Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8681 svör fundust
Hver er forsenda þess að skammtafræðin varð til?
Almennt er hægt að segja að skammtafræðin hafi verið fundin upp til þess að lýsa eðlisfræðilegum kerfum í náttúrunni sem hreyfifræði Newtons eða svo kölluð sígild eðlisfræði gat ekki lýst. Því er hægt að hugsa skammtafræðina sem betri lýsingu á ferlum náttúrunnar. Fyrir mörg kerfi gefur hún því eðlilega sömu svör ...
Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?
Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...
Hvenær varð fyrsti íslenski fjölmiðillinn til og hvenær hóf hann starfsemi sína?
Um leið og við svörum því þurfum við að gera upp við okkur hvað við meinum með orðinu fjölmiðill. Hægt væri að leika sér að því að segja að förukonurnar sem segir frá í Njáls sögu og báru fréttir á milli bæja hafi verið fjölmiðlar síns tíma, eða að lóan sé sá fjölmiðill sem boði Íslendingum komu vorsins. En þá eru...
Hvað eru sefítar?
Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...
Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn?
Skírn er ekki nafngjöf, heldur kristin trúarathöfn. Orðið skírn þýðir þvottur, hreinsun og að skilningi flestra kristinna manna er skírn athöfn þar sem Jesús Kristur tekur okkur að sér sem sín börn, hreinsar okkur og gerir okkur að þegnum í ríki sínu. Ríki Krists er sýnilegt í kirkjunni og þess vegna er skírnin lí...
Hvenær hófu menn að brugga bjór? Var bjór bruggaður á Íslandi fyrr á öldum?
Bjór eða kornöl er ævagamall í sögunni. Til dæmis hafa leifar af slíkum drykk greinst í vel forvörðum mögum faraóanna. Síðar hvarf bjórinn af borðum helstu menningarþjóða fornaldar og drykkur Grikkja og Rómverja var, eins og kunnugt er, vín. Hins vegar var ölið aðaldrykkur hinna barbarísku germana og kelta en þeir...
Hver var Kató gamli?
Marcus Porcius Cato, sem kallaður er Kató gamli, var rómverskur stjórnmálamaður og ræðumaður, uppi milli 234 og 149 fyrir Krist. Sem ungur maður barðist hann í öðru af þremur svokölluðum púnverskum stríðum sem Rómverjar háðu við Púnverja, íbúa borgarinnar Karþagó sem stóð í Norður-Afríku, ekki langt frá þeim s...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?
Sagt er að gjaldmiðill sé á gullfæti ef að baki hans er gullforði þannig að sérhver peningaseðill eða mynt er í reynd ávísun á tiltekið magn af gulli. Hugsum okkur til dæmis að ríki nokkuð eigi eitt tonn af gulli og að gjaldmiðill þess, sem við getum kallað skildinga, sé á gullfæti. Gefum okkur enn fremur að hver ...
Hver eru áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim?
Áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim má flokka í þrennt. Í fyrsta lagi geta þeir haft áhrif á borholurnar sjálfar, í öðru lagi á gæði vatnsins og í þriðja lagi hafa spennubreytingar í jarðskorpunni áhrif á þrýsting í grunnvatns- og jarðhitakerfum sem endurspeglast í breytingum á vatnsborði í borholum. Á...
Eru einhver takmörk fyrir því hvað tölva getur orðið hröð?
Sú sífellda hraðaaukning sem átt hefur sér stað í tölvum á síðustu áratugum gæti fengið okkur til að trúa því að hægt sé að auka hraða tölva endalaust. Þetta er þó líklega ekki tilfellið, því miðað við þá örgjörvahönnun sem þekkt er í dag þá munu ýmis eðlisfræðilögmál fara að setja hraða rökrása ákveðnar skorður. ...
Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?
Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum: Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason) Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir) Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá. ...
Hverjir fundu upp handboltann?
Með góðum vilja er hægt að rekja sögu handboltans aftur í gráa forneskju. Þar er að finna ýmsa knattleiki sem kalla mætti fyrirrennara hans. Þessir fornu leikir líkjast þó allt eins fótbolta og körfubolta, eins og handbolta. Heimildir um knattleiki er að finna hjá Fornegyptum, í Ódysseifskviðu Hómers og í skrif...
Er ekki hægt að nýta varmaorkuna í andrúmsloftinu til orkuframleiðslu?
Spyrjandi bætir við:... þá á ég við að við nýtum 5°C eins og 100°X á háhitasvæðum.Hér verður fyrst einföld og stutt útgáfa af svari, en neðar er ítarlegra svar. Berum fyrst saman varmavél og vatnsorkuvirkjun. Í vatnsorkuvirkjun streymir vatn frá hærri þrýstingi til lægri þrýstings, rennur í gegn um hverfil og f...
Geta örverur „vanist“ hreinsiefnum sem notuð eru til dæmis á tannlæknastofum?
Stutt svar er „já“, en það gerist þó aðeins í sama mæli og bakteríur myndi ónæmi eftir sýklalyfjanotkun. Örverumengun í vatnslögnum til tannlæknastóla hefur verið þekkt vandamál í að minnsta kosti áratug en orsök hennar er myndun svokallaðrar „biofilm“ eða örveruþekju innan í plaströri sem dreifir vatni til tannlæ...