Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 938 svör fundust

category-iconSálfræði

Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?

Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í flestum sálfræðihandbókum er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið og helst virðist vera byggt á bók Graham Reed, The Psychology of Anomalous Experience: A Cognitive Approach, Hutchinson University Library, London, 1972. Déjà vu nefnist það þe...

category-iconHugvísindi

Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?

Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?

Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...

category-iconHeimspeki

Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?

Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir?

Svo að byrjað sé á síðari spurningunni er orðið víkingur notað í tvenns konar merkingu í nútímamáli. Annars vegar voru víkingar karlmenn sem fóru í skipulegar ránsferðir suður um Evrópu, aðallega á níundu og tíundu öld, og lögðu stundum undir sig landsvæði. Þessir karlar höfðu það að atvinnu að berjast, meðan á ví...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er hættulegasti fugl í heimi?

Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...

category-iconHeimspeki

Hvað er vinátta?

Vinátta er þegar tvær manneskjur unna hvor annarri eins og sjálfri sér og láta sig hag hinnar varða hennar sjálfrar vegna eða eins og forngríski heimspekingurinn Aristóteles komst að orði: "Vinurinn er annað sjálf" (Siðfræði Níkómakkosar [= SN] IX.4, 1166a31. Allar þýðingar eru Svavars Hrafns Svarassonar). Aristót...

category-iconSálfræði

Af hverju er Andrés Önd svona reiður?

"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við min...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna hafa allar margliður að minnsta kosti eina rót í mengi tvinntalnanna?

Við skulum byrja á að rifja upp hvað margliður og tvinntölur eru svo að allir viti hvað um er rætt. Tvinntala er tala á forminu a + ib, þar sem a og b eru venjulegar rauntölur, og i er fasti sem uppfyllir að i2 = -1. Allar venjulegar rauntölur eru líka tvinntölur, því ef a er rauntala þá má skrifa hana sem a + i*0...

category-iconDagatal vísindamanna

Hvert var framlag Janusz Korczak til uppeldis- og menntamála?

Pólski barnalæknirinn, uppeldisfræðingurinn og rithöfundurinn Henryk Goldszmit (1878-1942) er betur þekktur undir rithöfundanafninu Janusz Korczak. Hann var af gyðingaættum og ólst upp við velsæld í samheldinni lögfræðifjölskyldu. Korczak var einn af þeim barnalæknum, við upphaf 20. aldar, sem beittu sér fyrir ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?

Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?

Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða „Enta“ er í Entujökli?

Enta er jökuldalur eða gjá norðvestan í Mýrdalsjökli, í kverk við Botnjökul, milli Sléttjökuls og Entujökuls en Entugjá er annað nafn hennar (Íslandsatlas, kort 71). Við Entu er kenndur Entujökull, Entukollur og Entuskarð. Elsta prentaða heimild um nafnið Enta er að því er best verður séð í grein Jóns Eyþórsso...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?

Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

Fleiri niðurstöður