Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7838 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?

Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?

Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnork...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig myndast prótín í líkamanum?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig verða prótín til?Hvert er ferli prótínnýmyndunar í frumu í stuttu máli? Prótínmyndun er mjög flókið efnafræðilegt ferli sem byrjar í erfðaefninu DNA en DNA er er efni genanna í litningunum. Hvert gen geymir upplýsingar um gerð tiltekins fjölpeptíðs en prótín eru gerð úr e...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Henri Becquerel?

Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...

category-iconVísindavefur

Hvað er að vera alveg kexruglaður?

Samkvæmt orðabókinni okkar er slanguryrðið kexruglaður notað um þá sem eru 'alveg ruglaðir', 'geðveikir' eða 'í vímu'. Ekki er víst að allir sjái í hendi sér hvernig orðið kex gerir ruglað fólk alveg snarruglað og geðveikt; örugglega finnst sumum að slík orðanotkun sé út í hött og baki eintóm vandræði. En þ...

category-iconSálfræði

Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?

Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...

category-iconHeimspeki

Er vit í tilfinningum?

Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fléttur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?

Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysist...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum?

Um þetta hefur áður verið fjallað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina? En þessu er raunar öfugt farið. Sjávarfallakraftar (e. tidal forces) valda núningi á snúningi jarðar sem dregur úr hverfiþunga og hreyf...

category-iconVísindavefurinn

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?

Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...

category-iconEfnafræði

Af hverju vinna ensím hægt við lágt hitastig?

Ensím eru prótín sem finnast í lífverum og virka sem hvatar á efnahvörf. Það þýðir að þau valda því að hvörfin ganga hraðar en ella eða jafnvel að hvörf eigi sér stað sem annars myndu ekki gera það við þær aðstæður sem ríkja í lifandi frumum. Þetta gera ensím, eins og aðrir hvatar, með því að lækka virkjunarorku (...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru konur einu dýrin sem fara í gegnum tíðahvörf, hvað með önnur spendýr eins og simpansa?

Með tíðahvörfum er átt við síðustu blæðingar kvenna en áður en þau verða fer að draga úr framleiðslu hormónanna estradíóls og prógesteróns í eggjastokkum. Eftir tíðahvörf hætta blæðingar og slímhimnan í legi og leggöngum rýrnar. Á síðfósturskeiði verða eggfrumur til við meiósuskiptingu og við fæðingu eru meybör...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?

Hiti fer í að minnsta kosti 20 stig á hverju sumri á Íslandi. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu snemma sumars eða vors það gerist. Upplýsingar um hámarkshita hvers dags á landinu eru aðgengilegar aftur til og með 1949 og því lítum við fyrst á meðaltöl þess tímabils og einungis á mannaðar veðurstöðvar. Hiti...

Fleiri niðurstöður