Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 680 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?

Hvers konar rit er Tómasarguðspjall? Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisag...

category-iconHugvísindi

Hvað er Zapatista?

Emilano Zapata (1883–1919) var indjánahöfðingi og annar ef tveimur helstu uppreisnarleiðtogunum í Mexíkó á öðrum áratug 20. aldar (1914–1919). Hann var leiðtogi skæruliðasveita fátækra bænda og indjána í sunnanverðu landinu. Meginkrafa hans var að indjánar fengju aftur það land sem af þeim hafði verið tekið, það y...

category-iconHugvísindi

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um krókódíla?

Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram?

Tígrisdýr (Panthera tigris) eru stærstu núlifandi kattardýrin. Að minnsta kosti tvær deilitegundir þeirra eru stærri en afrísk ljón (Panthera leo). Tígrisdýr lifa eingöngu í Asíu en áður fyrr teygðu þau sig að mörkum Evrópu, þegar hið útdauða kaspía- eða turantígrisdýr (P. tigris virgata) ráfaði um Mið-Asíu og all...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Georg Brandes og hvaða áhrif hafði hann á norrænar bókmenntir?

Georg Brandes var danskur bókmenntagagnrýnandi og fræðimaður en hans er sérstaklega minnst sem boðbera raunsæisstefnunnar í norrænum bókmenntum. Hafði hann meðal annars mikil áhrif á hóp íslenska rithöfunda og skálda á síðustu áratugum nítjándu aldar. Brandes, sem var gyðingur, fæddist í Kaupmannahöfn árið 1842...

category-iconHeimspeki

Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru úlfar í útrýmingarhættu?

Ef litið er heildrænt á úlfinn (Canis lupus) þá hefur heimsstofn hans verið nokkuð stöðugur síðastliðna tvo áratugi eða svo. Hins vegar greinist úlfurinn í 37 deilitegundir, eða 35 ef við undanskiljum hinn hefðbundna hund (Canis lupus familiaris) og dingóhunda (Canis lupus dingo). Af þessum 35 deilitegundum er...

category-iconHeimspeki

Hver var David Hume og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Fáir heimspekingar hafa lifað svo viðburðaríku lífi að það hafi þótt í frásögur færandi. Skoski heimspekingurinn David Hume er undantekning frá þeirri reglu. Lífshlaup hans var ekki aðeins viðburðaríkt og spennandi heldur skrifaði hann stutta sjálfsævisögu sem er óviðjafnanlegt bókmenntaverk. Setningar eins og „þæ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó ...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er öruggast að geyma rafræn gögn?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvernig er hægt að framtíðartryggja sig gegn úreldingu sniða? Hvaða aðferðir eru notaðar við varðveislu rafrænna gagna? Hvernig fara þjóðskjalasöfn að því að geyma rafræn gögn? Til að svara spurningu um varðveislu rafrænna gagna er fyrst rétt að skoð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?

Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?

Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...

Fleiri niðurstöður