Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?

Bergþór Björnsson

Blóð er flokkað á nokkra mismunandi vegu en af þeim flokkunarkerfum er ABO-kerfið mest notað. Meðal annarra kerfa sem minna eru notuð eru Rhesus- (rh), Duffy-, Kell- og Kidd-kerfin. ABO-blóðflokkakerfið var skilgreint af austurrískum meina- og ónæmisfræðingi sem hét Karl Landsteiner. Hann uppgötvaði kerfið árið 1901 og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir það árið 1930.

Öll byggja þessi kerfi á tveim grundvallarhugtökum ónæmisfræðinnar, það er mótefnum (antibodies) og mótefnavökum (antigens). Mótefnavakar eru sameindir sem geta komið inn í líkamann og virkjað ónæmiskerfið en mótefni eru sameindir sem líkaminn (ónæmiskerfið) myndar til þess að bindast mótefnavökum og gera þá óskaðlega. Mótefnavakar geta einnig verið sameindir sem eru til staðar í líkamanum en ef mótefni myndast gegn slíkum sameindum er kominn grunnur að sjálfsofnæmissjúkdómum.

Karl Landsteiner (1868–1943) skildgreindi ABO-blóðflokkakerfið.

Mótefnavakarnir sem ABO-blóðflokkakerfið byggir á eru fjölsykrur sem eru fastar í frumuhimnu rauðra blóðkorna en mótefnin myndast í ónæmiskerfinu. Á hverju rauðu blóðkorni eru sæti fyrir tvær tegundir mótefnavaka úr þessu kerfi og erfist önnur tegundin frá föður og hin frá móður. Mögulegir mótefnavakar í kerfinu eru tveir og eru þeir kallaðir A og B. Ekki er nauðsynlegt að hafa mótefnavaka á rauðu blóðkornunum og ef hvorug tegundin er til staðar (arfgerð OO) er um blóðflokk O að ræða. Slíkt getur einungis gerst ef báðir foreldrar hafa haft að minnsta kosti annað sætið á rauðum blóðkornum sínum autt. Til þess að um blóðflokk A sé að ræða þarf arfgerð einstaklings að vera ein af þremur, OA, AO eða AA. Ef um OA eða AO arfgerð er að ræða hefur einstaklingurinn erft mótefnavaka A frá annaðhvort móður eða föður en engan mótefnavaka frá hinu foreldrinu. Um blóðflokk B gildir á sama hátt að arfgerðir geta verið OB, BO eða BB. AB-blóðflokkurinn er sjaldgæfastur og er einungis til staðar í þeim sem hafa arfgerðina AB.

Ef allt er með felldu myndar líkaminn mótefni gegn þeim mótefnavökum sem honum eru ekki eðlilegir en ekki gegn þeim sem hann framleiðir sjálfur. Þannig myndar manneskja af blóðflokki O mótefni gegn bæði mótefnavaka A og mótefnavaka B en manneskja af blóðflokki AB myndar hvorugt mótefnið. Ástæða þess að líkaminn myndar þessi tilteknu mótefni er sú að í meltingarveginum eru örverur sem hafa svipaða mótefnavaka og þá sem eru á rauðu blóðkornunum. Tilvist þessara mótefnavaka örvar ónæmiskerfið til að mynda mótefnin að því gefnu að mótefnavakarnir séu ekki einnig til staðar á rauðu blóðkornunum. Þess má geta að þetta er grundvöllurinn fyrir því hvernig hægt er að spá fyrir um það, að vissu marki, hvort óhætt sé að gefa tilteknum einstaklingum blóð af ákveðnum flokki. Sú spá ein og sér er þó ekki nægjanleg í öllum tilfellum vegna annarra mótefna og mótefnavaka.

Rhesus-kerfið (Rh) er einmitt byggt á slíkum sameindum sem hafa alla jafna ekki eins mikla þýðingu og ABO-kerfið. Ástæða þess er sú að mótefni gegn þeim mótefnavökum sem eru til staðar í því kerfi eru ekki mynduð sjálfkrafa, líkt og í ABO-kerfinu, heldur myndast þau einungis ef þessir mótefnavakar berast inn í líkamann svo sem getur gerst við fæðingar (ef blóð frá barni kemst í blóðrás móður). Rhesus-kerfið byggir á þremur mismunandi mótefnavökum, E, C og D. Þegar flokkað er í Rh-plús eða Rh-mínus er farið eftir því hvort D-mótefnavakinn er til staðar eða ekki. Þeir sem hafa þann mótefnavaka á blóðkornum sínum eru flokkaðir sem Rh-plús en þeir sem hafa hann ekki eru flokkaðir sem Rh-mínus.

Við blóðgjafir er hætta á að ósamræmi í þessari flokkun og öðrum geti valdið vandræðum. Þannig getur einstaklingur sem myndað hefur mótefni gegn Rhesus-mótefnavökunum lent í vandræðum ef hann fær blóð úr einstaklingi sem hefur þá á blóðkornum sínum. Við þessu er séð með svokölluðum krossprófum sem gerð eru áður en blóð er gefið. Þegar búið er að finna blóð sem vitað er að hægt er að gefa ákveðnum einstakling með tilliti til ABO-kerfisins er gert próf með blóðsýni úr þeim sem á að fá blóðið og úr blóðinu sem á að gefa til þess að skera úr um það hvort ósamræmi sé til staðar.

Mest vægi hefur Rhesus-kerfið á meðgöngu kvenna. Þannig getur kona sem er Rh-mínus gengið með barn sem er Rh-plús (fær mótefnavakann frá föðurnum) og hafi hún ekki komist í návígi við Rh-mótefnavakann áður og myndað mótefni gegn honum, gengur allt eðlilega fyrir sig. Hafi hún hins vegar myndað slík mótefni, komast þau yfir fylgjuna og eyðileggja rauð blóðkorn fóstursins sem veldur blóðleysi hjá því. Líklegasta leiðin til að slíkt gerist er þegar Rh-mínus móðir hefur fætt Rh-plús barn áður og gengur síðar með annað Rh-plús barn. Af þessum sökum eru mæður í Rh-mínus flokknum sem fætt hafa Rh-plús börn meðhöndlaðar til að koma í veg fyrir slíkt ósamræmi í síðari meðgöngum.

Dreifing blóðflokka á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum Blóðbankans eru 54% Íslendinga í blóðflokki O, 33% í blóðflokki A, 10,5% í blóðflokki B og 2,5% í blóðflokki AB. Um 85% þjóðarinnar eru Rh-plús en 15% Rh-mínus.

Myndir:

  • Facebook.com/nobelprize
  • Graf: EDS - byggt á upplýsingum frá Blóðbankanum.
  • Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum:
    Ágúst Flygenring: Hver er skiptingin á milli blóðflokka meðal íslensku þjóðarinnar?

    Helga Haraldsdóttir: Hvert er hlutfallið milli blóðflokka hjá Íslendingum?

    Oddný Pálmadóttir: Hver er munurinn á blóðflokkum í - og +? Hvaða blóðflokk má gefa hverjum sem er?

    Sveinn Viðarsson: Hvernig erfast blóðflokkar?

    Brynjar Guðmundsson: Hvaða blóðflokkur er ríkjandi í erfðum og hvernig erfast blóðflokkar frá foreldrum?

    Höfundur

    Útgáfudagur

    14.11.2000

    Síðast uppfært

    31.7.2020

    Spyrjandi

    Helena Jónsdóttir

    Tilvísun

    Bergþór Björnsson. „Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2000, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1129.

    Bergþór Björnsson. (2000, 14. nóvember). Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1129

    Bergþór Björnsson. „Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2000. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1129>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin?
    Blóð er flokkað á nokkra mismunandi vegu en af þeim flokkunarkerfum er ABO-kerfið mest notað. Meðal annarra kerfa sem minna eru notuð eru Rhesus- (rh), Duffy-, Kell- og Kidd-kerfin. ABO-blóðflokkakerfið var skilgreint af austurrískum meina- og ónæmisfræðingi sem hét Karl Landsteiner. Hann uppgötvaði kerfið árið 1901 og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir það árið 1930.

    Öll byggja þessi kerfi á tveim grundvallarhugtökum ónæmisfræðinnar, það er mótefnum (antibodies) og mótefnavökum (antigens). Mótefnavakar eru sameindir sem geta komið inn í líkamann og virkjað ónæmiskerfið en mótefni eru sameindir sem líkaminn (ónæmiskerfið) myndar til þess að bindast mótefnavökum og gera þá óskaðlega. Mótefnavakar geta einnig verið sameindir sem eru til staðar í líkamanum en ef mótefni myndast gegn slíkum sameindum er kominn grunnur að sjálfsofnæmissjúkdómum.

    Karl Landsteiner (1868–1943) skildgreindi ABO-blóðflokkakerfið.

    Mótefnavakarnir sem ABO-blóðflokkakerfið byggir á eru fjölsykrur sem eru fastar í frumuhimnu rauðra blóðkorna en mótefnin myndast í ónæmiskerfinu. Á hverju rauðu blóðkorni eru sæti fyrir tvær tegundir mótefnavaka úr þessu kerfi og erfist önnur tegundin frá föður og hin frá móður. Mögulegir mótefnavakar í kerfinu eru tveir og eru þeir kallaðir A og B. Ekki er nauðsynlegt að hafa mótefnavaka á rauðu blóðkornunum og ef hvorug tegundin er til staðar (arfgerð OO) er um blóðflokk O að ræða. Slíkt getur einungis gerst ef báðir foreldrar hafa haft að minnsta kosti annað sætið á rauðum blóðkornum sínum autt. Til þess að um blóðflokk A sé að ræða þarf arfgerð einstaklings að vera ein af þremur, OA, AO eða AA. Ef um OA eða AO arfgerð er að ræða hefur einstaklingurinn erft mótefnavaka A frá annaðhvort móður eða föður en engan mótefnavaka frá hinu foreldrinu. Um blóðflokk B gildir á sama hátt að arfgerðir geta verið OB, BO eða BB. AB-blóðflokkurinn er sjaldgæfastur og er einungis til staðar í þeim sem hafa arfgerðina AB.

    Ef allt er með felldu myndar líkaminn mótefni gegn þeim mótefnavökum sem honum eru ekki eðlilegir en ekki gegn þeim sem hann framleiðir sjálfur. Þannig myndar manneskja af blóðflokki O mótefni gegn bæði mótefnavaka A og mótefnavaka B en manneskja af blóðflokki AB myndar hvorugt mótefnið. Ástæða þess að líkaminn myndar þessi tilteknu mótefni er sú að í meltingarveginum eru örverur sem hafa svipaða mótefnavaka og þá sem eru á rauðu blóðkornunum. Tilvist þessara mótefnavaka örvar ónæmiskerfið til að mynda mótefnin að því gefnu að mótefnavakarnir séu ekki einnig til staðar á rauðu blóðkornunum. Þess má geta að þetta er grundvöllurinn fyrir því hvernig hægt er að spá fyrir um það, að vissu marki, hvort óhætt sé að gefa tilteknum einstaklingum blóð af ákveðnum flokki. Sú spá ein og sér er þó ekki nægjanleg í öllum tilfellum vegna annarra mótefna og mótefnavaka.

    Rhesus-kerfið (Rh) er einmitt byggt á slíkum sameindum sem hafa alla jafna ekki eins mikla þýðingu og ABO-kerfið. Ástæða þess er sú að mótefni gegn þeim mótefnavökum sem eru til staðar í því kerfi eru ekki mynduð sjálfkrafa, líkt og í ABO-kerfinu, heldur myndast þau einungis ef þessir mótefnavakar berast inn í líkamann svo sem getur gerst við fæðingar (ef blóð frá barni kemst í blóðrás móður). Rhesus-kerfið byggir á þremur mismunandi mótefnavökum, E, C og D. Þegar flokkað er í Rh-plús eða Rh-mínus er farið eftir því hvort D-mótefnavakinn er til staðar eða ekki. Þeir sem hafa þann mótefnavaka á blóðkornum sínum eru flokkaðir sem Rh-plús en þeir sem hafa hann ekki eru flokkaðir sem Rh-mínus.

    Við blóðgjafir er hætta á að ósamræmi í þessari flokkun og öðrum geti valdið vandræðum. Þannig getur einstaklingur sem myndað hefur mótefni gegn Rhesus-mótefnavökunum lent í vandræðum ef hann fær blóð úr einstaklingi sem hefur þá á blóðkornum sínum. Við þessu er séð með svokölluðum krossprófum sem gerð eru áður en blóð er gefið. Þegar búið er að finna blóð sem vitað er að hægt er að gefa ákveðnum einstakling með tilliti til ABO-kerfisins er gert próf með blóðsýni úr þeim sem á að fá blóðið og úr blóðinu sem á að gefa til þess að skera úr um það hvort ósamræmi sé til staðar.

    Mest vægi hefur Rhesus-kerfið á meðgöngu kvenna. Þannig getur kona sem er Rh-mínus gengið með barn sem er Rh-plús (fær mótefnavakann frá föðurnum) og hafi hún ekki komist í návígi við Rh-mótefnavakann áður og myndað mótefni gegn honum, gengur allt eðlilega fyrir sig. Hafi hún hins vegar myndað slík mótefni, komast þau yfir fylgjuna og eyðileggja rauð blóðkorn fóstursins sem veldur blóðleysi hjá því. Líklegasta leiðin til að slíkt gerist er þegar Rh-mínus móðir hefur fætt Rh-plús barn áður og gengur síðar með annað Rh-plús barn. Af þessum sökum eru mæður í Rh-mínus flokknum sem fætt hafa Rh-plús börn meðhöndlaðar til að koma í veg fyrir slíkt ósamræmi í síðari meðgöngum.

    Dreifing blóðflokka á Íslandi.

    Samkvæmt upplýsingum Blóðbankans eru 54% Íslendinga í blóðflokki O, 33% í blóðflokki A, 10,5% í blóðflokki B og 2,5% í blóðflokki AB. Um 85% þjóðarinnar eru Rh-plús en 15% Rh-mínus.

    Myndir:

  • Facebook.com/nobelprize
  • Graf: EDS - byggt á upplýsingum frá Blóðbankanum.
  • Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum:
    Ágúst Flygenring: Hver er skiptingin á milli blóðflokka meðal íslensku þjóðarinnar?

    Helga Haraldsdóttir: Hvert er hlutfallið milli blóðflokka hjá Íslendingum?

    Oddný Pálmadóttir: Hver er munurinn á blóðflokkum í - og +? Hvaða blóðflokk má gefa hverjum sem er?

    Sveinn Viðarsson: Hvernig erfast blóðflokkar?

    Brynjar Guðmundsson: Hvaða blóðflokkur er ríkjandi í erfðum og hvernig erfast blóðflokkar frá foreldrum?
    ...