Þegar fjallað er um blóðflokka er oftast átt við ABO-blóðflokkakerfið og Rhesus-kerfið, enda þótt mun fleiri blóðflokkakerfi séu til. Þegar talað er um blóðflokka í ABO-kerfinu er átt við fjóra flokka, O, A, B og AB. Um blóðflokkakerfið má lesa nánar í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar blóðflokkakerfið?
Tíðni blóðflokka í ABO-kerfinu er mjög mismunandi eftir löndum og kynþáttum. Ef litið er á heiminn í heild þá er blóðflokkur O algengastur en um 63% jarðarbúa eru í þeim flokki. Tíðni O flokksins er einna hæst í Suður- og Mið-Ameríku þar sem á milli 90-100% innfæddra tilheyra þeim blóðflokki. Lægst er tíðni O flokksins í Austur-Evrópu og Mið-Asíu þar sem um helmingur innfæddra er í O-flokknum.
hér má sjá hversu algengir A- og B-blóðflokkarnir eru meðal innfæddra (e. native populations) á hinum ýmsu svæðum heimsins." title="Með því að smella
hér má sjá hversu algengir A- og B-blóðflokkarnir eru meðal innfæddra (e. native populations) á hinum ýmsu svæðum heimsins." class="a-img">
Með því að smella hér má sjá hversu algengir A- og B-blóðflokkarnir eru meðal innfæddra (e. native populations) á hinum ýmsu svæðum heimsins.
Arfgerð B er hins vegar ein sú sjaldgæfasta og hafa einungis um 16% jarðarbúa hana. Þessir einstaklingar geta verið í blóðflokki B og AB. Arfgerð B finnst helst í Mið-Asíu og Afríku en er mjög sjaldgæf í Ameríku og Ástralíu.
Arfgerð A er aðeins algengari en B en um 21% jarðarbúa hafa hana. Þessir einstaklingar eru þá annað hvort í blóðflokki A eða AB. Arfgerð A hefur hæsta tíðni í litlum samfélögum eins og til dæmis meðal frumbyggja Ástralíu, meðal indíána í Montanafylki í Bandaríkjunum og hjá Sömum í norðanverði Skandinavíu. Hins vegar er þessi arfgerð mjög sjaldgæf í Suður-Ameríku þar sem O-flokkurinn er alls ráðandi.
Á vefnum Bloodbook.com er að finna lista yfir tíðni blóðflokkanna meðal hinna ýmsu þjóða eða hópa (kynþátta). Þar má til dæmis sjá að það er alls ekki algilt að O-flokkurinn sé algengastur og AB-flokkurinn sjaldgæfastur eins og spurt er um. Reyndar virðist sem það sé aðeins meðal Ainu-fólks í Japan sem AB er ekki sjaldgæfasti blóðflokkurinn, þar eru 18% í þeim flokki en 17% í O-flokkunum sem er sjaldgæfastur. Hins vegar eru þó nokkur tilfelli þar sem A- eða B-flokkarnir eru algengari en O.
Þess má að lokum geta að á Íslandi eru um 56% í blóðflokki O, 32% í blóðflokki A, 10% í B og einungis 3% í blóðflokki AB. Til samanburðar þá er A flokkurinn algengastur hjá frændum okkar Norðmönnum þar sem 49% tilheyra þeim flokki, 39% eru í O flokki, 8% í B og 4% Norðmanna eru í AB blóðflokknum.
Á Vísindavefnum eru fleiri svör um blóðflokka, til dæmis:
Heimildir og kort:
Hér er einnig svarað spurningunum:
- Hvernig skiptast blóðflokkarnir eftir heimsálfum? Er A-blóðflokkurinn algengari í Asíu en i Evrópu?
- Skipting ABO-blóðflokkanna er sögð mismunandi eftir löndum, en samt virðist O oftast algengast, og AB sjaldgæfast. Er þetta alltaf svona?