Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 419 svör fundust
Hvað er kalt stríð?
Hugtakið kalt stríð vísar til stríðsástands milli tveggja fylkinga, án þess að bein hernaðarleg átök eigi sér stað. Í staðinn birtast átökin á annan hátt, til dæmis með áróðursherferðum, efnahagslegum og stjórnmálalegum aðgerðum, njósnum og svokölluðum staðgenglastríðum (e. proxy wars.) Nærtækasta dæmið um kalt...
Hvað er monsún og hvernig myndast hann?
Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...
Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?
Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...
Hvað getið þið sagt mér um ættina Arvicolinae sem ég held að heiti stúfmýs?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað getið þið sagt mér um ætt sem ég held að heiti stúfmýs á íslensku: Arvicolinae. Þekki bara læmingja af tegundunum en hvað heita dýrin vole og muskrat á íslensku? Gúggl með krókaleiðum gefur eina niðurstöðu um vole, vatnastúfa. Arvicolinae er ein af fimm undirættum na...
Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Hvað er greifingi?
Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hv...
Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...
Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?
Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...
Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?
Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upph...
Hver fann upp pasta?
Óvíst er hvenær menn tóku upp á því að búa til pasta. Pastagerð er í eðli sínu einföld, hráefnin eru aðallega vatn og hveiti og erfitt er að aðgreina pasta frá einhvers konar matargerð úr sömu hráefnum. Pasta þýðir einfaldlega ‚deig‘ og er til dæmis skylt orðinu ‚pastry‘. Ýmsir réttir frá fornri tíð geta talis...
Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?
Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann ...
Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram?
Tígrisdýr (Panthera tigris) eru stærstu núlifandi kattardýrin. Að minnsta kosti tvær deilitegundir þeirra eru stærri en afrísk ljón (Panthera leo). Tígrisdýr lifa eingöngu í Asíu en áður fyrr teygðu þau sig að mörkum Evrópu, þegar hið útdauða kaspía- eða turantígrisdýr (P. tigris virgata) ráfaði um Mið-Asíu og all...
Eru úlfar í útrýmingarhættu?
Ef litið er heildrænt á úlfinn (Canis lupus) þá hefur heimsstofn hans verið nokkuð stöðugur síðastliðna tvo áratugi eða svo. Hins vegar greinist úlfurinn í 37 deilitegundir, eða 35 ef við undanskiljum hinn hefðbundna hund (Canis lupus familiaris) og dingóhunda (Canis lupus dingo). Af þessum 35 deilitegundum er...
Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...