Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið makráður eiginlega og hvernig er það hugsað?

Orðið makráður merkir ‘latur, værukær’. Það er leitt af lýsingarorðinu makur ‘viðeigandi, hæfandi; þægilegur’ og skylt orðinu makindi ‘ró, kyrrð’. Síðara liðurinn -ráður er notaður til að mynda lýsingarorð af nafnorðum. Hann er dreginn af nafnorðinu ráð ‘ráðlegging, ákvörðun’ og sögninni ráða ‘ráðleggja, ákva...

category-iconHugvísindi

Í hverju bjuggu víkingar?

Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?

Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru kynin bara tvö?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru kynin bara tvö og hver er munurinn á þeim? Stutta svarið við spurningunni er nei. Fjölbreytileiki er mikill í stofni manna og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna, frekar en tvö aðgreind kyn. Lengra svar Líffræði kyns er flókin. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Hversu mörg batterí eða hve mörg vött þarf til að hita 1 lítra af vatni upp í 100 gráður?Hér er þess fyrst að geta að vatn breytir rúmmáli sínu eftir hita. Vatnsmagn sem er einn lítri í byrjun þenst út um nokkra hundraðshluta þegar það er hitað til dæmis um 100 stig. Þess ve...

category-iconHeimspeki

Ef það er sannað að ákveðin heilahvel stjórni ákveðnum tilfinningum, er þá ekki hægt að útiloka sálina?

Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað þýðir orðið sál getur orðið sál þýtt ýmislegt. Meðal annars er það notað yfir "andlegt líf manns, hugsun, viðbrögð og tilfinningar" og það að heilinn stjórni tilfinningum útilokar auðvitað ekki tilvist hugsunarinnar. Við gerum því ráð fyrir...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir glútenóþol sér?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er glúten? Getið þið bent mér á greinargóðar heimildir um glútenóþol (celiac sprue)? Glúten er prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í korntegundum eins og hveiti, byggi og rúg. Víða um heim er algengt að matvæli séu merkt sem glútensnauð og margir veitingastaðir bjóða upp...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sporðdreka?

Sporðdrekar tilheyra ættbálki Scorpionida sem er hluti af flokki áttfætlna (Arachnida) sem aftur teljast til fylkingar liðfætlna (Arthropoda) eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur? Alls eru þekktar um 700 tegundir núlifandi sporðdreka. Sporðdrekar finnast...

category-iconBókmenntir og listir

Tengjast verk Mozarts tónlist Bachs og Beethovens?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvenær var Mozart uppi? Tengjast verk hans tónlist Bachs og Beethovens? Hvað áhrif höfðu tónskáldin hvert á annað? Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756 og dó 1791, hann lifði því og starfaði á þeim tíma sem kallast klassískatímabilið í tónlistarsögunni. Franz Joseph...

category-iconHeimspeki

Hvað er það flóknasta í heiminum fyrir utan heiminn sjálfan?

Það eru ýmsar leiðir til að skilja þessa spurningu. Gerum þó ráð fyrir að við séum að tala um alheiminn og ekkert sé til fyrir utan heiminn. Þá hljómar spurningin svona: Hvað er það flóknasta í heiminum ef heimurinn sjálfur er ekki talinn með? Það eru margir hlutir í heiminum sem eru taldir flóknir. Heili og m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...

category-iconVerkfræði og tækni

Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?

Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?

Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Konrad Maurer og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Fáir eða engir erlendir fræðimenn og „Íslandsvinir“ hafa notið jafnmikillar virðingar meðal Íslendinga og þýski réttarsögufræðingurinn Konrad Maurer. Hans er einkum minnst fyrir rannsóknir sínar í fornnorrænum og íslenskum fræðum. Um miðja 20. öld skrifaði Sigurður Nordal að Maurer hafi verið sá fræðimaður „sem al...

Fleiri niðurstöður