Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 396 svör fundust
Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?
Ætihvönn, Angelica archangelica, er af sveipjurtaætt. Tvær undirtegundir eru þekktar: Angelica archangelica archangelica sem vex norðar og inn til landsins í Evrópu (fjellkvann á norsku) og Angelica archangelica litoralis sem vex sunnar og meðfram ströndum, (strandkvann á norsku). Á Íslandi vex líklega aðein...
Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? er Pitcairn-eyja í Suður-Kyrrahafi meðal þeirra örfáu eyja og svæða utan Bretlandseyja sem enn lúta yfirráðum Breta. Formlega fer samveldissendiherra Breta (British High Commissioner) á Nýja Sjálandi með málefni Pitcairn-...
Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?
Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...
Hver var Jón Ögmundsson?
Jón Ögmundsson er einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar. Hann varð fyrsti biskup Hólabiskupsdæmis árið 1106 og beitti sér mjög fyrir eflingu kristinnar trúar í landinu. Jón þótti stjórnsamur en hann vann öflugt starf á ýmsum sviðum og vegna meinlætis síns og hugulsemi við þá sem minna máttu sín, þótti mörgum h...
Hver er saga rappsins?
Rappið hefur alltaf verið til. Þegar Guð talaði við Adam, Móses og alla spámennina rappaði hann, það gerði Shakespeare líka, hann rappaði og rímaði. Rappið hefur þess vegna alltaf verið til. Þannig hljóðar skilgreining eins af frumkvöðlum rappsins, Afrika Bambaataa, á fyrirbærinu. Hér verður þó notuð þrengri skil...
Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra?
Orðin gáfur og gáfaður merkja ekki nákvæmlega það sama og greind og greindur. Okkur grunar þó að spyrjendur eigi við vaxandi greind. Hér verður því í raun og veru svarað spurningunni:Hvers vegna fer mæld greind fólks sífellt vaxandi?Þótt ótrúlegt megi virðast hefur frammistaða fólks á greindarprófum batnað með h...
Hvað er og hvernig verkar penisilín?
Penisilín (e. penicillin) er fúkkalyf sem notað er til að vinna á bakteríusýkingum. Í daglegu tali er orðið penisilín ekki notað um eitt ákveðið lyf heldur nær það yfir mismunandi tegundir af penisilíni og hóp sýklalyfja sem eru búin til úr penisilíni. Penisilín-sýklalyf eru mest notuðu sýklalyf hér á landi enda e...
Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?
Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...
Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?
Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...
Hver var forngríski læknirinn Galenos og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Galenos frá Pergamon var forngrískur læknir og rithöfundur sem bar höfuð og herðar yfir aðra forna lækna. Líklega er einungis Hippókrates, sem nefndur er faðir læknisfræðinnar, frægari en Galenos meðal lækna fornaldar en þó hefur Galenos ef til vill reynst Hippókratesi áhrifameiri. Galenos fæddist árið 129 e.Kr...
Hvað eru geimþokur?
Geimþokur (e. nebulae) eru miðgeimsský úr ryki, vetni, helíni og öðrum jónuðum gastegundum. Orðið nebula er latneskt og þýðir ský en það var upphaflega notað yfir öll þokukennd fyrirbæri á himninum, þar á meðal stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eins og Andrómeduvetrarbrautina, en það tíðkast ekki lengur þótt vetra...
Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?
Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...
Hvers konar krydd er vanilla og hverjir uppgötvuðu hana?
Svana spurði sérstaklega um þetta: Er vanilluextrakt sterkara en vanilludropar og af hverju þá ef svo er? Vanilla er kryddtegund. Hún er meðal annars vinsæl í ýmsa ábætisrétti, til dæmis í súkkulaði, kökur og ís. Vanilla er langur og mjór fræbelgur plöntu sem kallast á fræðimáli Vanilla planifolia. Blóm ...
Hver var Lao Tse og var hann í raun og veru til?
Samkvæmt kínverskri sagna- og heimspekihefð var Laozi 老子 (aðrar algengar umritanir: Lao Zi, Lao-Tzu, Lao-Tze, Lao Tse, og fleiri) forsprakki skóla daoista (daojia 道家) og höfundur bókarinnar Daodejing (önnur umritun: Tao te ching) 道德經 sem á íslensku hefur verið þýdd ...
Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?
Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...