Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:06 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:53 • Síðdegis: 18:06 í Reykjavík

Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum?

Sævar Helgi Bragason

Um þetta hefur áður verið fjallað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?

En þessu er raunar öfugt farið. Sjávarfallakraftar (e. tidal forces) valda núningi á snúningi jarðar sem dregur úr hverfiþunga og hreyfiorku hennar. Orkan færist yfir á tunglið sem veldur því að það fjarlægist jörðina. Reglubundnar mælingar á fjarlægð tunglsins með leysigeislum sem skotið er frá jörðinni á spegla sem Apollo-tunglfararnir skildu eftir á tunglinu sýna að tunglið fjarlægist jörðina um 3,8 cm á ári. Fyrir vikið lengist dagurinn á jörðinni um 15 míkrósekúndur á ári. Tekið er tillit til þess í tímaútreikningum með því að bæta annað slagið við hlaupsekúndu.

Tunglið fjarlægist jörðina um 3,8 cm á ári. Fyrir vikið lengist dagurinn á jörðinni um 15 míkrósekúndur á ári.

Þetta þýðir að sólarhringurinn var skemmri áður fyrr og tunglið nær jörðinni. Rannsóknir jarðfræðinga á flóðlögum sýna að fyrir um 600 milljónum ára var sólarhringurinn um 22 klukkustundir og 400 sólarhringar í árinu. Fjarlægðin til tunglsins var þá að meðaltali um 371.000 km og umferðartíminn því örlítið skemmri.

Í fjarlægri framtíð hafa sjávarfallakraftarnir hægt svo á snúningi jarðar að sólarhringurinn verður jafnlangur tunglmánuðinum. Báðir verða þá jafngildi 47 núverandi sólarhringa langir. Tunglið fjarlægist jörðina þá ekki lengur og sést aðeins á sömu hlið jarðar. Þetta hefur þegar gerst hjá Plútó og Karoni. Jafnframt verður ekki hægt að sjá almyrkva á sólu því skuggakeila tunglsins mun ekki ná niður á yfirborð jarðar. Sólin verður þá reyndar fyrir löngu orðin rauður risi og hefur ef til vill gleypt jörðina og tunglið.

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um tunglið á Stjörnufræðivefnum og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

7.11.2012

Spyrjandi

Baldur Grétarsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2012. Sótt 29. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=61634.

Sævar Helgi Bragason. (2012, 7. nóvember). Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61634

Sævar Helgi Bragason. „Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2012. Vefsíða. 29. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61634>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fyrst aðdráttarafl tunglsins getur togað sjóinn upp eru þá engin líkindi til þess að það togi jörðina nær sér með tímanum?
Um þetta hefur áður verið fjallað í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?

En þessu er raunar öfugt farið. Sjávarfallakraftar (e. tidal forces) valda núningi á snúningi jarðar sem dregur úr hverfiþunga og hreyfiorku hennar. Orkan færist yfir á tunglið sem veldur því að það fjarlægist jörðina. Reglubundnar mælingar á fjarlægð tunglsins með leysigeislum sem skotið er frá jörðinni á spegla sem Apollo-tunglfararnir skildu eftir á tunglinu sýna að tunglið fjarlægist jörðina um 3,8 cm á ári. Fyrir vikið lengist dagurinn á jörðinni um 15 míkrósekúndur á ári. Tekið er tillit til þess í tímaútreikningum með því að bæta annað slagið við hlaupsekúndu.

Tunglið fjarlægist jörðina um 3,8 cm á ári. Fyrir vikið lengist dagurinn á jörðinni um 15 míkrósekúndur á ári.

Þetta þýðir að sólarhringurinn var skemmri áður fyrr og tunglið nær jörðinni. Rannsóknir jarðfræðinga á flóðlögum sýna að fyrir um 600 milljónum ára var sólarhringurinn um 22 klukkustundir og 400 sólarhringar í árinu. Fjarlægðin til tunglsins var þá að meðaltali um 371.000 km og umferðartíminn því örlítið skemmri.

Í fjarlægri framtíð hafa sjávarfallakraftarnir hægt svo á snúningi jarðar að sólarhringurinn verður jafnlangur tunglmánuðinum. Báðir verða þá jafngildi 47 núverandi sólarhringa langir. Tunglið fjarlægist jörðina þá ekki lengur og sést aðeins á sömu hlið jarðar. Þetta hefur þegar gerst hjá Plútó og Karoni. Jafnframt verður ekki hægt að sjá almyrkva á sólu því skuggakeila tunglsins mun ekki ná niður á yfirborð jarðar. Sólin verður þá reyndar fyrir löngu orðin rauður risi og hefur ef til vill gleypt jörðina og tunglið.

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um tunglið á Stjörnufræðivefnum og er birt hér með góðfúslegu leyfi....