Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4924 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?

Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...

category-iconLífvísindi: almennt

Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað með þær sögusagnir að COVID-19 veiran eigi sér uppruna á rannsóknastofu þar sem þróun sýklahernaðar hefur verið í gangi í Wuhan og þar séu margar slíkar rannsóknarstofur? Fleiri sögusagnir herma að COVID-19 veiran sé samansett úr SARS og AIDS-vírusum, er eitthvað til í því? ...

category-iconEfnafræði

Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru maurategundir ágengar á Íslandi?

Nær öll dýr sem finnast á Íslandi í dag námu land eftir síðustu ísöld.[1] Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi er ekki mjög heppileg fyrir landnám dýra[2] en landnám og búseta manna með tilheyrandi búfénaði, varningi og verslun við önnur lönd hefur auðveldað nýjum dýrategundum að berast til landsins. Öldum sam...

category-iconHagfræði

Hvert er efnahagslegt tjón vegna COVID-19?

Veirufaraldurinn sem nú skekur heimsbyggðina hefur nú þegar haft veruleg efnahagsleg áhrif og mun fyrirsjáanlega hafa það áfram þótt erfitt sé að sjá fyrir hve lengi. Viðbrögðin við faraldrinum hafa verið mjög mismunandi eftir löndum en þó yfirleitt falið í sér verulegar takmarkanir á ferðum og samkomum fólks. Þet...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?

Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð allt efnið í alheiminum til?

Þess skal getið að ítarlegt svar við náskyldri spurningu, Hvernig verða frumeindir til? frá 2013 er að finna á Vísindavefnum. Hér verður reynt að koma á framfæri viðbótum og að nýta sér myndefni og framsetningu sem litið hefur dagsins ljós frá þeim tíma, auk þess að gefa yfirlit yfir myndun efnis alheimsins frá Mi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýralíf er í Kasakstan?

Kasakstan er níunda stærsta land heims að flatarmáli, alls 2.724.900 km2. Það nær frá Kaspíahafi í vestri til Kína í austri og frá sléttum vestur Síberíu í norðri að Kirgistan, Úsbekistan og Túrkmenistan í suðri. Kasakstan er landlukt ríki, það er að segja það liggur ekki að sjó (Kaspíahaf er stöðuvatn). Mörg og ó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt um heimspekinginn Simone Weil?

Franski heimspekingurinn og baráttukonan Simone Weil (1909-1943) var dóttir læknisins Bernards Weils og konu hans Salomea sem vann alla tíð þétt við hlið manns síns og var vel að sér í læknisfræði. Á æskuheimilinu var mikið lagt upp úr menntun og sá Salomea um nám barna sinna tveggja, Simone og André sem bæði voru...

category-iconEfnafræði

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

category-iconHagfræði

Hvað hefur útgerðin borgað í veiðigjald á hvert þorskígildiskíló frá 2005?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Hengil?

Hengilskerfið nær utan úr Selvogi norðaustur fyrir Þingvallavatn. Það er fimm til tíu kílómetra breitt, breiðast um Þingvallavatn, en mjókkar til suðvesturs. Lengd þess er 50-60 kílómetrar. Mjög dregur úr gosvirkni þegar kemur norður í vatnið, en misgengi og gjár halda áfram um það bil tíu kílómetra inn af innstu ...

Fleiri niðurstöður