Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?
Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...
Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina?
Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska sæfarann Magellan. Rétt er að hann fór fyrir fyrsta leiðangrinum sem sigldi umhverfis jörðina, en sjálfur náði Magellan þó ekki að ljúka ferðinni þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ferdinand Magellan fæddist í norðurhluta Portúgals um 1480. Ung...
Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?
Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...
Af hverju verða svona margir jarðskjálftar við Grímsey?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þan...
Hvað er Likert-kvarði sem notaður er í spurningakönnunum?
Upprunalega hljóðaði spurningin: Ég hef heyrt talað um Likert þegar fjallað er um spurningakannanir. Hvað er Likert-kvarði? Likert-kvarði er algengasti svarkvarði í spurningakönnunum sem meta viðhorf fólks og skoðanir og fleira þar sem huglægt mat svaranda er grunnur að svari hans. Likert-kvarði er ráðandi ...
Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?
Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ása...
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...
Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?
Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...
Hvaða þættir hafa áhrif á sjávarflóð við Ísland?
Sjávarflóð verða vegna samspils ýmissa þátta bæði frá sjó og landi. Frá sjó eru sjávar- og ölduhæð mikilvægustu þættirnir. Sjávarhæð ræðst síðan af sjávarföllum annars vegar og svokölluðum áhlaðanda hins vegar. Áhlaðandi er af þrennum toga, vegna lágs loftþrýstings, álandsvinds og hækkunar sjávarborðs innan brimga...
Gætu virkjanir og uppistöðulón verið í hættu ef Bárðarbunga gýs?
Árið 1951 birtist grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir ungan jarðfræðing, Guðmund Kjartansson. Þar lýsir hann miklu hrauni, sem hann nefnir Þjórsárhraun og birtir fyrsta kortið af útbreiðslu unga hraunsins um Suðurland og alla leið á haf út hjá Stokkseyri og Eyrarbakka. Við vitum nú að Þjórsárhraun er stærsta hrau...
Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Eru til dæmi um samkynhneigð hjá íslenskum hrossum, hryssum og stóðhestum og hvernig má þá greina það? Hjá íslenskum hrossum, rétt eins og öðrum hestakynjum, þekkist samkynhneigt kynatferli, en einnig þekkjast fleiri atferlismynstur milli samkynja hrossa sem benda til sterkra ...
Af hverju telja vísindamenn að hægt sé að búa til bóluefni við COVID-19 þegar enn hefur ekki tekist að gera bóluefni við HIV?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn og aðrir sig geta búið til bóluefni fyrir COVID-19 sem er veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund til mannskepnunnar, á svo stuttum tíma þegar það er ekki til bóluefni fyrir HIV sem er einnig veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund ti...
Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku?
Spurningin í heild sinni var: Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku? Hver réðst í þá útgáfu og af hverju? Íslendingasögurnar hafa líkast til fyrst verið ritaðar á þrettándu og fjórtándu öld. Elstu varðveittu handritin eru frá þrettándu öld, brot úr Egils sögu á AM 162 A θ [þeta] fol....
Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?
Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig. Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva. Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við...