Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Jón Már Halldórsson

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breytingunum hurfu fjölmargar tegundir stórra spendýra. Til að mynda dóu út 33 af 45 ættkvíslum stórra spendýra í Norður–Ameríku, 15 af 16 ættkvíslum í Ástralíu en sjö af 23 ættkvíslum í Evrópu.

Vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um meginorsök þessara breytinga í dýraríkinu. Margir þeirra telja þó að helstu áhrifavaldarnir séu breytt veðurfar og ofveiði manna. Talið er að ísaldarfánan hafi getað þolað nokkra hlýnun, með því að færa sig norður á bóginn, en minni útbreiðsla samfara veiðum manna hafi að endingu valdið aldauða þessara tegunda. Þegar hinir stórvöxnu grasbítar hurfu, hafði það í för með sér að stórvaxin rándýr sem lifðu á þeim, dóu út.

Loðfílar eru sennilega þekktustu ísaldarspendýrin sem hurfu með hlýnandi veðurfari.

Það er þó ekki svo að allar ísaldarspendýrategundir hafi horfið, sem dæmi um dýr sem áfram lifa góðu lífi eru sauðnaut (Ovibos moschatus) og hreindýr (Rangifer tarandus) sem voru mjög algeng á ísaldarsteppum og túndrum Evrasíu og Norður-Ameríku. Þau dýr sem dóu út hurfu heldur ekki öll samtímis. Til að mynda hvarf hellaljónið (Panthera leo spelaea) að mestu fyrir um tíu þúsund árum en virðist hafa tórað á Balkanskaganum þar til fyrir um tvö þúsund árum, loðnashyrningurinn (Coelodonta antiquitatis) dó út fyrir níu þúsund árum en hellabjörninn (Ursus spelaeus) löngu fyrr eða fyrir um 27 þúsund árum.

Sumir vísindamenn telja það styðja kenninguna um að menn hafi valdið útdauða flestra tegunda stóru spendýranna, að tegundir sem lifðu á afskekktum stöðum tórðu lengur, meðal annars mammútar á Wrangel-eyju fyrir norðan Síberíu sem lifðu í sjö þúsund ár eftir að frændur þeirra á meginlöndunum dóu út. Sama má segja um risaletidýr sem lifðu á Antillaeyjum þar til fyrir rúmum tvö þúsund árum en dóu út á meginlandi Suður-Ameríku þúsundum ára fyrr.

Það er of langt mál að fjalla um allar þær spendýrategundir sem dóu út í kringum lok síðasta jökulskeiðs og verða því aðeins nefnd nokkur af helstu stórspendýrum Evrasíu og Ameríku sem hurfu við þessi miklu kaflaskil í náttúrufari jarðar.

Norðurhluti Evrasíu

Meðal þeirra stóru spendýra sem lifðu í norðurhluta Evrópu og Asíu á ísöld er írski elgurinn (Megaloceros giganteus), stórvaxnasta hjartardýr sem hefur lifað á jörðinni. Þrátt fyrir nafnið var útbreiðsla hans ekki aðeins bundin við Írland heldur hafa leifar hans fundist allt austur til Baikalvatns í Síberíu. Dýrið hefur verið mjög tilkomumikið að sjá, allt að 210 cm upp á herðakamb og með stærstu horn sem nokkuð hjartardýr hefur borið. Sennilega hefur írski elgurinn dáið út fyrir um sjö þúsund árum. Ýmsar kenningar eru um að framrás skóga hafi valdið honum vandræðum, hann hafi þá átt erfitt með að komast um sívaxandi skóglendi og verið auðveld bráð veiðimanna.

Beinagrind af írska elgnum, stærsta hjartardýri sem lifað hefur.

Steppuvísundurinn (Bison priscus) lifði á sléttum í Evrópu og Mið-Asíu og reyndar Norður-Ameríku líka. Þetta var stórvaxinn grasbítur áþekkur ameríska vísundinum (Bison bison) að stærð. Þessi skepna kemur fyrir í hellamálverkum frummanna í Lascaux og Altamira á Spáni og einnig hafa leifar hans fundist í Kasakstan.

Loðnashyrningur (Coelodonta antiquitatis) var sennilega nokkuð algengur á freðmýrum og í skjóli ísaldarjökulsins, allt frá Bretlandi austur til Kamtsjatka en virðist hafa dáið út fyrir um tíu þúsund árum. Loðnashyrningar voru nokkuð minni en stórvaxnari frændur þeirra í Afríku eða um þrjú tonn. Rannsóknir á erfðaefni hafa sýnt að loðnashyrningar voru skyldastir asískum nashyrningum. Loðnashyrningar sjást á hellamálverkum í Chauvet-hellunum í Frakklandi.

Síberíski loðfíllinn (Mammuthus primigenius) lifði í norðanverðri Evrasíu. Hann hefur sennilega verið áþekkur afríska gresjufílnum (Loxodonta africana) að stærð. Þessi tegund hvarf af stórum hluta útbreiðslusvæðis síns við lok ísaldar fyrir um tíu þúsund árum en lifði mun lengur á Wrangel-eyju og er talinn hafa dáið út þar 1.700 árum fyrir okkar tímatal.

Norður-Ameríka

Leifar ýmissa stórra ísaldarspendýra hafa fundist í Norður-Ameríku. Yukon-hross eða yukon-villiasni (Equus lambei) lifði í norðanverðri Norður-Ameríku og austast í Síberíu á svæði sem nefnt er Beringia, en svo kallast landsvæði sem tengdi Síberíu við Alaska. Hann virðist hafa verið algengur á þessum þurru og köldu steppum ásamt hreindýrum og síberíska loðfílnum en hann hvarf um líkt leyti og loðfíllinn.

Á ísöld var tapír sem á fræðimáli kallast Tapirus californicus útbreiddur um vesturströnd Norður-Ameríku, aðallega í Kaliforníu eins og nafnið bendir til. Hann hvarf úr fánunni fyrir 13 þúsund árum. Þetta var stórvaxinn tapír sem vó sennilega allt að 225 kg. Hann var mikilvæg fæða fyrir stórvaxin rándýr eins og ameríska ljónið (Panthera atrox) og ógnarúlf (Canis dirus) en var einnig veiddur af frumbyggjum Ameríku af tegundinni Homo sapiens. Nokkuð af steingerðum leifum tapíra hafa fundist í tjörupyttinum La Brea í úthverfi Los Angeles sem nefnist Rancho La Brea. Þar hafa einnig fundist leifar margra annarra tegunda.

Ógnarúlfurinn er algengasta spendýrið sem fundist hefur í setlögum á svæðinu og bendir allt til þess að hann hafi veitt í stórum hópum líkt og náfrændi hans gráúlfurinn (Canis lupus). Mikið af leifum ógnarúlfa hafa fundist í tjörupyttinum La Brea. Það bendir til þess að dýrin hafi fest sig í tjörunni þegar þau voru að drepa eða éta dýr sem þar voru fyrir. Ógnarúlfurinn lifði í um 100 þúsund ár en dó út fyrir tíu þúsund árum. Þessi tegund var marktækt stærri en núlifandi úlfar.

Eitt af ísaldardýrum Norður-Ameríku var stórt og mikið bjarndýr, sem mætti nefna andlitsstutta bjarndýrið á íslensku, á ensku kallst það short-faced bear (Arctodus) og er nafnið væntanlega dregið af því að trýnið var ekki eins ílangt og hjá núlifandi bjarndýrum. Leifar þessa bangsa er að finna í tjörupyttinum La Brea í Kaliforníu. Hann virðist hafa verið allt að 1,6 m á hæð við herðakamb og allt að 3,5 m í uppréttri stöðu. Hann dó út fyrir 12 þúsund árum þegar stórar bráðir hurfu af sléttum Ameríku. Þar kann einnig að hafa spilað inn í samkeppni við smávaxnari frænda, brúnbjörninn (Ursus arctos) sem þá var að nema land í Norður-Ameríku frá Evrasíu.

Andlitsstutta bjarndýrið í samanburði við mann.

Í Norður-Ameríku lifði kólumbíuloðfíllinn (Mammuthus columbii) sem mun hafa verið afkomandi Mammuthus meridionalis sem nam land í Norður-Ameríku fyrir um 1,5 milljón árum. Kólumbíuloðfíllinn var mikilfengleg skepna, um fjórir metrar á herðakamb og sennilega vegið allt að tíu tonn. Skögultennurnar voru nokkuð útstæðar og spírallaga og gátu orðið rúmir fjórir metrar á lengd.

Suður-Ameríka

Ásamt loðfílum eru sverðkettir sennilega best þekktu ísaldarspendýrin en þeir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon (Smilodon sp.). Tvær tegundir lifðu í Suður-Ameríku undir lok ísaldar, Smilodon fatalis sem reyndar lifði bæði í Suður- og Norður-Ameríku og Smilodon popular sem einungis hélt til í austurhluta Suður-Ameríku. Sverðkettir voru ógurleg rándýr með langar vígtennur sem sköguðu niður af neðri kjálka. Fyrir utan stórar vígtennurnar voru þessir kettir meðal stærstu kattardýra sem nokkurn tímann hafa lifað á jörðinni. S. popular vó allt að 400 kg og gat náð um 140 cm á hæð við herðakamb. Til samanburðar er afrískt karlljón vart hærri en 110 cm. S. fatalis var á stærð við síberískt tígrisdýr. Báðar þessar tegundir eru taldar hafa horfið úr fánu Ameríku fyrir um tíu þúsund árum.

Skjalddýr (Glyptodonta) voru stórvaxin beltisdýr náskyld nútímabeltisdýrum en dóu út við lok ísaldar á meðan smávaxnari ættingjarnir lifðu af allt fram á þennan dag. Sumar tegundirnar af ættkvíslinni Glyptodon voru á stærð við fólksbíl og gátu vegið allt að tveimur tonnum. Talið er að menn hafi ofveitt þessi dýr og nýtt kjötið auk þess sem skjöldurinn hafi nýst vel sem skjól.

Risaletidýr (Megatherium) lifðu í Suður- og Mið-Ameríku. Þessi dýr voru áþekk núlifandi letidýrum í útliti en margfalt stærri. Stærstu dýrin vógu fjögur tonn og voru allt að sex metrar á lengd. Af landspendýrum ísaldartímans voru aðeins loðfílar stærri en þessar skepnur. Sennilega lifðu risaletidýrin í hópum að einhverju leyti og voru að mestu jurtaætur. Þó eru vísbendingar um að þau hafi drepið dýr og jafnvel lagst á hræ en þær vísbendingar eru umdeildar. Þau áttu sér enga óvini vegna gríðarlegrar stærðar en ummerki á beinagrindum benda til að sverðtígrar hafi lagst á þau. Sérstaklega ung dýr.

Fyrir áhugasama um hina mikilfenglegu ísaldarfánu má benda á viðamikið efni á veraldarvefnum um þessi dýr.

Heimildir og frekara lesefni:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.2.2013

Spyrjandi

María Ösp, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2013, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63475.

Jón Már Halldórsson. (2013, 5. febrúar). Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63475

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2013. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63475>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?
Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breytingunum hurfu fjölmargar tegundir stórra spendýra. Til að mynda dóu út 33 af 45 ættkvíslum stórra spendýra í Norður–Ameríku, 15 af 16 ættkvíslum í Ástralíu en sjö af 23 ættkvíslum í Evrópu.

Vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um meginorsök þessara breytinga í dýraríkinu. Margir þeirra telja þó að helstu áhrifavaldarnir séu breytt veðurfar og ofveiði manna. Talið er að ísaldarfánan hafi getað þolað nokkra hlýnun, með því að færa sig norður á bóginn, en minni útbreiðsla samfara veiðum manna hafi að endingu valdið aldauða þessara tegunda. Þegar hinir stórvöxnu grasbítar hurfu, hafði það í för með sér að stórvaxin rándýr sem lifðu á þeim, dóu út.

Loðfílar eru sennilega þekktustu ísaldarspendýrin sem hurfu með hlýnandi veðurfari.

Það er þó ekki svo að allar ísaldarspendýrategundir hafi horfið, sem dæmi um dýr sem áfram lifa góðu lífi eru sauðnaut (Ovibos moschatus) og hreindýr (Rangifer tarandus) sem voru mjög algeng á ísaldarsteppum og túndrum Evrasíu og Norður-Ameríku. Þau dýr sem dóu út hurfu heldur ekki öll samtímis. Til að mynda hvarf hellaljónið (Panthera leo spelaea) að mestu fyrir um tíu þúsund árum en virðist hafa tórað á Balkanskaganum þar til fyrir um tvö þúsund árum, loðnashyrningurinn (Coelodonta antiquitatis) dó út fyrir níu þúsund árum en hellabjörninn (Ursus spelaeus) löngu fyrr eða fyrir um 27 þúsund árum.

Sumir vísindamenn telja það styðja kenninguna um að menn hafi valdið útdauða flestra tegunda stóru spendýranna, að tegundir sem lifðu á afskekktum stöðum tórðu lengur, meðal annars mammútar á Wrangel-eyju fyrir norðan Síberíu sem lifðu í sjö þúsund ár eftir að frændur þeirra á meginlöndunum dóu út. Sama má segja um risaletidýr sem lifðu á Antillaeyjum þar til fyrir rúmum tvö þúsund árum en dóu út á meginlandi Suður-Ameríku þúsundum ára fyrr.

Það er of langt mál að fjalla um allar þær spendýrategundir sem dóu út í kringum lok síðasta jökulskeiðs og verða því aðeins nefnd nokkur af helstu stórspendýrum Evrasíu og Ameríku sem hurfu við þessi miklu kaflaskil í náttúrufari jarðar.

Norðurhluti Evrasíu

Meðal þeirra stóru spendýra sem lifðu í norðurhluta Evrópu og Asíu á ísöld er írski elgurinn (Megaloceros giganteus), stórvaxnasta hjartardýr sem hefur lifað á jörðinni. Þrátt fyrir nafnið var útbreiðsla hans ekki aðeins bundin við Írland heldur hafa leifar hans fundist allt austur til Baikalvatns í Síberíu. Dýrið hefur verið mjög tilkomumikið að sjá, allt að 210 cm upp á herðakamb og með stærstu horn sem nokkuð hjartardýr hefur borið. Sennilega hefur írski elgurinn dáið út fyrir um sjö þúsund árum. Ýmsar kenningar eru um að framrás skóga hafi valdið honum vandræðum, hann hafi þá átt erfitt með að komast um sívaxandi skóglendi og verið auðveld bráð veiðimanna.

Beinagrind af írska elgnum, stærsta hjartardýri sem lifað hefur.

Steppuvísundurinn (Bison priscus) lifði á sléttum í Evrópu og Mið-Asíu og reyndar Norður-Ameríku líka. Þetta var stórvaxinn grasbítur áþekkur ameríska vísundinum (Bison bison) að stærð. Þessi skepna kemur fyrir í hellamálverkum frummanna í Lascaux og Altamira á Spáni og einnig hafa leifar hans fundist í Kasakstan.

Loðnashyrningur (Coelodonta antiquitatis) var sennilega nokkuð algengur á freðmýrum og í skjóli ísaldarjökulsins, allt frá Bretlandi austur til Kamtsjatka en virðist hafa dáið út fyrir um tíu þúsund árum. Loðnashyrningar voru nokkuð minni en stórvaxnari frændur þeirra í Afríku eða um þrjú tonn. Rannsóknir á erfðaefni hafa sýnt að loðnashyrningar voru skyldastir asískum nashyrningum. Loðnashyrningar sjást á hellamálverkum í Chauvet-hellunum í Frakklandi.

Síberíski loðfíllinn (Mammuthus primigenius) lifði í norðanverðri Evrasíu. Hann hefur sennilega verið áþekkur afríska gresjufílnum (Loxodonta africana) að stærð. Þessi tegund hvarf af stórum hluta útbreiðslusvæðis síns við lok ísaldar fyrir um tíu þúsund árum en lifði mun lengur á Wrangel-eyju og er talinn hafa dáið út þar 1.700 árum fyrir okkar tímatal.

Norður-Ameríka

Leifar ýmissa stórra ísaldarspendýra hafa fundist í Norður-Ameríku. Yukon-hross eða yukon-villiasni (Equus lambei) lifði í norðanverðri Norður-Ameríku og austast í Síberíu á svæði sem nefnt er Beringia, en svo kallast landsvæði sem tengdi Síberíu við Alaska. Hann virðist hafa verið algengur á þessum þurru og köldu steppum ásamt hreindýrum og síberíska loðfílnum en hann hvarf um líkt leyti og loðfíllinn.

Á ísöld var tapír sem á fræðimáli kallast Tapirus californicus útbreiddur um vesturströnd Norður-Ameríku, aðallega í Kaliforníu eins og nafnið bendir til. Hann hvarf úr fánunni fyrir 13 þúsund árum. Þetta var stórvaxinn tapír sem vó sennilega allt að 225 kg. Hann var mikilvæg fæða fyrir stórvaxin rándýr eins og ameríska ljónið (Panthera atrox) og ógnarúlf (Canis dirus) en var einnig veiddur af frumbyggjum Ameríku af tegundinni Homo sapiens. Nokkuð af steingerðum leifum tapíra hafa fundist í tjörupyttinum La Brea í úthverfi Los Angeles sem nefnist Rancho La Brea. Þar hafa einnig fundist leifar margra annarra tegunda.

Ógnarúlfurinn er algengasta spendýrið sem fundist hefur í setlögum á svæðinu og bendir allt til þess að hann hafi veitt í stórum hópum líkt og náfrændi hans gráúlfurinn (Canis lupus). Mikið af leifum ógnarúlfa hafa fundist í tjörupyttinum La Brea. Það bendir til þess að dýrin hafi fest sig í tjörunni þegar þau voru að drepa eða éta dýr sem þar voru fyrir. Ógnarúlfurinn lifði í um 100 þúsund ár en dó út fyrir tíu þúsund árum. Þessi tegund var marktækt stærri en núlifandi úlfar.

Eitt af ísaldardýrum Norður-Ameríku var stórt og mikið bjarndýr, sem mætti nefna andlitsstutta bjarndýrið á íslensku, á ensku kallst það short-faced bear (Arctodus) og er nafnið væntanlega dregið af því að trýnið var ekki eins ílangt og hjá núlifandi bjarndýrum. Leifar þessa bangsa er að finna í tjörupyttinum La Brea í Kaliforníu. Hann virðist hafa verið allt að 1,6 m á hæð við herðakamb og allt að 3,5 m í uppréttri stöðu. Hann dó út fyrir 12 þúsund árum þegar stórar bráðir hurfu af sléttum Ameríku. Þar kann einnig að hafa spilað inn í samkeppni við smávaxnari frænda, brúnbjörninn (Ursus arctos) sem þá var að nema land í Norður-Ameríku frá Evrasíu.

Andlitsstutta bjarndýrið í samanburði við mann.

Í Norður-Ameríku lifði kólumbíuloðfíllinn (Mammuthus columbii) sem mun hafa verið afkomandi Mammuthus meridionalis sem nam land í Norður-Ameríku fyrir um 1,5 milljón árum. Kólumbíuloðfíllinn var mikilfengleg skepna, um fjórir metrar á herðakamb og sennilega vegið allt að tíu tonn. Skögultennurnar voru nokkuð útstæðar og spírallaga og gátu orðið rúmir fjórir metrar á lengd.

Suður-Ameríka

Ásamt loðfílum eru sverðkettir sennilega best þekktu ísaldarspendýrin en þeir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon (Smilodon sp.). Tvær tegundir lifðu í Suður-Ameríku undir lok ísaldar, Smilodon fatalis sem reyndar lifði bæði í Suður- og Norður-Ameríku og Smilodon popular sem einungis hélt til í austurhluta Suður-Ameríku. Sverðkettir voru ógurleg rándýr með langar vígtennur sem sköguðu niður af neðri kjálka. Fyrir utan stórar vígtennurnar voru þessir kettir meðal stærstu kattardýra sem nokkurn tímann hafa lifað á jörðinni. S. popular vó allt að 400 kg og gat náð um 140 cm á hæð við herðakamb. Til samanburðar er afrískt karlljón vart hærri en 110 cm. S. fatalis var á stærð við síberískt tígrisdýr. Báðar þessar tegundir eru taldar hafa horfið úr fánu Ameríku fyrir um tíu þúsund árum.

Skjalddýr (Glyptodonta) voru stórvaxin beltisdýr náskyld nútímabeltisdýrum en dóu út við lok ísaldar á meðan smávaxnari ættingjarnir lifðu af allt fram á þennan dag. Sumar tegundirnar af ættkvíslinni Glyptodon voru á stærð við fólksbíl og gátu vegið allt að tveimur tonnum. Talið er að menn hafi ofveitt þessi dýr og nýtt kjötið auk þess sem skjöldurinn hafi nýst vel sem skjól.

Risaletidýr (Megatherium) lifðu í Suður- og Mið-Ameríku. Þessi dýr voru áþekk núlifandi letidýrum í útliti en margfalt stærri. Stærstu dýrin vógu fjögur tonn og voru allt að sex metrar á lengd. Af landspendýrum ísaldartímans voru aðeins loðfílar stærri en þessar skepnur. Sennilega lifðu risaletidýrin í hópum að einhverju leyti og voru að mestu jurtaætur. Þó eru vísbendingar um að þau hafi drepið dýr og jafnvel lagst á hræ en þær vísbendingar eru umdeildar. Þau áttu sér enga óvini vegna gríðarlegrar stærðar en ummerki á beinagrindum benda til að sverðtígrar hafi lagst á þau. Sérstaklega ung dýr.

Fyrir áhugasama um hina mikilfenglegu ísaldarfánu má benda á viðamikið efni á veraldarvefnum um þessi dýr.

Heimildir og frekara lesefni:...