Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 554 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Theodor W. Adorno og hvert var framlag hans til vísindanna?

Þýski heimspekingurinn, félagsfræðingurinn og menningarrýnirinn Theodor W. Adorno (1903-1969) er einn þeirra lykilhöfunda sem kenndir eru við Frankfurtar-skólann, en nafnið er tengt „Rannsóknarstofnun í félagsvísindum“ sem var stofnuð við Johann Wolfgang Goethe-háskólann í Frankfurt árið 1924. Meðlimir skólans fen...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?

Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun.[1]...

category-iconJarðvísindi

Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð 1930?

Upprunalega var spurningin svona:Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð sem hann reisti þar árið 1930 og enn stendur? M.ö.o hvernig átti stöpullinn ásamt fleiri hliðstæðum (sem gaman væri að vita hvar voru/eru staðsettir) að sýna fram á rek meginlandanna og sanna kenningu Wegeners? Grænl...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?

Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...

category-iconFornleifafræði

Geyma einhver stöðuvötn á Íslandi fornminjar?

Kristján spurði bæði um fornleifar í sjó og vötnum. Hér fyrir neðan er að finna svar um fornleifar í stöðuvötnum en um fornleifar í sjó er hægt að lesa í svari Ragnars Edvarssonar við spurningunni Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland? Á brons- og járnöld tíðkaðist sums staðar í Norður-Evrópu að fórna gripu...

category-iconEfnafræði

Hvað er lífeindafræði?

Upprunalega spurningin var: Hvað gerir lífeindafræðingur? Er mikill munur á lífeindafræði og líftækni? Lífeindafræði er það sem kallast á ensku clinical laboratory science, medical laboratory technology eða svipuðum nöfnum.[1] Enska hugtakið biomedical science er stundum haft um lífeindafræði en það er víðt...

category-iconStærðfræði

Hvað munar miklu á vegalengdinni ef ég ek hringveginn réttsælis og svo rangsælis?

Á hringveginum er yfirleitt akrein í sitt hvora áttina. Önnur þeirra er nær miðpunkti landsins en hin, svo lengd hennar ætti að vera styttri en lengd hinnar. Spurningin er hvort við vitum hversu mikið styttri hún sé og hvort við getum reiknað það. Okkur ætti að vera ljóst að hægt væri að svara spurningunni ef v...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í heimsstyrjöldinni síðari í grófum dráttum?

Heimsstyrjöldin síðari er stærsti einstaki atburður mannkynssögunnar. Í henni áttust við Bandamenn (Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin eftir 1941) og Öxulveldin (Þýskaland, Japan og Ítalía) og lauk stríðinu með fullnaðarsigri Bandamanna. Orsakir stríðsins eru margvíslegar, en einna helst má nefna öfgaþjóðernishygg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?

Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru pylsur seldar 10 saman í pakka en pylsubrauð bara 8?

Þetta er um margt áhugaverð spurning en áður en hafist er handa við að svara henni er rétt að benda á að fullyrðingin sem spurningin byggir á er röng, að minnsta kosti ef miðað er við Ísland. Þetta er einfalt að sjá með því að fara í næstu nýlenduvöruverslun og skoða þar framboð á pylsum og pylsubrauðum. Svarandi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?

Einnig er svarað spurningunum: Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)? Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum? Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hama...

category-iconHugvísindi

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?

Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...

category-iconEfnafræði

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

category-iconLögfræði

Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...

Fleiri niðurstöður