Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað búa margir í Papey?
Í Papey er engin byggð núna en áður fyrr bjuggu þar menn. Eyjan dregur nafn sitt af Pöpum sem sumir telja að hafa búið þar til forna. Um byggð þeirra í eyjunni er hægt að lesa í svari við spurnigunni Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna? Papey var eina byggða...
Mun Snæfellsjökull gjósa og ef svo er, er hægt að reikna út hvenær það verður?
Allar líkur eru á því að Snæfellsjökull gjósi en við vitum ekki hvenær það verður. Megineldstöðin Snæfellsjökull hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum. Ævilengd slíkra eldstöðva er um milljón ár. Sjaldgæft er að eldstöðvar gjósi eins og Hekla með reglulegu millibili. Stundum líða nokkrar vikur mi...
Hvert er póstnúmerið (Zip Code) í New York?
Þessi spurning fellur ekki undir verksvið Vísindavefsins eins og hún er fram sett. Við svörum þó oft slíkum spurningum með því að veita einhvern almennan fróðleik um leið eða með því að benda lesendum á hvernig megi afla upplýsinga, til dæmis á Veraldarvefnum. Og svo þykir okkur ágætt að geta orðið að liði ef note...
Fá dýr í dýragörðum eldaðan mat?
Svarið við þessari spurningu er nei. Dýr í dýragörðum fá ekki eldaðan mat enda er ekki neinn tilgangur með því að að elda ofan í þau. Kjötætur sem haldið er í dýragörðum fá matinn sinn hráann enda er þeim eiginlegt að neyta hrás fæðis. Það sama á við um önnur dýr. Ekki er víst hvernig þetta tígrisdýr tæki því a...
Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?
Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin...
Hvaðan kemur orðið timburmenn?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvort er rétt að nota orðið timburmenn eða timburmenni um það þegar fólk er timbrað? Orðið timburmenn ‘höfuðverkur og önnur vanlíðan eftir drykkju’ er tekið að láni úr dönsku þar sem orðið tømmermænd hefur sömu merkingu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr auglýsingu í blaðinu ...
Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?
Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum. Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá ...
Af hverju er vont að bíta í álpappír ef maður er með silfurfyllingar í tönnum?
Þegar fólk hefur silfurfyllingar í munni og bítur í álpappír myndast rafstraumur sem kallast galvanismi. Galvanismi myndast í þessu tilfelli vegna snertingar ólíkra málma (ál og silfur). Málmar leiða vel rafstraum sem hefur áhrif á kviku (taugar) tanna og veldur sársauka (galvanic shock). Þessi sársauki er ...
Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?
Orðið skor hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‛deild í her Rómverja’ og er sú merking merkt „söguleg“ í Íslenskri orðabók. Frá þessari merkingu er vísast leidd sú notkun að nefna undirdeildir í skólum, einkum háskólum, skorir. Þá er um að ræða þann hluta háskóladeildar sem er saman um námsgreinar, ...
Geta kettir andað með nefinu?
Að öllu jöfnu anda kettir með nefinu. Á vefsíðum sem fjalla um heilbrigði katta kemur fram að ef köttur andar með munninum þá eigi að fara með hann tafarlaust til dýralæknis. Að jafnaði er það ekki eðlilegt að köttur andi með munninum. Nokkrar skýringar eru á því að kettir beita munninum við öndun og engin þeir...
Hvernig er hugsanlegt að byggja tölvur á skammtafræðilegum vinnsluaðferðum?
Hefðbundnar tölvur Vinnsluminni venjulegrar tölvu er mælt í bætum. Algengt er til dæmis að heimilistölva nú á dögum hafi 64 megabæti í vinnsluminni [Í dag(23. júlí 2010) er um 2 gígabæt algengt]. Hvert bæti er sett saman úr 8 bitum. Hver biti getur tekið gildið 0 eða 1. Áætla má að í 64 MB sé hægt að geyma 16 m...
Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?
Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...
Er hægt að beita genalækningum við sjúkdóminn DMD?
Þetta svar er eins konar framhald á svari okkar við spurningunni Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma? Eins og þar segir er ein takmörkunin á því að nota lentiveirur sem genaferjur sú að þær geta líkt og retrógenaferjur almennt eingöngu flutt lítil...
Hvað er hálfleiðari?
Rafleiðni efna, það er að segja hæfni þeirra til að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Tökum sem dæmi 20 m langan koparvír sem er 3,3 mm í þvermál. Viðnám hans er 0,04 ohm. Ef við setjum á hann spennuna 1 volt verður straumurinn í honum 25 amper, sem er mikill straumur, til dæmis meiri en öryggin leyfa okku...
Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?
Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega. Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okk...