Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2324 svör fundust
Til hvers voru menn sendir til tunglsins?
Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...
Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?
Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...
Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?
Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. ...
Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?
Í örstuttu máli þá er mjög lítill útlitsmunur á kven- og karlhröfnum. Í líffræði er talað um kynbundna tvíbreytni, kyntvíbreytni eða kynferðistvímyndun (e. sexual dimorphism) þegar kerfisbundinn munur er á útliti eða atferli kynja sömu tegundar. Kynbundin tvíbreytni er mjög algeng og birtist á ýmsan hátt. Til ...
Hvar í heiminum lifir glókollur?
Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...
Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?
Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...
Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?
Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...
Hvað er Akureyrarveikin?
Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...
Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?
Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...
Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?
Byltingin í Rússlandi 1917 er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Hægt er að skilgreina byltinguna sem keðju uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða (sovéta) undir stjórn bolsé...
Hvaða málmar teljast eðalmálmar?
Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu...
Hvað munar miklu á vegalengdinni ef ég ek hringveginn réttsælis og svo rangsælis?
Á hringveginum er yfirleitt akrein í sitt hvora áttina. Önnur þeirra er nær miðpunkti landsins en hin, svo lengd hennar ætti að vera styttri en lengd hinnar. Spurningin er hvort við vitum hversu mikið styttri hún sé og hvort við getum reiknað það. Okkur ætti að vera ljóst að hægt væri að svara spurningunni ef v...
Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ. Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi? Ég er að byrja með íslenskt sveitabakarí Noregi. Rúgbrauðsuppskrift eftir Lóu langömmu frá Sjöundaá á Rauðasandi. Hennar uppskrift er ca. 150 ára gömul höldum við. Ég er á facebook. Íslensk Gårdsbakeri Gudny fra Bonhaug. Vona að...
Er til jafna sem hefur graf sem fer í spíral?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er til jafna sem hefur graf sem fer í spíral? Hver er sú jafna? Eru til einhver önnur áhugaverð mynstur á gröfum? Hver?Það eru til margar slíkar jöfnur. Auðveldast er að fá vefjulaga (e. spiral) graf með því að nota pólhnit. Byrjum með venjulegt hnitakerfi. Þegar við notum p...
Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi?
Í stuttu máli þá lifa kleggjar ekki á Íslandi. Kleggi (ft. kleggjar) er íslenska heitið á ætt tvívængja sem kallast Tabanidae á latínu. Þær hafa líka verið kallaðar hestaflugur á íslensku, væntanlega vegna enska heitisins 'horse fly'. Meðal margra annarra enskra heita sem notuð eru yfir þessar flugur eru 'deer ...