Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 851 svör fundust
Eru þeir sem oft fá berkjubólgu í áhættuhópi vegna COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Er fólk sem er gjarnt á að fá berkjubólgu, í flokki þeirra sem eru í áhættuhóp vegna COVID-19? Það er mjög mikilvægt að huga að því hvaða einstaklingsbundnu þættir auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Við erum enn að læra hratt og mikið um þennan nýja smitsjúkdóm en ...
Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?
Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, s...
Hvað finnst almenningi um sóttvarnaraðgerðir?
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif út um allan heim og þrátt fyrir að við séum öll að berjast við sömu veiruna hafa viðbrögð stjórnvalda verið ólík. Hér á Íslandi hafa aðgerðirnar verið vægar í samanburði við önnur lönd, eins og til dæmis Danmörku og Bretland þar sem útgöngubann var sett á íbúa. Eftir kórónuv...
Ef fólk fer að eiga erfitt með tal vegna taugasjúkdóma ætti það þá að læra táknmál?
Táknmál eru tungumál sem heyrnarlausir nota yfirleitt sín á milli og við aðra sem þeir umgangast í daglegu lífi, þrátt fyrir að þeir viðmælendur hafi fulla heyrn. Forsenda fyrir því að einstaklingur noti táknmál þegar tal er farið að versna, er að einhver í umhverfinu kunni táknmál og skilji hvað hann er að segja....
Hvað er embætti sýslumanns gamalt og hvað var yfirvaldið kallað fyrir það?
Fram yfir miðja 13. öld, á svonefndum þjóðveldistíma, réðu goðar yfir héruðum landsins og ekki er hægt að tala um miðstjórnarvald að öðru leyti en því að þeir komu með þingmönnum sínum til fundar á alþingi á Þingvöllum á sumrum, enda giltu ein lög í landinu sem nú ganga undir nafninu Grágás. Eftir að íslenskir höf...
Hvernig og hvenær gengu hryggdýr á land?
Sambærilegri spurningu var svarað á Vísindavefnum árið 2002. Eins og höfundur þess svars nefnir, var lítið vitað um landnám hryggdýra á þeim tíma. Síðan hefur hins vegar þekking vísindamanna á landnámi hryggdýra aukist gífurlega. Eitt af stærstu skrefum í þróunarsögunni var landnám hryggdýra. Svarið við ráðgát...
Geta plöntur ekki bundið nitur eins og koltvísýring?
Stutta svarið Þetta er ágætis spurning og stutta svarið við henni er að plöntur geta ekki bundið nitur af sjálfsdáðum. Nitur (einnig nefnt köfnunarefni) er algengasta frumefnið í andrúmsloftinu en er þó takmarkandi þáttur í mörgum vistkerfum, einmitt vegna þess að plöntur geta ekki tekið það beint úr loftinu. L...
Hvað eru til mörg kyn í náttúrunni?
Stutta svarið við spurninginni er að það er afar breytilegt. Sumar tegundir fjölga sé kynlaust og hjá öðrum tegundum þekkist að kynin séu rúmlegu tuttugu þúsund. Algengast er þó meðal meðal heilkjörnunga að kynin séu tvö. Lengra svar Þótt margt sé á huldu um fyrstu lífverur á jörðinni, er sennilegast að þær ...
Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?
Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...
Hvað getið þið sagt mér um ættina Arvicolinae sem ég held að heiti stúfmýs?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað getið þið sagt mér um ætt sem ég held að heiti stúfmýs á íslensku: Arvicolinae. Þekki bara læmingja af tegundunum en hvað heita dýrin vole og muskrat á íslensku? Gúggl með krókaleiðum gefur eina niðurstöðu um vole, vatnastúfa. Arvicolinae er ein af fimm undirættum na...
Hvernig verða hellar til?
Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...
Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?
Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...
Dvöldu útilegumennirnir einir á fjöllum eða héldu þér til í hópum? Var fólk almennt hrætt við þá?
Þekking okkar á útilegumönnum er fyrst og fremst komin úr þjóðsögum og því er erfitt að tala um útilegumenn öðruvísi en sem þjóðsagnapersónur - sem við höfum dæmi um allt frá fornöld í sögum af Gretti sterka. Í munnmælasögum frá 17. öld eru huldudalir í óbyggðum ekki setnir útilegumönnum sem fólki stafar ógn af, e...
Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...
Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?
Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öl...