Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8054 svör fundust
Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af? Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendi...
Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?
Það er erfitt að hugsa sér að það gæti gilt um okkar alheim að hann væri aðeins eitt atóm í öðrum alheimi, að minnsta kosti ef við höfum í huga hinn hefðbundna skilning á hugtakinu atóm. Hugmyndin um atóm er venjulega kennd við grísku heimspekingana Demókrítos og Levkippos. Sá fyrrnefndi fæddist um 460 f.Kr. e...
Hvort á að segja „Ég þori það ekki” eða „Ég þori því ekki”?
Sögnin að þora stýrir bæði þolfalli og þágufalli. Þess vegna er bæði hægt að segja: „Ég þori það ekki” og „Ég þori því ekki”. Eldri dæmi Orðabókar Háskólans sýna þolfall fremur en þágufall og sama er að segja um þau fornmálsdæmi sem ég rakst á. Það voru allt þolfallsdæmi. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blön...
Hver er þyngd og rúmmál eins milljarðs íslenskra króna í fimm þúsund króna seðlum?
Þær upplýsingar fengust frá Seðlabanka Íslands að einn milljarður króna í fimm þúsund króna seðlum sé 186,7 kíló að þyngd og því sem næst fjórðungi úr rúmmetra að rúmmáli. Þessar tölur miðast við að seðlarnir séu ónotaðir. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að eins lítra mjólkurferna vegur um það bil...
Hver var Jón Sigurðsson?
Jón Sigurðsson forseti, sem er án vafa einn eftirminnilegasti tímamótamaður íslenskrar sögu, fæddist á Hrafnseyri í Arnarfirði 17. júní 1811 og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Foreldrar hans voru prestshjónin Þórdís Jónsdóttir og séra Sigurður Jónsson. Systkini Jóns voru Margrét, húsfreyja og bóndi á Steinanesi í ...
Hver fann upp kjarnorkusprengjuna?
Þegar menn uppgötvuðu rafeindina og atómkjarnann kringum aldamótin 1900 varð ljóst að atómið var ekki smæsta eining efnis eins og áður hafði verið talið, heldur væri það í raun kljúfanlegt. Í takmörkuðu afstæðiskenningunni (e. theory of special relativity) sem Einstein setti fram árið 1905, fólst meðal annars að ú...
Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?
Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð þa...
Hvernig rannsaka vísindamenn innviði eldfjalla með landmælingum?
Ein þeirra jarðfræðilegu aðferða sem beita má við rannsóknir á innviðum eldfjalla eru nákvæmar endurteknar landmælingar.[1] Ef bergkvika streymir inn í grunnstætt kvikuhólf undir eldfjalli, eða út úr því, eykst eða minnkar þrýstingur í hólfinu. Slík þrýstingsbreyting veldur færslu jarðskorpunnar kringum kvikuhólfi...
Hver er áhrifamesta ljósmynd sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hver er áhrifamesta ljósmynd sem tekin hefur verið? Er einhver leið til að meta það? Í raun er engri vísindalegri aðferð beitt til að meta áhrif ljósmynda á einstaklinga, almenningsálitið, stjórnmálamenn eða aðra sem völd hafa í samfélaginu, en nokkrar myndir hafa náð það mikill...
Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum: Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar? Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“...
Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...
Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?
Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...
Hversu margir búa í Afríku?
Upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) eru nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Svarið hér á eftir byggist að mestu leyti á upplýsingum á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar er að finna ýmsar lýðfræðiupplýsingar. Afríka er önnur fjölmennasta heimsálfan á eftir Asíu. T...
Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...
Hvað er genaklónun, hvernig fer hún fram og í hvaða tilgangi?
Með genaklónun eða einræktun gena er átt við það þegar gen eru einangruð, flutt inn í genaferjur og látin margfaldast með þeim í lifandi frumum. Genaferjurnar eru oftast nær annað hvort veirur eða litlar hringlaga DNA-sameindir, svonefnd plasmíð, sem fjölga sér óháð litningi hýsilfrumunnar. Fyrstu tilraunir með...