Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 762 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið innviðir gamalt og hvernig hefur merking þess breyst í málinu?

Orðið innviðir heyrist og sést mjög oft um þessar mundir. Þetta er ekki nýtt orð – það kemur fyrir þegar í fornu máli og er þá eingöngu notað í bókstaflegri merkingu um tréverk í skipi, annað en ytra byrði. Síðar er einnig farið að nota orðið um hús – „Kirkjan að ytri súð og innviðum mjög lasleg og ágengileg“ segi...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?

Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?

Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconSálfræði

Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður?

Upphaflegar spurningar voru: Hvernig vitið þið að sjónin er aftan á heilanum en ekki framan á eða á hliðunum? Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Enginn hluti heilans er algjörlega órannsakaður, en ekki er þar með sagt að allt sé vitað um hann – þvert á móti! Heilinn er sérlega spennandi rannsó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru trefjar og hvaða áhrif hafa þær á líkamann?

Trefjar eða trefjaefni í matvælum eru kolvetni sem líkaminn getur ekki melt. Flest kolvetni eru brotin niður í sykursameindir í líkamanum en ekki er hægt að gera það við trefjaefnin. Trefjaefnum er skipt í tvo meginflokka - leysanleg og óleysanleg - og eru báðir gagnlegir fyrir heilsuna. Leysanleg trefjaefni le...

category-iconLífvísindi: almennt

Væri hægt að rækta kartöflur á Mars?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Væri hægt að rækta kartöflur á Mars eins og í myndinni The Martian? Þegar menn velta fyrir sér geimferðum kemur strax upp í hugann hvort og þá hvernig hægt sé að tryggja næga fæðu fyrir ferðalangana þegar á áfangastað er komið. Líklegt er talið að á næstu áratugum verði re...

category-iconLandafræði

Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina?

Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska sæfarann Magellan. Rétt er að hann fór fyrir fyrsta leiðangrinum sem sigldi umhverfis jörðina, en sjálfur náði Magellan þó ekki að ljúka ferðinni þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ferdinand Magellan fæddist í norðurhluta Portúgals um 1480. Ung...

category-iconEfnafræði

Er salt krydd?

Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd. Salt Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt ...

category-iconNæringarfræði

Eru sítrónur eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Eru sítrónur og aðrir sítrusávextir eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum? Til dæmis hér: 20 Reasons you should Drink Lemon Water in the Morning Sítrónur og aðrir sítrusávextir innihalda ýmis næringarefni, til dæmis A-, E- og C-vítamín, fólasín, j...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru veirur algengari í leðurblökum en öðrum dýrum?

Leðurblökur (Chiroptera) er annar tegundaauðugasti ættbálkur spendýra. Rúmlega 1.200 leðurblökutegundir eru þekktar og er það um 20% af öllum spendýrategundum. Aðeins ættbálkur nagdýra (Rodentia) er fjölmennari. Þar finnast um 2.300 tegundir sem eru um 40% þekktra spendýrategunda. Flest bendir til þess að veirur s...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru veirur til?

Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?

Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...

category-iconLífvísindi: almennt

Fyrir hvaða uppgötvanir voru Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði veitt árið 2014?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaða vísindamenn hlutu nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt? Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknisfræði árið 2014 voru veitt þeim John O´Keefe, prófessor við University College London, sem fékk helming verðl...

Fleiri niðurstöður