Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Hvað eru geimþokur?

Sævar Helgi Bragason

Geimþokur (e. nebulae) eru miðgeimsský úr ryki, vetni, helíni og öðrum jónuðum gastegundum. Orðið nebula er latneskt og þýðir ský en það var upphaflega notað yfir öll þokukennd fyrirbæri á himninum, þar á meðal stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eins og Andrómeduvetrarbrautina, en það tíðkast ekki lengur þótt vetrarbrautir séu líka stundum kallaðar stjörnuþokur.

Í grunninn má skipta geimþokum í fimm hluta:
  • Ljómþokur
  • Endurskinsþokur
  • Hringþokur
  • Skuggaþokur
  • Sprengistjörnuleifar

Ljómþokur (e. emission nebulae), eða röfuð vetnisský (e. HII region), eru gas- og rykský eða stjörnumyndunarsvæði sem glóa fyrir tilverknað ungra, heitra og massamikilla stjarna sem hafa orðið til í þeim. Þessar stjörnur gefa frá sér orkuríka útfjólubláa geislun sem rífur rafeindir af vetnisatómum í skýinu sem taka þær síðan aftur til sín. Þegar rafeindirnar flæða í gegnum mismunandi orkustig myndast djúprauður bjarmi sem einkennir ljómþokur. Aðra liti í ljómþokum má rekja til annarra frumefna, til dæmis er grængulur litur einkennislitur tvíjónaðs súrefnis. Í ljómþokum verða til stórar lausþyrpingar.

Endurskinsþokan Messier 78.

Endurskinsþokur (e. reflection nebulae) eru stjörnumyndunarský eins og ljómþokur en útfjólubláa ljósið sem stjörnurnar í þokunni gefa frá sér, er ekki nógu sterkt til að jóna gasið svo það glói. Rykagnirnar endurvarpa þess í stað ljósinu sem fellur á þær. Endurskinsþokur eru venjulega bláleitar vegna þess að rykagnirnar dreifa bláu ljósi með stutta bylgjulengd betur en rauðu ljósi með lengri bylgjulengd.

Hringþokur (e. planetary nebulae) verða til í andarslitrum stjörnu á borð við sólina, allt að átta sólmassar. Þegar stjarna getur ekki lengur viðhaldið ytri lögum sínum, tekur hún að varpa gasskeljunum út í geiminn hægt og bítandi. Úr verður hringþoka og í miðju hennar er stjarna sem smám saman þróast í hvítan dverg. Hringþokur eru nefndar plánetuþokur á ensku þótt þær eigi ekkert skylt við reikistjörnur. Heitið er þannig til komið að í gegnum litla stjörnusjónauka líta margar hringþokur út eins og litlar bjartar skífur og líkjast þannig ystu reikistjörnum sólkerfisins, Úranusi og Neptúnusi.

Skuggaþokan Barnard 59 eða Pípuþokan.

Skuggaþokur (e. dark nebulae) eru miðgeimsský úr ryki sem eru svo þykk að þau skyggja á ljós frá stjörnum í bakgrunni. Bandaríski stjörnufræðingurinn Edward Emerson Barnard (1857-1923) skrásetti fyrstur manna skuggaþokur á ljósmyndum sem teknar voru á löngum tíma af himninum og var einn af þeim fyrstu sem tókst að átta sig á rykeðli þeirra. Barnard kortlagði í heild 370 skuggaþokur á himinhvolfinu. Stjörnumyndun er algeng á svæðum sem innihalda þétt sameindaský á borð við skuggaþokur. Rykið og gasið hleypur í kekki fyrir tilverknað þyngdarkraftsins og sífellt meira efni dregst að uns stjarna er mynduð.

Sprengistjörnuleifar (e. supernova remnants) verða til þegar massamestu stjörnur alheims, yfir átta sólmassar, enda ævi sína. Þegar eldsneytið í kjarna þeirra er uppurið, hrynja þær saman undan eigin þunga og springa. Leifar stjörnunnar þjóta út í geiminn og mynda sprengistjörnuleif sem er úr jónuðu gasi og ryki. Eftir situr annaðhvort nifteindastjarna eða svarthol.

Myndir:


Texti þessa svars birtist upphaflega á Stjörnufræðivefnum í umfjöllun um geimþokur og er hér birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

18.9.2012

Spyrjandi

Íris Eggertsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað eru geimþokur?“ Vísindavefurinn, 18. september 2012. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=21143.

Sævar Helgi Bragason. (2012, 18. september). Hvað eru geimþokur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21143

Sævar Helgi Bragason. „Hvað eru geimþokur?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2012. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21143>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru geimþokur?
Geimþokur (e. nebulae) eru miðgeimsský úr ryki, vetni, helíni og öðrum jónuðum gastegundum. Orðið nebula er latneskt og þýðir ský en það var upphaflega notað yfir öll þokukennd fyrirbæri á himninum, þar á meðal stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eins og Andrómeduvetrarbrautina, en það tíðkast ekki lengur þótt vetrarbrautir séu líka stundum kallaðar stjörnuþokur.

Í grunninn má skipta geimþokum í fimm hluta:
  • Ljómþokur
  • Endurskinsþokur
  • Hringþokur
  • Skuggaþokur
  • Sprengistjörnuleifar

Ljómþokur (e. emission nebulae), eða röfuð vetnisský (e. HII region), eru gas- og rykský eða stjörnumyndunarsvæði sem glóa fyrir tilverknað ungra, heitra og massamikilla stjarna sem hafa orðið til í þeim. Þessar stjörnur gefa frá sér orkuríka útfjólubláa geislun sem rífur rafeindir af vetnisatómum í skýinu sem taka þær síðan aftur til sín. Þegar rafeindirnar flæða í gegnum mismunandi orkustig myndast djúprauður bjarmi sem einkennir ljómþokur. Aðra liti í ljómþokum má rekja til annarra frumefna, til dæmis er grængulur litur einkennislitur tvíjónaðs súrefnis. Í ljómþokum verða til stórar lausþyrpingar.

Endurskinsþokan Messier 78.

Endurskinsþokur (e. reflection nebulae) eru stjörnumyndunarský eins og ljómþokur en útfjólubláa ljósið sem stjörnurnar í þokunni gefa frá sér, er ekki nógu sterkt til að jóna gasið svo það glói. Rykagnirnar endurvarpa þess í stað ljósinu sem fellur á þær. Endurskinsþokur eru venjulega bláleitar vegna þess að rykagnirnar dreifa bláu ljósi með stutta bylgjulengd betur en rauðu ljósi með lengri bylgjulengd.

Hringþokur (e. planetary nebulae) verða til í andarslitrum stjörnu á borð við sólina, allt að átta sólmassar. Þegar stjarna getur ekki lengur viðhaldið ytri lögum sínum, tekur hún að varpa gasskeljunum út í geiminn hægt og bítandi. Úr verður hringþoka og í miðju hennar er stjarna sem smám saman þróast í hvítan dverg. Hringþokur eru nefndar plánetuþokur á ensku þótt þær eigi ekkert skylt við reikistjörnur. Heitið er þannig til komið að í gegnum litla stjörnusjónauka líta margar hringþokur út eins og litlar bjartar skífur og líkjast þannig ystu reikistjörnum sólkerfisins, Úranusi og Neptúnusi.

Skuggaþokan Barnard 59 eða Pípuþokan.

Skuggaþokur (e. dark nebulae) eru miðgeimsský úr ryki sem eru svo þykk að þau skyggja á ljós frá stjörnum í bakgrunni. Bandaríski stjörnufræðingurinn Edward Emerson Barnard (1857-1923) skrásetti fyrstur manna skuggaþokur á ljósmyndum sem teknar voru á löngum tíma af himninum og var einn af þeim fyrstu sem tókst að átta sig á rykeðli þeirra. Barnard kortlagði í heild 370 skuggaþokur á himinhvolfinu. Stjörnumyndun er algeng á svæðum sem innihalda þétt sameindaský á borð við skuggaþokur. Rykið og gasið hleypur í kekki fyrir tilverknað þyngdarkraftsins og sífellt meira efni dregst að uns stjarna er mynduð.

Sprengistjörnuleifar (e. supernova remnants) verða til þegar massamestu stjörnur alheims, yfir átta sólmassar, enda ævi sína. Þegar eldsneytið í kjarna þeirra er uppurið, hrynja þær saman undan eigin þunga og springa. Leifar stjörnunnar þjóta út í geiminn og mynda sprengistjörnuleif sem er úr jónuðu gasi og ryki. Eftir situr annaðhvort nifteindastjarna eða svarthol.

Myndir:


Texti þessa svars birtist upphaflega á Stjörnufræðivefnum í umfjöllun um geimþokur og er hér birt með góðfúslegu leyfi....