi varð kjarnorkuslysið í Tsjernobyl? Í þessu svari verður atburðarásin rakin ítarlega. Þann 26. apríl 1986 leiddi röð mistaka við stjórnun og prófun í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu til spren...

Fleiri niðurstöður